Ragna sér verðmæti í því sem aðrir vilja henda

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ragna Sif Þórs­dótt­ir er gest­ur Heim­il­is­lífs að þessu sinni. Hún býr í afar fal­legu húsi í Kópa­vogi sem hún og maður henn­ar keyptu til­búið til inn­rétt­inga. Ragna Sif vissi að hún vildi dökka liti og vildi helst kaupa sem minnst nýtt inn á heim­ilið. Hún er safn­ari sem elsk­ar að finna verðmæti á nytja­mörkuðum og gefa göml­um hlut­um nýj­an til­gang.

    Ragna Sif lærði graf­íska hönn­un og tísku­hönn­un er­lend­is en þegar hún flutti til Íslands eft­ir nám var hún beðin um að hanna íbúðir að inn­an fyr­ir verk­taka í bæn­um. Það verk­efni vatt upp á sig og í dag er hún önn­um kaf­in við að fegra manna­bú­staði og fyr­ir­tæki. Hún hannaði einn nýj­asta og sval­asta stað bæj­ar­ins að inn­an. Hann heit­ir Kram­ber og er fyr­ir fram­an Kram­húsið við Bergstaðastræti.

    Arn­dís Kristjáns­dótt­ir og Lísa Kristjáns­dótt­ir fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur reka staðinn og þurftu að fá Rögnu til liðs við sig til þess að full­komna verkið. Ragna fór ótal­ferðir í Góða hirðinn og á aðra nytja­markaði til þess að finna gaml­ar inn­rétt­ing­ar sem hún lét smíða upp úr. 

    Útkom­an er æv­in­týra­leg! 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda