Una keypti æskuheimili sitt í Kópavogi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Leik­stjór­inn Una Þor­leifs­dótt­ir er gest­ur Heim­il­is­lífs þessa vik­una. Hún býr ásamt manni sín­um, Ein­ari Þór Karls­syni, og fimm börn­um þeirra í sögu­legu ein­býl­is­húsi í Kópa­vogi. 

    „Amma mín og afi byggðu þetta hús. Þau fluttu inn í það 1954,“ seg­ir Una og seg­ir frá því að móðir henn­ar hafi verið alin upp í hús­inu. Svo eignuðust for­eldr­ar henn­ar húsið og þar bjó Una þegar hún var að al­ast upp. Það var svo 2019 sem Una og Ein­ar keyptu húsið en þá höfðu þau verið að leita að hús­næði sem myndi rúma þau tvö og börn­in þeirra fimm.

    Þegar Una er spurð að því hvort það hafi verið gam­all draum­ur að eign­ast húsið seg­ir hún svo ekki vera. Þetta hafi eig­in­lega gerst óvart. 

    „Ég og maður­inn minn ákváðum að fara að búa sam­an en við erum sjö,“ seg­ir hún en á sama tíma vildu for­eldra henn­ar minnka við sig. Úr varð að Una og Ein­ar festu kaup á hús­inu og komu sér upp fal­legu heim­ili.

    Una er leik­stjóri verks­ins Síðustu dag­ar Sæ­unn­ar sem sýnt er í Borg­ar­leik­hús­inu. Þar fer Guðrún Gísla­dótt­ir með hlut­verk Sæ­unn­ar en verkið er eft­ir Matth­ías Tryggva Har­alds­son, sem marg­ir tengja við hljóm­sveit­ina Hat­ara. Þegar Una er spurð að því hvernig hafi verið að vinna með dauðann seg­ir hún að það fái fólk til að hugsa. Henn­ar sýn á þetta var að vera í líf­inu eins og það er. Eins og sjá má í Heim­il­is­lífi geng­ur það býsna vel! 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda