Halla Hrund keypti sérbýli á 150 milljónir

Halla Hrund Logadóttir forsetaframjóðandi og alþingismaður Framsóknarflokksins hefur fest kaup …
Halla Hrund Logadóttir forsetaframjóðandi og alþingismaður Framsóknarflokksins hefur fest kaup á raðhúsi í Árbænum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Loga­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og alþing­ismaður, hef­ur fest kaup á raðhúsi í Sel­ásn­um ásamt eig­in­manni sín­um Kristjáni Frey Kristjáns­syni. Um er að ræða 203,7 fm end­araðhús sem er á góðum út­sýn­is­stað í hverf­inu. Húsið var reist 1984 og hef­ur verið vel við haldið.

Húsið keyptu þau af frum­byggj­um í hverf­inu og því er ekki búið að taka húsið í gegn mörg­um sinn­um af mis­mun­andi aðilum. Frum­byggj­arn­ir nostruðu við húsið og hafa gert frá fyrstu tíð.

Um er að ræða palla­hús þar sem bíl­skúr, eld­hús eru á miðhæð, stofa á efstu hæð og her­bergi á neðsta pall­in­um. Eng­in byggð er fyr­ir neðan húsið sem stát­ar af út­sýni yfir Breiðholtið og Elliðaár­dal­inn. 

Úr Foss­vogi í Sel­ás

Halla Hrund og Kristján greiddu 150.000.000 kr. fyr­ir húsið. Þau seldu íbúð sína í Foss­vogi á dög­un­um og fengu 99.400.000 kr. fyr­ir hana. 

Halla Hrund er alin upp í Árbæn­um og því má segja að hún sé kom­in heim og líka á góðan stað því það er sér­stak­lega góður andi í þessu pall­araðhúsi. Í kosn­inga­bar­átt­unni í fyrra, þegar Halla Tóm­as­dótt­ir var kos­in for­seti Íslands, gerði Halla Hrund tölu­vert úr því að hafa verið alin upp í blokk. Átti slíkt tal að að höfða til lág­launa­fólks í land­inu og þeirra sem höfðu minna á milli hand­anna. En svo kom í ljós að Halla Hrund var líka alin upp í ein­býl­is­húsi. Því fór sem fór. 

Smart­land ósk­ar hjón­un­um til ham­ingju með sér­býlið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda