Fjöldaframleiðir fangelsisföndrið

Martha Stewart lét fjöldaframleiða postulínssettið sem hún gerði í fangelsinu …
Martha Stewart lét fjöldaframleiða postulínssettið sem hún gerði í fangelsinu jólin 2004. Samsett mynd

Viðskipta­kon­an og sjón­varps­stjarn­an Martha Stew­art er hvergi af baki dott­in þó hún sé kom­in á níræðis­ald­ur­inn. Ný­verið aug­lýsti hún postu­líns sett, nán­ar til­tekið sett með 14 stytt­um af fæðingu jesúkrists. 

Stytt­urn­ar, sem Stew­art aug­lýsti til sölu á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok, eru eft­ir­lík­ing­ar af þeim stytt­um sem hún föndraði þegar hún sat inni í fang­elsi í fimm mánuði á ár­un­um 2004 til 2005. Sat Stew­art fyr­ir að hafa logið til um sölu á hluta­bréf­um. 

Í Alder­son-fang­els­inu naut hún þess að fara á postu­líns­nám­skeið og á nám­skeiðinu bjó hún til 14 stytt­ur af fæðingu Jesúbarns­ins. Þar á meðal eru María, Jós­ef, Jesúbarnið, vitr­ing­arn­ir þrír og fleiri hress­ar per­són­ur sem tengj­ast fæðing­unni.

Hin 80 ára gamla Stewart veigrar sér ekki við að …
Hin 80 ára gamla Stew­art veigr­ar sér ekki við að nota TikT­ok. Skjá­skot/​Tikt­ok

„Þetta eru ná­kvæm­leg­ar eft­ir­lík­ing­ar af fæðing­ar­sett­inu sem ég gerði á postu­líns­nám­skeiðinu þegar ég var í búðunum,“ sagði Stew­art í létt­um tón í mynd­band­inu, en hún grín­ast reglu­lega með fang­elsis­vist­ina.

Á upp­runa­legu stytt­un­um er fanga­núm­er Stew­art og ákvað hún að merkja fjölda­fram­leidda­settið einnig með núm­er­inu sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda