Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur alltaf verið raðari en í húsi eftir Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fékk hún það verkefni að endurhanna og velja inn húsgögn. Hún sagði frá þessu í þættinum Heimilislíf Mörtu Maríu á dögunum.
Stofan er frekar löng og mjó og bjó Rut til heillandi stemningu með því að hafa tvo eins standlampa í rýminu. Einnig keypti hún tvo sófa úr Módern sem hægt er að leika sér með.
„Það sem er svo skemmtilegt er hvað þessir sófar bjóða upp á marga möguleika. Hægt er að fá þá í allskonar einingum. Svo er svo skemmtilegt að geta verið með allskonar pullur við. Hægt er að færa þetta dót fram og tilbaka. Svo finnst mér alltaf gaman að sjá sömu hlutina endurtaka sig,“ segir Rut.
Varstu svona raðari þegar þú varst lítil? Hafðir þú einn hlut í miðjunni og svo tvo eins báðu megin?
Stofan gæti alveg eins verið hinum megin. Þú getur fært þetta til.
„Ég hef alltaf verið raðari,“ segir Rut og hlær.
Hægt er að horfa á Heimilislíf Mörtu Maríu í heild sinni hér fyrir neðan: