Fríða Freyja býr í ævintýrakastala í Garðabæ

Fríða Freyja Gísladóttir listmálari og eigandi Hamingjuhofsins er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún býr ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þór Ásgeirssyni, í fallegu húsi í Garðabæ. Þau hafa búið saman í húsinu síðustu 15 ár og á þeim tíma hefur heimilið tekið nokkrum breytingum. 

Þegar þau byrjuðu að búa saman voru þau með fimm börn á heimilinu en þeim hefur fækkað örlítið síðustu ár. Hafa flogið úr hreiðrinu eitt af öðru. Þau hafa þó þá reglu að reyna að borða saman öll fjölskyldan einu sinni í viku og þess vegna þurfti að koma fyrir risastóru borðstofuborði inni í stofu. Til að borðið kæmist fyrir þurfti að færa sparistofuna yfir í næstu stofu og svo smíðaði Sigurður borðið inni í húsinu. Það var ekki möguleiki á að koma því inn í húsið öðruvísi. 

Þótt þau hjónin hafi breytt og bætt síðan þau fluttu inn finnst Fríðu skipta máli að kunna að meta það sem fyrir er. Í húsinu er til dæmis mikið af palesandervið, sem er eftir bestu heimildum nánast útdauður, og því hefur ekki verið hróflað við honum. 

„Við höfum heiðrað sál hússins,“ segir Fríða en eins og sjá má er heimilið eins og ævintýrakastali. Fríða er líka eins og ævintýradrottning með sitt síða hár en þess má geta að hún hefur ekki klippt hár sitt í tíu ár. 

„Ég hleð orkunni niður í hárið. Þetta er eins og loftnet. Við erum tengdari lífsorkunni í gegnum hárið. Ég elska að heiðra gyðjuna sem býr innra með mér. Ég er að heila þetta heilaga kvenlega,“ segir Fríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda