Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson, sem spilar með A-deildarfélaginu Fiorentina á Ítalíu, hefur fest kaup á þakíbúð í Róm á Ítalíu. Íbúðin er í Garibaldi hverfinu og er í byggingu. Blokkin sjálf var hönnuð af MCA, Mario Cucinella arkitektinum sem er þekktur fyrir smart hönnun og sjálfbærni. Mikið er lagt í alla hönnun bæði utanhúss og innanhúss. Fólk getur haft áhrif á val á efnivið í íbúðina þar sem hún er ennþá í byggingu en segja má að flottheitin séu yfir meðallagi. Marmari, vandaður viður, falin lýsing og síðir gluggar prýða íbúðir blokkarinnar og mest lagt í þakíbúð hússins.
Þakíbúðin sem Albert keypti er byggð með það fyrir augum að íbúum líði sem best. Stórar svalir fylgja hverri íbúð og er gert ráð fyrir miklum gróðri á þeim. Sólarorka og endurunnið vatn er notað við byggingu blokkarinnar.
Það er þó ekki bara íbúðin sjálf sem er smart heldur er anddyri hússins eins og á hóteli. Þar er sérstök afgreiðsla og hvíldarsvæði en líka útisvæði ef fólk vill eiga í mannlegum samskiptum við annað fólk.
Í blokkinni leikfimissalur og ýmis önnur afþreying ef fólki skyldi leiðast.
Smartland hefur heimildir fyrir því að íbúð Alberts hafi kostað í kringum 500.000.000 kr.