Svona náði Katrín að safna fyrir fyrstu íbúð

Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir er ung kona á uppleið. Hún er í sálfræðinámi í Háskóla Íslands og í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Árið 2019 festu hún og kærasti hennar, Þórgnýr Einar Albertsson, kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er 50 fm að stærð og er mjög vel nýtt. 

Áður en Katrín og Þórgnýr fluttu inn þurfti að mála íbúðina, skipta um rafmagnstöflu og gólflista svo eitthvað sé nefnt. Hún segir að það hafi verið mjög mikil viðbrigði að flytja að heiman. Til dæmis að klósettpappír kostaði peninga og svo kom henni mjög á óvart hvað allt verður skítugt strax. 

Katrín náði að safna fyrir útborgun í íbúð með því að fá að búa frítt í foreldrahúsum og svo eru þau Þórgnýr Vegan og segir Katrín að það felist mikill sparnaður í því. 

Var ekki stórt skref að flytja að heiman?

„Fyrir mitt leiti fannst mér þetta ekkert mál. Ég er búin að vera skilnaðarbarn síðan ég var sjö ára og búin að eiga fullt af mismunandi heimilum. Kærastinn minn var aftur á móti búinn að búa í sama húsi nánast alla tíð og því var þetta stærra mál fyrir hann,“ segir Katrín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda