Ragna Sif Þórsdóttir innanhússhönnuður og ljósmyndari hefur sett glæsilegt parhús sitt á Kársnesinu í Kópavogi á sölu.
Um er að ræða 238 fermetra vandað parhús á eftirsóttum stað á Kársnesinu. Húsið státar af sérsmíðuðum spónlögðum innréttingum, marmaraeyju, gólfsíðum gluggum sem veita fallegt útsýni og góðri lofthæð.
Húsið skiptist á tvær hæðir. Á neðri hæðinni má finna forstofuna, svefnherbergi, þvottahús, geymslu og tveggja herbergja aukaíbúð með sérinngangi sem auðvelt er að sameina aftur aðalhúsinu.
Á efri hæð er að finna rúmgóða stofu, glæsilegt baðherbergi, rúmgott svefnherbergi og eldhúsið, það er sérlega glæsilegt með sérsmíðaðri innréttingu úr reyktri eik og stórri marmaraklæddri eyju með gashelluborði.
Garðurinn er gróinn og fallega skipulagður með heitum potti, verönd og hellulögðu bílaplani með hitaílögn.
Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Huldubraut 15b