Bananabörkur notað í nýja hönnunarlínu

MÄVINN línan er litrík og skemmtileg en líka úr náttúrulegum …
MÄVINN línan er litrík og skemmtileg en líka úr náttúrulegum efnum. Ljósmynd/Ikea

Sænska hús­gagna­fyr­ir­tækið Ikea leit­ar nýrra leiða til þess að gera vöru­lín­ur sín­ar um­hverf­i­s­vænni án þess að það komi niður á út­liti. Spl­un­u­ný lína lít­ur dags­ins ljós á morg­un, 1 júlí, sem kall­ast MÄVINN. Í lín­unni má sjá sam­spil hand­verks og nátt­úru­legra efna sem skapa já­kvæðar sam­fé­lags­breyt­ing­ar. 

Vör­urn­ar eru bún­ar til úr ný­stár­legu efni með skemmti­leg­um smá­atriðum. Ban­ana­börk­ur er meðal ann­ars notaður í vör­urn­ar og þannig skap­ar lín­an verðmæti úr úr­gangi.

Fyr­ir­tækið hef­ur unnið með fé­lags­leg­um frum­kvöðlum frá viðkvæm­um heims­horn­um til að skapa meðbyr fyr­ir þau sem þurfa á hon­um að halda. Lín­an fær­ir því hand­verki þeirra virðingu og vægi. Fé­lags­leg­ir frum­kvöðlar eru ein­stak­ling­ar sem helga sig að því að breyta heim­in­um til hins betra.

Í nýju MÄVINN lín­unni má finna 18 fal­leg­ar og hand­unn­ar vör­ur sem end­ur­spegla hæfni og sköp­un­ar­gleði hand­verks­fólks í Bangla­dess, Indlandi, Indó­nes­íu og Jórdan­íu og Taílandi.

Í lín­unni er að finna ofin loft­ljós sem gefa hlý­lega birtu en eru líka fal­leg ef fólk vill létta stemn­ing­una á heim­il­inu. Þar eru líka ofn­ar diskamott­ur, rönd­ótt­ir dúk­ar í fal­legu munstri, púðar, teppi og allt það helsta sem til þarf til þess að fegra heim­ili fólks. 

Handverksfólk í Bangladess, Indlandi, Indónesíu, Jórdaníu og Taílandi vann línuna …
Hand­verks­fólk í Bangla­dess, Indlandi, Indó­nes­íu, Jórdan­íu og Taílandi vann lín­una í sam­starfi við Ikea. Ljós­mynd/​Ikea
Þessi ljós eru í línunni en þau eru ofin og …
Þessi ljós eru í lín­unni en þau eru ofin og koma með hlý­leika inn á heim­ili. Þau standa ein og sér en eru líka fal­leg nokk­ur sam­an. Ljós­mynd/​Ikea
Í línunni eru körfur í mismunandi útfærslum.
Í lín­unni eru körf­ur í mis­mun­andi út­færsl­um. Ljós­mynd/​Ikea
Vörurnar eru meðal annars unnar úr bananahýði.
Vör­urn­ar eru meðal ann­ars unn­ar úr ban­ana­hýði. Ljós­mynd/​Ikea
Hér má sjá púða með líflegu munstri og dúka rauðum …
Hér má sjá púða með líf­legu munstri og dúka rauðum og bleik­um lit. Ljós­mynd/​Ikea
Hér er handverkskona með ofna diskamottu sem prýðir línuna.
Hér er hand­verks­kona með ofna diskamottu sem prýðir lín­una. Ljós­mynd/​Ikea
Ljós­mynd/​Ikea
Í línunni eru litríkjir diskar og dúkar sem koma með …
Í lín­unni eru lit­ríkj­ir disk­ar og dúk­ar sem koma með ör­lítið meira stuð inn á heim­ilið án þess að stemn­ing­in sé eins og í sirkús. Ljós­mynd/​Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda