Um miðjan maí var sérlega glæsilegt útsýnishús auglýst til sölu. Húsið er við Sæbraut á Seltjarnarnesi og er með koparþakkanti og flötu þaki. Stórir gluggar prýða húsið og í garðinum er lítil sundlaug.
Húsið er 303 fm að stærð og var reist 1968. Guðmundur Kr. Kristinsson teiknaði húsið sem er á góðum stað í götunni og alveg við sjóinn.
Nú hefur húsið verið selt á 410.000.000 kr.
Kaupendur eru Steinar Guðmundsson og Katrín Heiðar. Þau keyptu húsið af Jónínu Björgu Jónasdóttur og Steini Jónssyni.
Smartland óskar Steinari og Katrínu til hamingju með húsið!