Langar þig að breyta heimilinu og fá inn örlítið nýjan tón? Nýja liti, nýja lykt, nýja stemningu? Og bæta hljóðvistina? Þá gætu þessir munir heillað þig upp úr skónum.
Það þarf náttúruleg efni, ull, bómull og hör, til þess að gera heimilið hlýlegra. Hangandi gluggatjöld, eða vængir eins og sumir kalla þau, njóta aukinna vinsælda því þau eru bæði falleg og svo bæta þau hljóðvist. Í stórum húsum þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja geta mottur, gluggatjöld og listaverk skipt heilmiklu máli.
Textíldeildin í Svenskt Tenn er eins og himnaríki fyrir efnaelskendur. Þar er hægt að kaupa gluggatjaldaefni, áklæði á sófa og svo gætir þú líka saumað þér kjól í stíl við borðdúkinn ef þú vilt gera betur við þig en vanalega. Það að fara í heimsókn í Svenskt Tenn er eins og að fara á listasafn. Andinn lyftist.
Ljósmynd/Svenskt Tenn
Montana Free-hillurnar þykja mikið góss. Þegar búið er að fylla stóra hillusamstæðu af bókum snarbreytist hljóðvistin. Hillurnar fást í Epal.
Ljósmynd/Epal
Flos Ariette-veggljósið er í stærðinni 100×100 cm. Það varð arfavinsælt hérlendis á níunda áratugnum og sást gjarnan heima hjá auðmönnum þess tíma. Þessu ljósi fylgir ákveðin fortíðarþrá. Ef þér fannst þetta ljós það flottasta sem þú vissir um þegar þú varst lítil þá ættir þú að láta það eftir þér að kaupa það núna. Það fæst í Casa og kostar 64.900 kr.
Ef þú þarft upplyftingu inn í hversdaginn gæti sænska hefðarkattaverslunin Svenskt Tenn komið þér í gott skap. Hér má sjá guðdómlegan púða frá breska hönnunarfyrirtækinu GP & J Baker sem stofnað var 1884. Púðinn kostar um 23.000 kr. en svo bætist við sendingarkostnaður og tollur. Verslunin er staðsett á besta stað í Stokkhólmi, við bátahöfnina, ef þú ert á ferðinni.
Ljósmynd/Svenskt Tenn
Púðinn frá Chhatwal & Jonsson er sérlega heillandi og kemur með nýjan takt inn á heimilið. Púðinn er frá sænsku hönnunarfyrirtæki sem þykir fantaflott. Púðinn kostar 14.900 kr. og fæst í Calmo.
Ljósmynd/Calmo
Ullarteppin frá Tekla eru óvenjufalleg. Þau fást í Epal.