„Þetta pakkadæmi er barns síns tíma“

Lena Magnúsdóttir segir ekki nauðsynlegt að gefa pakka
Lena Magnúsdóttir segir ekki nauðsynlegt að gefa pakka mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lena Magnús­dótt­ir, stjórn­andi hlaðvarps­ins Ekk­ert rusl, seg­ir sorg­legt að sjá frétt­ir um troðfulla Sorpu eft­ir jól­in. Sjálf ætl­ar hún ekki að pakka inn gjöf­um í ár. Í staðinn ætl­ar fjöl­skyld­an að gefa upp­lif­un.

Um­hverf­is­vernd hef­ur verið Lenu lengi hug­leik­in eða allt frá því hún var ung­ling­ur. „Ég átti erfitt með að vera lengi í sturtu eða setja mikið sjampó í hárið á mér þar sem ég hafði áhyggj­ur af vatn­inu og hvert öll sáp­an skilaði sér. Á þess­um aldri var ég strax búin að átta mig á því að sjór­inn tæki ekki enda­laust við eit­ur­efn­um og rusli,“ seg­ir Lena.

Á jól­un­um, eins og allra aðra daga, hugs­ar Lena um um­hverfið. „Ég hef reynt að end­ur­vinna all­an papp­ír síðan ég byrjaði að búa, ein jól­in pakkaði ég öllu inn í dag­blöð. Einnig var ég með rauðar slauf­ur á jóla­trénu í mörg ár sem ég straujaði ár­lega. Ekk­ert fór til spill­is og var notað aft­ur og aft­ur. Nú á ég reynd­ar meira af dóti og þarf ekk­ert meira.“

Það er jólalegt hjá Lenu þrátt fyrir að hún kaupi …
Það er jóla­legt hjá Lenu þrátt fyr­ir að hún kaupi ekki nýtt skraut á hverju ári. Eggert Jó­hann­es­son

Upp­lif­an­ir í stað pakka

„Ég er mikið jóla­barn og hef alltaf átt ynd­is­leg jól. Fyrstu minn­ing­arn­ar mín­ar eru af jól­un­um hjá ömmu og afa í Helgama­gra­stræti sem voru svo skemmti­leg og fjöl­menn. Þar voru pakk­ar út um allt og þegar við vor­um búin að taka utan af pökk­un­um þurfti fimm svarta rusla­poka und­ir allt ruslið. Ég pældi ekki mikið í því þá en fór að vera meðvituð um þetta þegar ég fór sjálf að búa og eign­ast börn. Ég er svo hepp­in að for­eldr­ar mín­ir eru mjög neyslu­grann­ir og ég hef lært mikið af þeim í gegn­um tíðina og við höf­um aldrei keypt neinn óþarfa,“ seg­ir Lena.

Lena eins árs á jólunum í fangi móður sinnar.
Lena eins árs á jól­un­um í fangi móður sinn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ef þú held­ur að þú ætl­ir að nota hlut­inn þá skaltu gefa hann,“ sagði faðir Lenu við hana einu sinni þegar hún flutti og reynd­ist ráð hans afar gott. Lena seg­ir ekki nógu gott að halda að maður ætli að nota eitt­hvað. „Af því að ef þú held­ur að þú ætl­ir að nota hlut­inn þá fer hann í geymsl­una. Þannig verða geymsl­ur oft full­ar af dóti sem þú held­ur að þú ætl­ir að nota í framtíðinni en safn­ast bara upp og gleym­ist. Miklu betra að leyfa þá öðrum að nota og nýta,“ seg­ir Lena sem byrjaði ung að selja föt í Kola­port­inu, föt sem hún og börn­in henn­ar voru hætt að nota.

Þegar kom að jóla­gjöf­um skipti það Lenu miklu máli að gjaf­irn­ar nýtt­ust vel og enduðu ekki í áður­nefnd­um geymsl­um. „Þegar ég fór að halda mín jól, þá passaði ég að gefa bara gjaf­ir sem börn­in mín höfðu þörf fyr­ir og í seinni tíð gef ég upp­lif­an­ir.“

Lena á fullt af kúlum og dóti.
Lena á fullt af kúl­um og dóti. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Jóla­skrautið úr dán­ar­búi

Hvernig skreyt­ir þú?

„Ég elska að gera kransa, bæði aðventukr­ans og hurðakr­ans og fór á nám­skeið með mömmu síðustu jól þar sem við fór­um um Elliðaár­dal og söfnuðum í krans. Eft­ir jól­in tek ég gamla dótið af krans­in­um í janú­ar og nota inn­volsið í krans­in­um aft­ur og aft­ur. Mér finnst líka gam­an að gera tréð fal­legt og á fullt af kúl­um og dóti sem ég hef fengið í gegn­um tíðina. Ég fékk mest af fal­lega dót­inu mínu úr dán­ar­búi þar sem haldið var opið hús og alls kon­ar dót var til sölu.“

Hvernig pakk­ar þú inn gjöf­um?

„Ég á alltaf gjafa­poka sem ég hef fengið og gef þá áfram. Einnig hef ég pakkað inn í tíma­rit og dag­blöð og nýti kassa sem ég á. Ég geymi slauf­ur og borða og nota það aft­ur.“

Hvað er í mat­inn á jól­un­um?

„Við höf­um alltaf haft ham­borg­ar­hrygg. Mér finnst það pínu stíl­brot að vera enn að borða dýr en ég er ekki full­kom­in og þetta er eitt af því.“

Skrautið kemur meðal annars úr dánarbúi.
Skrautið kem­ur meðal ann­ars úr dán­ar­búi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Við eig­um nóg

Erum við mikl­ir um­hverf­is­sóðar á jól­un­um?

„Það er ekki mitt að dæma aðra en mér finnst það slá­andi þegar Sorpa þarf að senda út til­kynn­ingu að hún sé að drukkna í umbúðum og drasli eft­ir hátíðirn­ar. Þetta er svo mik­ill óþarfi og ég hugsa mig alltaf tvisvar um áður en ég panta eitt­hvað á net­inu. Svo stórt kol­efn­is­spor sem fylg­ir öllu þessu drasli.“

Englarnir eru jólalegir.
Engl­arn­ir eru jóla­leg­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í byrj­un árs sagðist þú ekki ætla að kaupa neitt nýtt árið 2022. Nærðu að standa við það?

„Heyrðu það geng­ur bara ágæt­lega og ég hef þurft að sýna mikla út­sjón­ar­semi stund­um. Lít­ill frændi átti af­mæli um dag­inn og ég fór í Barnal­opp­una og fann ynd­is­lega lopa­peysu. Ég keypti notaðan sófa, tvo notaða kjóla, en þurfti reynd­ar að fjár­festa í sam­fellu fyr­ir norðan þar sem ég var á leið í brúðkaup. Vildi ekki mæta alls­ber í það. Ég ætla að gefa mömmu og pabba ein­hverja upp­lif­un með mér í jóla­gjöf og börn­in fá ferðalög. Ég þarf ekki að pakka neinu inn þessi jól­in og ætla enn frem­ur að bjóða frænd­systkin­um mín­um í bíó. Von­andi verða þau ekki sár út í frænku sína. Þetta pakka­dæmi er barns síns tíma.“

Hver eru fyrstu skref­in fyr­ir þá sem vilja gera jól­in aðeins um­hverf­i­s­vænni?

„Vera meðvituð um kaup­hegðun og sýna jörðinni mildi. Kaupa minna, kaupa það sem vant­ar, gefa upp­lif­an­ir, minnka umbúðir, minnka neyslu og hafa pass­lega mikið í mat­inn til að henda ekki mat. Það að fara í jóla­kött­inn er úr­elt og mér finnst það ekki eiga við í dag. Við eig­um nóg en í anda jól­anna ætt­um við frek­ar að sýna ná­ungakær­leik og aðstoða fólk sem á minna en við.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda