Gulla býr ein í höllinni sinni og elskar það

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðlaug Ágústa Hall­dórs­dótt­ir, Gulla,  hef­ur búið í sama hús­inu síðan 1988. Hún þekkti húsið vel áður en hún eignaðist það, því amma henn­ar og afi áttu húsið. Hún er gest­ur Heim­il­is­lífs að þessu sinni. 

    Gulla er tex­tíl­hönnuður sem hef­ur komið víða við á starfs­ferli sín­um. Hún rak um tíma tex­tíl­versl­un­ina Mámímó og hef­ur rekið vin­sæla veit­ingastaði. Árið 2016 ákvað hún að breyta til. Þá hafði hún selt enn einn veit­ingastaðinn og fékk sér vinnu á fast­eigna­sölu. Í fram­hald­inu lærði hún að vera fast­eigna­sali og starfar á fast­eigna­söl­unni Bæ. Það er þó aldrei langt í sköp­un­ina og í dag er hún með vinnu­stofu heima hjá sér, en kerta­stjak­ar henn­ar, sem hún set­ur sam­an úr göml­um kristal, hafa notið vin­sælda. 

    „Ég er fag­ur­keri og er mikið fyr­ir list og hand­verk. Ég er samt þessi af­slappaða týpa. Það má gera allt heima hjá mér. Ég er ekki stressuð yfir neinu og það má nota allt,“ seg­ir Gulla. 

    Í dag býr hún ein í hús­inu og seg­ir að það sé alls ekki of stórt fyr­ir sig eina. Þegar hún fær góðar hug­mynd­ir hrind­ir hún þeim strax í fram­kvæmd og get­ur ekki hætt fyrr en verk­inu er lokið. Heim­ilið er því sí­breyti­legt þótt hún sé ekki alltaf að skipta um eld­hús­inn­rétt­ingu. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda