Heimilið breyttist þegar Sara flutti inn

Ásgrímur Geir Logason leikari og hlaðvarpsstjarna býr í fallegri íbúð í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur og kærustu sinni. Ásgrímur, eða Ási eins og hann er kallaður, heldur úti hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn þar sem hann tekur viðtöl við hjón og pör. Hlaðvarpið hefur notið mikilla vinsælda sem kemur ekki á óvart því fólk hefur takmarkalausan áhuga á samskiptum kynjanna.

Ási keypti íbúðina 2019 með fyrrverandi kærustu og barnsmóður. Þegar þau fóru hvort í sína áttina varð hann eftir í íbúðinni.

„Ég var mjög heppinn að vera hérna áfram. Ég á tvö börn og það er erfitt að finna góða fjögurra herbergja íbúð,“ segir Ási sem er uppalinn í Kópavoginum og vill helst ekki annars staðar vera. 

Svo kom þar að hann kynntist konu og segir Ási að heimilið hafi breyst mikið eftir að hún flutti inn. Ástin í lífinu heitir Sara Davíðsdóttir og er einkaþjálfari og flugfreyja. 

„Ég breytti um fíling eftir að Sara flutti inn,“ segir Ási sem er alsæll með lífið í Kópavoginum. Hann segir að það séu forréttindi að búa svona miðsvæðis en áður bjó hann á Völlunum í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda