„Það er þröngt um okkur en okkur líður vel“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Líf Magneu­dótt­ir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna er um­hverf­i­s­væn og nýt­in. Hún kaup­ir helst ekki nýja hluti og á heim­ili henn­ar og fjöl­skyld­unn­ar er að finna hluti með sögu. Líf er heilluð af fal­leg­um lista­verk­um og á heim­il­inu spila ljós­mynd­ir og lista­verk stórt hlut­verk. Í vor stefn­ir Líf á að leiða lista Vinstri grænna í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og seg­ir að lífið í borg­ar­stjórn sé líf­legt og skemmti­legt. 

    Þegar Líf var lít­il flutti hún oft og seg­ir að það hafi mótað hana. Í dag vill hún hvergi ann­arsstaðar vera en í Vest­ur­bæn­um og kann að meta það sem hverfið hef­ur upp á að bjóða. 

    Áður en Líf og maður henn­ar, Snorri Stef­áns­son, fundu þessa björtu og fal­legu íbúð bjuggu þau með þrjú börn í kjall­ara og þurftu meira pláss. Þau voru búin að leita að hent­ugra hús­næði í eitt og hálft ár þegar þessi skoðuðu þessa íbúð.

    Í íbúðinni voru tvær stór­ar stof­ur en með því að fórna ann­arri þeirra und­ir eld­hús var hægt að breyta her­bergja­skip­an og fá þannig rýmið til að passa vel utan um fjöl­skyld­una. Stuttu eft­ir að þau fluttu inn varð Líf ólétt að fjórða barn­inu og seg­ist nú vera á hött­un­um eft­ir stærra hús­næði því börn­in séu að stækka og dæt­ur henn­ar þrái að eiga sér­her­bergi.

    Íbúðin er 119 fm og þegar Líf er spurð að því hvernig þau fari að því að halda öllu í horf­inu seg­ir hún að þetta snú­ist allt um skipu­lag. 

    „Mér finnst ég alltaf vera að taka til,“ seg­ir Líf og upp­lýs­ir að þau þrífi alltaf á sunnu­dög­um. Þá setja þau hlaðvarp eða hljóðbók í eyr­un og hefjast handa. 

    Hún er kraft­mik­il og dug­leg og þegar hún er spurð að því hvað drífi hana áfram seg­ist hún vera meira með þá að hreinu hvað drífi hana ekki áfram. Og hvað skyldi það vera?

    „Pen­ing­ar og völd drífa mig ekki áfram,“ seg­ir hún.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda