Féllu fyrir hvor annarri og útsýnisíbúð í Garðabænum

Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í Garðabæ býr ásamt eiginkonu sinni, Bylgju Hauksdóttur, fiskútflytjanda í einstakri útsýnisíbúð í Garðabænum. Þær voru báðar fráskildar þegar þær hnutu um hvor aðra og voru ekki á leið í annað samband. Það var Brynja Gunnarsdóttir útfararstjóri, betur þekkt sem Brynja hans Bubba, sem kom þeim saman. Eftir að hafa borðað kvöldverð saman var ekki aftur snúið. 

Sara Dögg og Bylgja höfðu rætt það sín á milli að þær ætluðu ekki að ganga í hjónaband en einn góðan veðurdag árið 2009 kom Bylgja á óvart. Hún skipulagði brúðkaup frá a-ö án þess að upplýsa Söru Dögg um það. Þennan fallega dag hélt Sara Dögg að hún væri að fara í hádegisverð með þáverandi sjávarútvegsráðherra en endaði daginn sem gift kona. 

Sara Dögg var á þessum tíma skólastjóri hjá Hjallastefnunni og mætti í vinnuna hvern dag í rauðu flísvesti. Bylgja hafði beðið hana að klæða sig upp á fyrst þær væru að fara í þennan fína hádegisverð. Annars hefði hún gengið upp að altarinu í rauða Hjallastefnuvestinu. 

Áður en Sara Dögg og Bylgja fluttu í útsýnisíbúðina í Urriðaholti bjuggu þær í stóru einbýlishúsi í Garðabæ. Þær eru barnalausar og langaði að breyta til. Langaði til að búa minna og ferðast meira. Þegar þær komu inn í þessa íbúð var ekki aftur snúið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda