Við Hörðaland í Fossvoginum er falleg og mikið endurnýjuð íbúð til sölu. Íbúðin er 61 fm, með einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Það besta við íbúðina er 40 fm sérafnotareitur sem snýr beint út í góða veðrið, eða til suðurs.
Baðherbergi íbúðarinnar hefur nýlega verið endurnýjað á stílhreinan hátt. Úr eldhúsinu er opið í litla borðstofu og stofu og þaðan er gengið út í garð.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Hörðuland 8