„Ég vil ekki að heimilið vaxi mér yfir höfuð“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þór­unn Rakel Gylfa­dótt­ir, eða Rakel eins og hún er oft­ast kölluð, býr í dá­sam­legri út­sýnis­íbúð í vest­ur­bæn­um. Rakel er kona sem læt­ur drauma sína ræt­ast og það er kannski þess vegna sem hún gaf út sína fyrstu skáld­sögu á dög­un­um, Akam, ég og Annika.

    Bók­in fjall­ar um Hrafn­hildi sem neyðist til að flytja til Þýska­lands með fjöl­skyldu sinni þegar stjúp­faðir henn­ar fær þar vinnu. Nýi skól­inn er mjög strang­ur og hún sakn­ar pabba síns og ömmu, en aðallega bestu vin­konu sinn­ar. Þegar hún kynn­ist hinum krökk­un­um í skól­an­um renna hins veg­ar á hana tvær grím­ur. Vissu­lega er erfitt að vera nýja stelp­an í bekkn­um, mál­laus og vina­laus, en það virðist vera til verra hlut­skipti. Hrafn­hild­ur þarf á öllu sínu hug­rekki að halda þegar hún tekst á við áskor­an­ir sem hana hefði ekki einu sinni grunað að væru til. Hverj­um get­ur hún eig­in­lega treyst? Af hverju vill Annika endi­lega vera vin­kona henn­ar – og í hvaða vand­ræðum er Akam?

    Aft­ur að heim­il­inu. 

    Rakel féll fyr­ir íbúðinni í vest­ur­bæn­um vegna þess að hún sá svo mikla mögu­leika á að breyta henni og gera hana að sinni. Hún festi kaup á íbúðinni með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um en eft­ir að leiðir þeirra skildi gat hún ekki hugsað sér að búa ann­arsstaðar. 

    „Ég er alin upp á fjórðu hæði í Hafnar­f­irði. Mig hef­ur aldrei langað til að búa í ein­býl­is­húsi eða raðhúsi. Ég vil ekki að heim­ilið vaxi mér yfir höfuð,“ seg­ir Rakel í þætt­in­um Heim­il­is­lífi.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda