„Mér leist ekkert á þetta hús“

Steingrímur Þórhallsson tónskáld og organisti í Neskirkju hefur komið sér upp ævintýraheimi í Kópavogi. Þar býr hann ásamt eiginkonu sinni, flautuleikaranum Pamelu De Sensi Kristbjargardóttur, sem er frá Suður-Ítalíu. 

Hjónin hnutu hvort um annað þegar Steingrímur lærði kirkjutónlist í Páfagarði í Róm. Hann lokkaði hana til Íslands og eftir að hafa búið saman á Hólmavík og í Vesturbænum í Reykjavík sá Pamela húsið í Kópavoginum auglýst og vildi ólm fara og skoða það. 

„Mér leist ekkert á þetta hús,“ segir Steingrímur þegar hann er spurður út í heimili þeirra hjónanna. Svo lét hann tilleiðast og fór með henni að skoða það. Þau hjónin sáu strax möguleika í því að búa sér gott heimili. 

„Það þurfti að gera allt fyrir húsið bæði að innan og utan,“ segir hann. Þau fóru strax í að skipta um gólfefni og glugga og setja upp nýjar innréttingar.  

„Við erum búin að vera svo lengi hér að það er eiginlega tími til að gera þetta aftur,“ segir hann og hlær. Pamela kom strax með þá hugmynd að gera dyr úr eldhúsinu út í garð. Honum fannst þetta afleitt því hann taldi að þetta væri allt of dýrt og mikið vesen. Svo lét hann tilleiðast og sér ekki eftir því. Þessar dyr eru hugsanlega mest notuðu dyr heimilisins því Steingrímur ver miklum tíma í garðinum og í gróðurhúsinu þar sem hann ræktar matjurtir og grænmeti. 

Í þættinum Heimilislífi ræðir hann um tónlistina, kaffibindindið og hvernig það er að koma sér á framfæri erlendis en hann er þessar mundir að semja tónlist fyrir Universal á Norðurlöndunum. Hann játar að það sé ekki full vinna í dag en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda