Í sölu er fjögurra herbergja íbúð í Skipalóni. Eignin er skráð 108 fermetrar en henni fylgir 6,9 fermetra sérgeymsla í kjallara.
Eignin skiptist í stofu og borðstofu, þaðan sem útgengt er út á rúmgóðar suðvestursvalir með svalalokun. Inn af stofu er opið inn í eldhúsið sem er búið fallegum eikarinnréttingum og vönduðum tækjum.
Þrjú herbergi eru í íbúðinni, öll rúmgóð og með fataskápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, fallega innréttað með sturtu. Þvottahús er innan íbúðar.
Parket er á gólfum en flísar í votrýmum og forstofu.
Húsið var byggt 2016 og er viðhaldslétt að utan. Stutt er í verslanir, sund og miðbæ Hafnarfjarðar.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Skipalón 7