Fríða Freyja býr í ævintýrakastala í Garðabæ

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fríða Freyja Gísla­dótt­ir list­mál­ari og eig­andi Ham­ingju­hofs­ins er gest­ur Heim­il­is­lífs þessa vik­una. Hún býr ásamt eig­in­manni sín­um, Sig­urði Þór Ásgeirs­syni, í fal­legu húsi í Garðabæ. Þau hafa búið sam­an í hús­inu síðustu 15 ár og á þeim tíma hef­ur heim­ilið tekið nokkr­um breyt­ing­um. 

    Þegar þau byrjuðu að búa sam­an voru þau með fimm börn á heim­il­inu en þeim hef­ur fækkað ör­lítið síðustu ár. Hafa flogið úr hreiðrinu eitt af öðru. Þau hafa þó þá reglu að reyna að borða sam­an öll fjöl­skyld­an einu sinni í viku og þess vegna þurfti að koma fyr­ir risa­stóru borðstofu­borði inni í stofu. Til að borðið kæm­ist fyr­ir þurfti að færa spari­stof­una yfir í næstu stofu og svo smíðaði Sig­urður borðið inni í hús­inu. Það var ekki mögu­leiki á að koma því inn í húsið öðru­vísi. 

    Þótt þau hjón­in hafi breytt og bætt síðan þau fluttu inn finnst Fríðu skipta máli að kunna að meta það sem fyr­ir er. Í hús­inu er til dæm­is mikið af pales­and­ervið, sem er eft­ir bestu heim­ild­um nán­ast út­dauður, og því hef­ur ekki verið hróflað við hon­um. 

    „Við höf­um heiðrað sál húss­ins,“ seg­ir Fríða en eins og sjá má er heim­ilið eins og æv­in­týra­k­astali. Fríða er líka eins og æv­in­týra­drottn­ing með sitt síða hár en þess má geta að hún hef­ur ekki klippt hár sitt í tíu ár. 

    „Ég hleð ork­unni niður í hárið. Þetta er eins og loft­net. Við erum tengd­ari lífs­ork­unni í gegn­um hárið. Ég elska að heiðra gyðjuna sem býr innra með mér. Ég er að heila þetta heil­aga kven­lega,“ seg­ir Fríða.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda