Var heimilislaus þegar hún flutti til Íslands og keypti íbúð með dætrunum

Kolbrún Róbertsdóttir myndlistarmaður, heilsumarkþjálfi, tarotlesari og jógakennari flutti til Íslands þegar veiran skall á. Þá hafði hún búið á Spáni í tíu ár og rekið þar jógastúdíó. Úr varð að hún keypti íbúð með dætrum sínum á Suðurnesjum sem þær gerðu upp í sameiningu. Nú búa þær í annarri íbúð í Hafnarfirði sem þær gerðu upp saman.

„Við dæturnar ákváðum að kaupa saman eign og gerðum hana upp,“ segir Kolbrún sem er mjög handlagin en hún málar allt sjálf og smíðar innihurðar og kertaarinn svo eitthvað sé nefnt.

Kolbrún rak verslunina Augnakonfekt og er mikið af innbúinu úr þeirri verslun. Þegar hún er spurð að því hvort þær mæðgur séu sammála um heimilisstílinn er hún fljót að svara. 

„Ég er smá að svína yfir þær. Þær eiga einn og einn hlut,“ segir hún og hlær. 

Íbúðin er akrílspörsluð að innan en það gerði Kolbrún sjálf ásamt því að steypa borðplöturnar í eldhúsinu. Hún er vön að bjarga sér og segir að hún hafi þurfti að finna út úr hlutunum þar sem hún lá ekki á digrum sjóðum þegar hún flutti til Íslands. Auk þess að gera upp íbúðir málar hún myndir en um þessar mundir sýnir hún verk sín í Energia í Smáralind. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda