Ragna Sif selur parhúsið á Kársnesi

Húsið er við Huldubraut.
Húsið er við Huldubraut.

Ragna Sif Þórs­dótt­ir inn­an­húss­hönnuður og ljós­mynd­ari hef­ur sett glæsi­legt par­hús sitt á Kárs­nes­inu í Kópa­vogi á sölu.

Um er að ræða 238 fer­metra vandað par­hús á eft­ir­sótt­um stað á Kárs­nes­inu. Húsið stát­ar af sér­smíðuðum spón­lögðum inn­rétt­ing­um, marm­ara­eyju, gólfsíðum glugg­um sem veita fal­legt út­sýni og góðri loft­hæð.

Húsið skipt­ist á tvær hæðir. Á neðri hæðinni má finna for­stof­una, svefn­her­bergi, þvotta­hús, geymslu og tveggja her­bergja auka­í­búð með sér­inn­gangi sem auðvelt er að sam­eina aft­ur aðal­hús­inu.

Á efri hæð er að finna rúm­góða stofu, glæsi­legt baðher­bergi, rúm­gott svefn­her­bergi og eld­húsið, það er sér­lega glæsi­legt með sér­smíðaðri inn­rétt­ingu úr reyktri eik og stórri marm­ara­klæddri eyju með gashellu­borði.

Í stof­unni eru stór­ir glugg­ar með fallegu útsýni og útgengt …
Í stof­unni eru stór­ir glugg­ar með fal­legu út­sýni og út­gengt er út á sval­ir frá stof­unni.
Eldhúsið er með fallegri sérsmíðaðri innréttingu úr reyktri eik og …
Eld­húsið er með fal­legri sér­smíðaðri inn­rétt­ingu úr reyktri eik og stórri marm­ara­klæddri eyju sem set­ur skemmti­leg­an svip inn á eld­húsið.

Garður­inn er gró­inn og fal­lega skipu­lagður með heit­um potti, ver­önd og hellu­lögðu bíla­plani með hitaí­lögn.

Sjá nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Huldu­braut 15b

Stór og myndarlegur garður, ásamt heitum potti, prýðir húsið.
Stór og mynd­ar­leg­ur garður, ásamt heit­um potti, prýðir húsið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda