Fáðu nýja orku inn á heimilið

Það er auðvelt að falla fyrir Togo-sófanum sem hefur heillað …
Það er auðvelt að falla fyrir Togo-sófanum sem hefur heillað mannkynið síðan 1973, þegar hann var hannaður. Michel Ducaroy hannaði sófann fyrir Ligne Roset og allar götur síðan hefur hann átt sín augnablik. Hann er kannski ekki fyrir alla en fólk með ríkt fegurðarskyn hefur kunnað að meta sófann. Hægt er að fá hann í fjölmörgum litum og úr mismunandi efnum. Hann fæst í Calmo og fer verðið eftir því hvað hann er stór og í mörgum stykkjum.

Lang­ar þig að breyta heim­il­inu og fá inn ör­lítið nýj­an tón? Nýja liti, nýja lykt, nýja stemn­ingu? Og bæta hljóðvist­ina? Þá gætu þess­ir mun­ir heillað þig upp úr skón­um.

Það þarf nátt­úru­leg efni, ull, bóm­ull og hör, til þess að gera heim­ilið hlý­legra. Hang­andi glugga­tjöld, eða væng­ir eins og sum­ir kalla þau, njóta auk­inna vin­sælda því þau eru bæði fal­leg og svo bæta þau hljóðvist. Í stór­um hús­um þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja geta mott­ur, glugga­tjöld og lista­verk skipt heil­miklu máli.

Textíldeildin í Svenskt Tenn er eins og himnaríki fyrir efnaelskendur. …
Tex­tíl­deild­in í Svenskt Tenn er eins og himna­ríki fyr­ir efna­elsk­end­ur. Þar er hægt að kaupa glugga­tjalda­efni, áklæði á sófa og svo gæt­ir þú líka saumað þér kjól í stíl við borðdúk­inn ef þú vilt gera bet­ur við þig en vana­lega. Það að fara í heim­sókn í Svenskt Tenn er eins og að fara á lista­safn. And­inn lyft­ist. Ljós­mynd/​Svenskt Tenn
Montana Free-hillurnar þykja mikið góss. Þegar búið er að fylla …
Mont­ana Free-hill­urn­ar þykja mikið góss. Þegar búið er að fylla stóra hillu­sam­stæðu af bók­um snar­breyt­ist hljóðvist­in. Hill­urn­ar fást í Epal. Ljós­mynd/​Epal
Flos Ariette-veggljósið er í stærðinni 100×100 cm. Það varð arfavinsælt …
Flos Ariette-vegg­ljósið er í stærðinni 100×100 cm. Það varð arfa­vin­sælt hér­lend­is á ní­unda ára­tugn­um og sást gjarn­an heima hjá auðmönn­um þess tíma. Þessu ljósi fylg­ir ákveðin fortíðarþrá. Ef þér fannst þetta ljós það flott­asta sem þú viss­ir um þegar þú varst lít­il þá ætt­ir þú að láta það eft­ir þér að kaupa það núna. Það fæst í Casa og kost­ar 64.900 kr.
Ef þú þarft upplyftingu inn í hversdaginn gæti sænska hefðarkattaverslunin …
Ef þú þarft upp­lyft­ingu inn í hvers­dag­inn gæti sænska hefðarkatta­versl­un­in Svenskt Tenn komið þér í gott skap. Hér má sjá guðdóm­leg­an púða frá breska hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu GP & J Baker sem stofnað var 1884. Púðinn kost­ar um 23.000 kr. en svo bæt­ist við send­ing­ar­kostnaður og toll­ur. Versl­un­in er staðsett á besta stað í Stokk­hólmi, við báta­höfn­ina, ef þú ert á ferðinni. Ljós­mynd/​Svenskt Tenn
Púðinn frá Chhatwal & Jonsson er sérlega heillandi og kemur …
Púðinn frá Chhatwal & Jons­son er sér­lega heill­andi og kem­ur með nýj­an takt inn á heim­ilið. Púðinn er frá sænsku hönn­un­ar­fyr­ir­tæki sem þykir fanta­flott. Púðinn kost­ar 14.900 kr. og fæst í Calmo. Ljós­mynd/​Calmo
Ullarteppin frá Tekla eru óvenjufalleg. Þau fást í Epal.
Ull­artepp­in frá Tekla eru óvenju­fal­leg. Þau fást í Epal.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda