Albert keypti rándýra þakíbúð í Róm

Albert Guðmundsson hefur fest kaup á þakíbúð í Róm.
Albert Guðmundsson hefur fest kaup á þakíbúð í Róm. Samsett mynd

Fót­boltamaður­inn Al­bert Guðmunds­son, sem spil­ar með A-deild­ar­fé­lag­inu Fior­ent­ina á Ítal­íu, hef­ur fest kaup á þak­í­búð í Róm á Ítal­íu. Íbúðin er í Gari­baldi hverf­inu og er í bygg­ingu. Blokk­in sjálf var hönnuð af MCA, Mario Cuc­inella arki­tekt­in­um sem er þekkt­ur fyr­ir smart hönn­un og sjálf­bærni. Mikið er lagt í alla hönn­un bæði ut­an­húss og inn­an­húss. Fólk get­ur haft áhrif á val á efnivið í íbúðina þar sem hún er ennþá í bygg­ingu en segja má að flott­heit­in séu yfir meðallagi. Marmari, vandaður viður, fal­in lýs­ing og síðir glugg­ar prýða íbúðir blokk­ar­inn­ar og mest lagt í þak­í­búð húss­ins. 

Þak­í­búðin sem Al­bert keypti er byggð með það fyr­ir aug­um að íbú­um líði sem best. Stór­ar sval­ir fylgja hverri íbúð og er gert ráð fyr­ir mikl­um gróðri á þeim. Sól­ar­orka og end­urunnið vatn er notað við bygg­ingu blokk­ar­inn­ar. 

Það er þó ekki bara íbúðin sjálf sem er smart held­ur er and­dyri húss­ins eins og á hót­eli. Þar er sér­stök af­greiðsla og hvíld­ar­svæði en líka úti­svæði ef fólk vill eiga í mann­leg­um sam­skipt­um við annað fólk. 

Í blokk­inni leik­fim­issal­ur og ýmis önn­ur afþrey­ing ef fólki skyldi leiðast. 

Smart­land hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að íbúð Al­berts hafi kostað í kring­um 500.000.000 kr. 

Hér má sjá fataherbergi inn af hjónaherberegi með fataskápum með …
Hér má sjá fata­her­bergi inn af hjóna­her­b­eregi með fata­skáp­um með gler­h­urðum og gler­baki.
Marmaraklæddir veggir prýða íbúðir í blokkinni.
Marm­ara­klædd­ir vegg­ir prýða íbúðir í blokk­inni.
Stórar svalir prýða hverja íbúð og gert ráð fyrir miklum …
Stór­ar sval­ir prýða hverja íbúð og gert ráð fyr­ir mikl­um gróðri svo fólk sé í tengsl­um við nátt­úr­una þótt það búi í blokk.
Hér má sjá mynd af stofu í sömu blokk. Á …
Hér má sjá mynd af stofu í sömu blokk. Á teikn­ing­um eru hús­gögn frá Molteni & C.
Hér má sjá tillögu af eldhúsinnréttingu þar sem marmari og …
Hér má sjá til­lögu af eld­hús­inn­rétt­ingu þar sem marmari og dökk­ur viður hitt­ast.
Í blokkinni er leiksvæði fyrir fullorðna.
Í blokk­inni er leik­svæði fyr­ir full­orðna.
Í blokkinni er vel búinn leikfimissalur.
Í blokk­inni er vel bú­inn leik­fim­issal­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda