Arnar Þór býr í einstöku húsi í Arnarnesinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Dóm­ar­inn Arn­ar Þór Jóns­son býr í heill­andi húsi í Arn­ar­nes­inu ásamt eig­in­konu sinni, Hrafn­hildi Sig­urðardótt­ur, og fimm börn­um þeirra. Fjöl­skyld­an hef­ur búið í hús­inu í sex ár en það sem heillaði þau var að húsið er byggt í hring. Í miðju húss­ins er garður sem er mjög óvenju­legt þegar kem­ur að ís­lensk­um heim­il­um. Það var líka annað sem hentaði fjöl­skyld­unni og það var að í hús­inu eru fimm barna­her­bergi sem passaði akkúrat þannig að öll börn­in hefðu sér­her­bergi. 

    Arn­ar þekk­ir göt­una vel því hann er al­inn upp í öðru húsi í göt­unni og var meira í því að gera dyra­at í hús­inu þegar hann var dreng­ur. Það var list­mál­ar­inn Pét­ur Friðrik Sig­urðsson sem byggði húsið og bjó þar ásamt því að vera með vinnu­stofu í hús­inu. Mósaík-lista­verkið í hús­inu er til dæm­is eft­ir Pét­ur en hann náði ekki að leggja loka­hönd á það fyr­ir and­látið. Það skipt­ir engu máli hvort verkið sé klárað eða ekki því það er mik­il heim­il­isprýði. 

    Arn­ar seg­ir frá því í Heim­il­is­lífi að það sé mjög ólíkt hon­um að opna heim­ili sitt í slík­um þætti en ját­ar að veir­an hafi hrisst upp í til­veru hans. Eft­ir alla heima­vinn­una síðasta eina og hálfa árið hafi hann áttað sig bet­ur á því hvað skipt­ir hann máli í líf­inu. Hann komst til dæm­is að því að hon­um líður frek­ar vel í mótvindi og í brekku. Það er lík­lega þess vegna sem hann býður sig fram í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda