Arnar Þór býr í einstöku húsi í Arnarnesinu

Dómarinn Arnar Þór Jónsson býr í heillandi húsi í Arnarnesinu ásamt eiginkonu sinni, Hrafnhildi Sigurðardóttur, og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan hefur búið í húsinu í sex ár en það sem heillaði þau var að húsið er byggt í hring. Í miðju hússins er garður sem er mjög óvenjulegt þegar kemur að íslenskum heimilum. Það var líka annað sem hentaði fjölskyldunni og það var að í húsinu eru fimm barnaherbergi sem passaði akkúrat þannig að öll börnin hefðu sérherbergi. 

Arnar þekkir götuna vel því hann er alinn upp í öðru húsi í götunni og var meira í því að gera dyraat í húsinu þegar hann var drengur. Það var listmálarinn Pétur Friðrik Sigurðsson sem byggði húsið og bjó þar ásamt því að vera með vinnustofu í húsinu. Mósaík-listaverkið í húsinu er til dæmis eftir Pétur en hann náði ekki að leggja lokahönd á það fyrir andlátið. Það skiptir engu máli hvort verkið sé klárað eða ekki því það er mikil heimilisprýði. 

Arnar segir frá því í Heimilislífi að það sé mjög ólíkt honum að opna heimili sitt í slíkum þætti en játar að veiran hafi hrisst upp í tilveru hans. Eftir alla heimavinnuna síðasta eina og hálfa árið hafi hann áttað sig betur á því hvað skiptir hann máli í lífinu. Hann komst til dæmis að því að honum líður frekar vel í mótvindi og í brekku. Það er líklega þess vegna sem hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál