Pretty­boitjok­ko heimsóttur í höllina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Pat­rik Snær Atla­son, tón­list­armaður­inn Pretty­boitjok­ko, er gest­ur Heim­il­is­lífs í þess­um fyrsta þætti í nýrri seríu. Hann býr í Hafnar­f­irði og þorir ekki öðru en að læsa alltaf úti­h­urðinni því hann veit aldrei hver bank­ar upp á næst.

    Pat­rik er al­inn upp í Hafnar­f­irði og seg­ist hvergi ann­arsstaðar vilja búa. Hann festi kaup á íbúðinni 2018 og gerði hana upp. Svart­ar inn­rétt­ing­ar prýða eld­húsið og stór tangi aðskil­ur stofu og eld­hús. Hann býr með kær­ustu sinni, Friðþóru Sig­ur­jóns­dótt­ur, en parið byrjaði að hitt­ast síðasta haust. 

    „Við erum mjög náin öll fjöl­skyld­an,“ seg­ir Pat­rik og seg­ist vilja búa sem næst mömmu sinni og pabba og frænk­um sín­um og frænd­um. Þegar íbúðin kom á sölu kom ekk­ert annað til greina en að kaupa hana. Það þurfti þó að taka til hend­inni og Pat­rik var ákveðinn í því að vilja hafa allt svart í íbúðinni og vís­ar þá í inn­rétt­ing­ar og inni­h­urðir. Til að byrja með voru all­ir vegg­ir málaðir grá­ir en Pat­rik seg­ir að það hafi verið aðeins of dökkt. 

    „Þetta var eins og myrkva­höll,“ seg­ir hann og valdi þenn­an ljós­brúna lit sem prýðir vegg­ina í dag.

    Pat­rik fékk góða hjálp frá móður sinni, Ing­unni Helga­dótt­ur, þegar kom að því að velja hús­gögn inn í íbúðina. 

    „Mamma mín er mjög stjórn­söm. Ég fékk að stjórna mjög litlu,“ seg­ir hann og hlær. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda