Æskudraumurinn rættist í bjálkahúsinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 21:51
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 21:51
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur býr ásamt eig­in­manni sín­um, Ásgeiri Ragn­ars­syni lög­manni, og börn­um þeirra í bjálka­húsi í Mos­fells­dal. Hún er gest­ur Heim­il­is­lífs að þessu sinni.

Hjón­in festu kaup á hús­inu í janú­ar 2021 og þá var húsið til­búið und­ir tré­verk. Húsið er úr gegn­heil­um við, flutt inn frá Eistlandi, og bauð því upp á mikla mögu­leika. 

„Ég held að það hafi verið dass af róm­an­tík og löng­un til að vera úti í sveit. Það er gott að vera við tún­fót­inn í Reykja­vík, ekki inni í Reykja­vík,“ seg­ir Vala þegar hún er spurð að því hvers vegna hún og maður­inn henn­ar keyptu húsið. Þau bjuggu áður á Álfta­nesi í húsi sem hannað var af Hildigunni Har­alds­dótt­ur arki­tekt og eru stíl­arn­ir á hús­un­um tveim­ur ólík­ir.

Hjón­in eru með ólík­an smekk. Hann kann að meta nú­tíma­lega hönn­un og hún er meira fyr­ir sveitaróm­an­tík. Þau náðu þó að sam­eina þetta tvennt í bjálka­hús­inu og kall­ar hún stíl­inn „Bohem­ian Coun­try“. 

„Ég hef alltaf verið lúmskt ást­fang­in af öll­um í daln­um. Al­veg frá því ég las Inn­ansveit­ar­kronik­una hér um árið,“ seg­ir Vala. 

Hvers vegna flutt­ir þú frá Álfta­nesi yfir í Mos­fells­dal?

„Ég tók upp á því að eiga svo mörg börn. Þegar við flyt­um á Álfta­nes, þá var ekki ákveðið að eiga tvö börn í viðbót, þau komu engu að síður sem bet­ur fer. Þá var orðið of þröngt. Við fór­um í alls kon­ar pæl­ing­ar varðandi það að byggja við húsið. En það blundaði í mér og mann­in­um mín­um, að koma hingað,“ seg­ir Vala. Þegar bjálka­húsið var aug­lýst til sölu sá hún æsku­draum sinn lifna við.

Björg­vin Snæ­björns­son arki­tekt hannaði inn­rétt­ing­ar í húsið og aðstoðaði við flísa­val og það sem til féll vegna hönn­un­ar á hús­inu. 

„Við erum með ólík­an smekk, ég og maður­inn minn. Við náðum að sam­eina þetta,“ seg­ir Vala og ját­ar að það hafi stund­um tekið á taug­arn­ar.

„Það blés oft köldu á milli en við vor­um ekki alltaf sam­mála,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að það séu mik­il lífs­gæði fólg­in í því að búa í bjálka­húsi. 

„Það er eins og að búa í sum­ar­bú­stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda