„Mér leist ekkert á þetta hús“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Stein­grím­ur Þór­halls­son tón­skáld og org­an­isti í Nes­kirkju hef­ur komið sér upp æv­in­týra­heimi í Kópa­vogi. Þar býr hann ásamt eig­in­konu sinni, flautu­leik­ar­an­um Pamelu De Sensi Krist­bjarg­ar­dótt­ur, sem er frá Suður-Ítal­íu. 

    Hjón­in hnutu hvort um annað þegar Stein­grím­ur lærði kirkju­tónlist í Páfag­arði í Róm. Hann lokkaði hana til Íslands og eft­ir að hafa búið sam­an á Hólma­vík og í Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík sá Pamela húsið í Kópa­vog­in­um aug­lýst og vildi ólm fara og skoða það. 

    „Mér leist ekk­ert á þetta hús,“ seg­ir Stein­grím­ur þegar hann er spurður út í heim­ili þeirra hjón­anna. Svo lét hann til­leiðast og fór með henni að skoða það. Þau hjón­in sáu strax mögu­leika í því að búa sér gott heim­ili. 

    „Það þurfti að gera allt fyr­ir húsið bæði að inn­an og utan,“ seg­ir hann. Þau fóru strax í að skipta um gól­f­efni og glugga og setja upp nýj­ar inn­rétt­ing­ar.  

    „Við erum búin að vera svo lengi hér að það er eig­in­lega tími til að gera þetta aft­ur,“ seg­ir hann og hlær. Pamela kom strax með þá hug­mynd að gera dyr úr eld­hús­inu út í garð. Hon­um fannst þetta af­leitt því hann taldi að þetta væri allt of dýrt og mikið vesen. Svo lét hann til­leiðast og sér ekki eft­ir því. Þess­ar dyr eru hugs­an­lega mest notuðu dyr heim­il­is­ins því Stein­grím­ur ver mikl­um tíma í garðinum og í gróður­hús­inu þar sem hann rækt­ar ma­t­jurtir og græn­meti. 

    Í þætt­in­um Heim­il­is­lífi ræðir hann um tón­list­ina, kaffi­bind­indið og hvernig það er að koma sér á fram­færi er­lend­is en hann er þess­ar mund­ir að semja tónlist fyr­ir Uni­versal á Norður­lönd­un­um. Hann ját­ar að það sé ekki full vinna í dag en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda