Svona náði Katrín að safna fyrir fyrstu íbúð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Katrín Sig­ríður Júlíu Stein­gríms­dótt­ir er ung kona á upp­leið. Hún er í sál­fræðinámi í Há­skóla Íslands og í þriðja sæti á lista Viðreisn­ar í Reykja­vík. Árið 2019 festu hún og kær­asti henn­ar, Þórgnýr Ein­ar Al­berts­son, kaup á sinni fyrstu íbúð. Íbúðin er 50 fm að stærð og er mjög vel nýtt. 

    Áður en Katrín og Þórgnýr fluttu inn þurfti að mála íbúðina, skipta um raf­magn­stöflu og gólfl­ista svo eitt­hvað sé nefnt. Hún seg­ir að það hafi verið mjög mik­il viðbrigði að flytja að heim­an. Til dæm­is að kló­sett­papp­ír kostaði pen­inga og svo kom henni mjög á óvart hvað allt verður skít­ugt strax. 

    Katrín náði að safna fyr­ir út­borg­un í íbúð með því að fá að búa frítt í for­eldra­hús­um og svo eru þau Þórgnýr Veg­an og seg­ir Katrín að það fel­ist mik­ill sparnaður í því. 

    Var ekki stórt skref að flytja að heim­an?

    „Fyr­ir mitt leiti fannst mér þetta ekk­ert mál. Ég er búin að vera skilnaðarbarn síðan ég var sjö ára og búin að eiga fullt af mis­mun­andi heim­il­um. Kærast­inn minn var aft­ur á móti bú­inn að búa í sama húsi nán­ast alla tíð og því var þetta stærra mál fyr­ir hann,“ seg­ir Katrín. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda