Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfirði hefur alltaf heillast af gömlum húsum og gömlum húsgögnum. Þegar hún var stelpa var herbergið hennar stundum eins og hjá gamalli konu því hún heillaðist af hlutum með sögu.
Þegar Rósa var unglingur gekk hún daglega framhjá reisulegu húsi í gamla bænum í Hafnarfirði. Hún átti sér þann draum að búa í húsinu þegar hún yrði stór. Fyrir um 30 árum kom húsið á sölu og ákváðu Rósa og eiginmaður hennar, Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi, að kaupa húsið.
Síðan þá hafa breytt húsinu töluvert. Skipt um eldhús, byggt við húsið og gert það að sínu. Heimilið er hlýlegt og fallegt og fá eldri húsgögn að njóta sín en Rósa er hrifin af tekk-húsgögnum og er sérlega hrifin af grænbláum. Mikið af húsgögnunum heima hjá fjölskyldunni hefur Rósa fundið á síðum sem selja notuð húsgögn. Bláa sófasettið í stofunni var til dæmis sótt upp á Akranes svo dæmi sé tekið.