„Maðurinn missti sig í að smíða“

Kristín Helga Gunnarsdóttir er gestur Heimilislífs að þessu sinni. Hún hefur búið í fallegu einbýlishúsi í Garðabænum í 30 ár ásamt eiginmanni sínum, Helga Geirharðssyni. Á þessum 30 árum hefur húsið tekið heilmiklum breytingum en nú eru dæturnar þrjár orðnar fullorðnar. Síðasta sumar tóku þau garðinn í gegn. Kristín Helga þurfti að draga Helga inn á kvöldin því hann missti sig í að smíða eins og hún orðar það. 

Í garðinum er að finna heitan pott, saunu, garðskála og stóra verönd sem er afgirt. Í garðinum er líka lítið hús sem Kristín Helga notar sem vinnuaðstöðu en hún og Helgi vinna bæði heima og hafa gert lengi. Hún sem rithöfundur og hann verkfræðingur. Kristín Helga starfaði sem fréttamaður á Stöð 2 þegar hún ákvað að segja starfi sínu lausu til þess að láta drauminn rætast. Í stað þess að segja sögur annarra í fréttunum ákvað hún að segja sínar eigin sögur. 

Í dag vinnur hún með Halldóri Baldurssyni teiknara og eru afurðir þeirra bækurnar um Oddnýju Lóu Þorvarðardóttur eða Obbuló í Kósímó. Kristínu Helgu finnst gott að vinna að handverki á meðan hún er að úthugsa plott í bókunum og ber heimili hennar þess merki. Hún elskar að múra og hefur gaman að því að flísaleggja úr afgangsflísum. Eins og sjá má í Heimilislífi hefur Kristín Helga fegrað heimili sitt og fjölskyldunnar og búið til ævintýraheim sem er engum líkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda