Rut endurhannaði gamlan stiga eftir Manfreð Vilhjálmsson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði nýjan stiga í hús eftir Manfreð Vilhjálmsson. Hún fékk það verkefni að endurhanna allt húsið sem eitt sinn var í eigu Styrmis Gunnarssonar heitins fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Rut sýndi hönnunina í þættinum Heimilislíf Mörtu Maríu. 

„Þetta var mjög mikil áskorun að gera þennan stiga því það var tréstigi hérna sem var hannaður af meistaranum sjálfum, honum Manfreð. Stiginn var orðinn mjög slitinn. Það þurfti að endurnýja hann,“ segir Rut sem ákvað að lokum að hafa stigann úr svörtu járni og með viðarþrepum. 

„Svo er hann áfram svona gegnsær eins og gamli stiginn var. Það er mjög mikilvægt þegar þú ert komin upp á brúnina sem tengir rýmin tvö uppi saman. Við vildum hafa stigann frekar opinn,“ segir Rut. 

Hægt er að horfa á Heimilislíf Mörtu Maríu í heild sinni hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda