Sambandið styrktist við að gera draumahúsið upp

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir Borg­ar­leik­hús­stjóri og Heim­ir Sverris­son leik­mynda­hönnuður eru ein­stakt par. Sköp­un­ar­kraft­ur­inn ræður ríkj­um á heim­ili þeirra en fyr­ir nokkru síðan festu þau kaup á ein­býl­is­húsi nokkru sem þau keyptu af Gunn­ari Smára Eg­ils­syni.

    Þegar þau festu kaup á hús­inu vildu þau gera það að sínu en um leið bera virðingu fyr­ir hönn­un húss­ins. Það er því margt í hús­inu sem minn­ir á fyrri tíma þótt allt sé ný­upp­gert. Eins og til dæm­is gulu flís­arn­ar á baðher­berg­inu og í eld­hús­inu. 

    Bryn­hild­ur seg­ir að hún sé svo­lít­ill mexí­kani í sér og eigi það til að velja mjög glaða liti á veggi ef hún ræður för. Heim­ir hef­ur hins­veg­ar svo­lítið aðra sýn en hann vinn­ur við að að búa til leik­mynd­ir fyr­ir aug­lýs­ing­ar og kvik­mynd­ir og hef­ur ein­staka næmni fyr­ir því að blanda hlut­um sam­an. Hann kann að búa til þetta „zen“ sem ger­ir það að verk­um að fólki líður ein­stak­lega vel heima hjá sér. 

    Hann vildi til dæm­is hafa striga­vegg­fóður í hús­inu og fann slíkt í Bretlandi og eru nokkr­ir vegg­ir í hús­inu vegg­fóðraðir með því. Það gef­ur yf­ir­bragði húss­ins skemmti­legt yf­ir­bragð. Í eld­hús­inu vildu þau hafa létta stemn­ingu og lítið af efri skáp­um. 

    Eins og sést á þess­um nýj­asta Heim­il­is­lífs-þætti þá eru Bryn­hild­ur og Heim­ir ekki bara góð í því að gera fal­legt í kring­um sig held­ur líka fer­lega skemmti­leg! 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda