Bækurnar sem Kolbrún Bergþórs mælir með í pakkann

Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntasérfræðingur mælir með nýjum jafnt sem klassískum verkum …
Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntasérfræðingur mælir með nýjum jafnt sem klassískum verkum í jólapakkann í ár. Samsett mynd

Íslensk­ar skáld­sög­ur fá mesta at­hygli í jóla­bóka­flóðinu og eru keypt­ar til jóla­gjafa. Hér er sjón­um beint að bók­um í öðrum flokk­um sem eiga skilið að kom­ast í jólapakk­ann. Sum­ar þeirra eru í kilju­út­gáfu og því alls ekki dýr­ar en inni­haldið er sann­ar­lega dýr­mætt.

Para­dís­armiss­ir eft­ir John Milt­on í þýðingu Jóns Er­lends­son­ar

Eitt af höfuðrit­um bók­mennta­sög­unn­ar í afar vandaðri og myndskreyttri út­gáfu. Þýðing Jóns Er­lends­son­ar er stór­falleg. Ástráður Ey­steins­son skrif­ar inn­gang. Þetta meist­ara­verk kom fyrst út árið 1674. Þar er sagt frá ansi mörgu, þar á meðal sköp­un heims­ins og synda­fall­inu. Adam og Eva stíga á svið og Satan freist­ar þeirra með af­leiðing­um sem all­ir eiga að kunna skil á. Ein glæsi­leg­asta bók þess­ar­ar jóla­bóka­vertíðar.

Paradísarmissir eftir John Milton í þýðingu Jóns Erlendssonar
Para­dís­armiss­ir eft­ir John Milt­on í þýðingu Jóns Er­lends­son­ar

Byggð mín í norðrinu eft­ir Hann­es Pét­urs­son

Ljóðaunn­end­ur verða að fá sín­ar jóla­bæk­ur. Á óskalista þeirra hlýt­ur að vera úr­val af ljóðum Hann­es­ar Pét­urs­son­ar, þess ást­sæla og góða skálds. Skáldið valdi sjálft ljóðin í bók­ina og Sölvi Sveins­son rit­ar eft­ir­mála.

Byggð mín í norðrinu eftir Hannes Pétursson.
Byggð mín í norðrinu eft­ir Hann­es Pét­urs­son.

Blóma­skeið ung­frú Jean Brodie eft­ir Muriel Spark í þýðingu Árna Óskars­son­ar

Gríðarlega vel skrifuð skáld­saga sem er full af kald­hæðni og skarpri hugs­un. Það er hrein nautn að lesa hana. Þetta er fræg­asta skáld­saga Muriel Spark og aðal­per­són­an er hin ógleym­an­lega og drama­tíska Jean Brodie, kenn­ari í stúlkna­skóla, sem legg­ur mikið upp úr að móta stúlk­urn­ar sín­ar. Það flæk­ir óneit­an­lega málið að hún er höll und­ir fas­isma.

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie eftir Muriel Spark í þýðingu Árna …
Blóma­skeið ung­frú Jean Brodie eft­ir Muriel Spark í þýðingu Árna Óskars­son­ar.

Kvæði og sög­ur eft­ir Ed­g­ar All­an Poe

Kvæði og sög­ur eft­ir þenn­an mikla snill­ing í eldri þýðing­um og nýj­um. Ástráður Ey­steins­son skrif­ar inn­gang. Það seg­ir nokkuð um Poe hversu mörg merk ís­lensk skáld hafa hrif­ist af verk­um hans og snarað á ís­lensku. Má þar nefna Ein­ar Bene­dikts­son, Þór­berg Þórðar­son, Þor­stein frá Hamri, Mál­fríði Ein­ars­dótt­ur og Sjón. Það eru svo ekki bara sjóaðir les­end­ur sem lesa verk hans, þau laða einnig ung­linga að. Þetta er fyr­ir bók fyr­ir breiðan les­enda­hóp.

Kvæði og sögur eftir Edgar Allan Poe.
Kvæði og sög­ur eft­ir Ed­g­ar All­an Poe.

Bernska eft­ir Tove Dit­lev­sen í þýðingu Þór­dís­ar Gísla­dótt­ur

Bernska er fyrsti hlut­inn í end­ur­minn­ingaþríleik Tove Dit­lev­sen. Bók­in veit­ir eft­ir­minni­lega og næma inn­sýn í hug­ar­heim ungr­ar stúlku úr verka­manna­stétt sem þráir að verða skáld. Um­hverfi og aðstæður eru á þann hátt að ljóst er að hún þarf að berj­ast til að ná ár­angri. Hún tók slag­inn.

Bernska eftir Tove Ditlevsen í þýðingu Þórdísar Gísladóttur.
Bernska eft­ir Tove Dit­lev­sen í þýðingu Þór­dís­ar Gísla­dótt­ur.

Íslensk mynd­list og fólkið sem ruddi braut­ina eft­ir Mar­gréti Tryggva­dótt­ur

Í fal­legri og ríku­lega mynd skreyttri bók seg­ir Mar­grét Tryggva­dótt­ir frá þeim lista­mönn­um sem lögðu grunn­inn að ís­lenskri lista­sögu um og upp úr alda­mót­un­um 1900 og fram eft­ir 20. öld. Sér­stak­lega skal mælt með bók­inni fyr­ir list­ræn ung­menni, sem eru mörg á þessu landi, og þau munu taka henni fagn­andi. Þetta er bók sem auðgar þekk­ingu þess sem les um leið og hún gleður.

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur.
Íslensk mynd­list og fólkið sem ruddi braut­ina eft­ir Mar­gréti Tryggva­dótt­ur.

Grá­ar bý­flug­ur eft­ir Andrej Kúr­kov í þýðingu Áslaug­ar Agn­ars­dótt­ur

Dá­sam­leg skáld­saga um Ser­gej sem býr í Úkraínu og rækt­ar bý­flug­ur og vill um­fram allt vernda þær í landi sem log­ar í ófriði. Fynd­in, óvænt, hug­mynda­rík og trega­full. Það er alltaf jafn mik­il upp­lif­un þegar manni fer að þykja inni­lega vænt um sögu­per­sónu. Ser­gej er slík per­sóna.

Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur.
Grá­ar bý­flug­ur eft­ir Andrej Kúr­kov í þýðingu Áslaug­ar Agn­ars­dótt­ur.

Álfar eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring

Hjör­leif­ur og Rán leiða okk­ur á slóðir álfa í hreint ynd­is­legri en um leið ógn­vekj­andi bók. Það er nefni­lega aldrei að vita hverju álf­ar taka upp á og ástæða til að um­gang­ast þá af varúð. Hjör­leif­ur skrif­ar fjör­leg­an texta og Rán myndskreyt­ir snilld­ar­lega. Bók­in er skemmti­lega hönnuð og er hinn eigu­leg­asti grip­ur. Dá­sam­leg bók!

Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring
Álfar eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring

Linda – eða Lindu­morðin eft­ir Leif GW Pers­son í þýðingu Jakob S. Jóns­son­ar

Hinn breyski rann­sókn­ar­lög­reglumaður Evert Backstrom stýr­ir rann­sókn á látri ungr­ar konu. Spenn­andi og snjöll glæpa­saga sem er óvenju­leg því hún er einnig fynd­in. Backstrom er ansi langt frá því að hlýða póli­tísk­um rétt­trúnaði enda er hann sjálf­hverf karlremba sem er hald­inn mikl­um rang­hug­mynd­um um eigið ágæti. Nú­tímaglæpa­sög­ur ger­ast ekki mikið betri en þessi. Þeir sem eru póli­tískt rétt­hugs­andi gætu samt hneyksl­ast eitt­hvað – en hafa senni­lega bara gott af því.

Linda – eða Lindumorðin eftir Leif GW Persson í þýðingu …
Linda – eða Lindu­morðin eft­ir Leif GW Pers­son í þýðingu Jakob S. Jóns­son­ar.

Hlut­skipti – saga þriggja kyn­slóða – eft­ir Jónu Ingi­björgu Bjarna­dótt­ur og Jón Hjart­ar­son

Marg­ir hafa ástríðufull­an áhuga á ævi­sög­um. Hlut­skipti ætti ekki að valda von­brigðum hjá þess­um hópi. Árið 1969 er heim­il­is­faðir á Sel­fossi leidd­ur út af heim­ili sínu í lög­reglu­fylgd. Heim­ilið er leyst upp og móðirin flyst með ást­manni sín­um og yngstu börn­un­um á Hólma­vík og seinna á Gjög­ur. Þetta er átak­an­leg fjöl­skyldu­saga um fá­tækt, harm og óblíð ör­lög.

Hlutskipti – saga þriggja kynslóða – eftir Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur …
Hlut­skipti – saga þriggja kyn­slóða – eft­ir Jónu Ingi­björgu Bjarna­dótt­ur og Jón Hjart­ar­son.

Með verk­um hand­anna eft­ir Elsu E. Guðjóns­son

Með verk­um hand­anna er glæsi­leg bók í alla staði. Þar er fjallað ít­ar­lega um þau fimmtán ís­lensku ref­ilsaumsklæði sem varðveist hafa. Klæðin eru stór­brot­in lista­verk, eins og mynd­irn­ar í bók­inni sýna. Vart er hægt að hugsa sér betri bóka­gjöf fyr­ir vand­láta fag­ur­kera.

Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson.
Með verk­um hand­anna eft­ir Elsu E. Guðjóns­son.

Meðan glerið sef­ur og Dulstirni eft­ir Gyrði Elías­son

Hinn óviðjafn­an­legi Gyrðir Elías­son send­ir frá sér tvær ljóðabæk­ur. Hér mæt­um við nátt­úr­unni í öllu sínu veldi og mann­eskj­um sem eru nokkuð ráðvillt­ar í heimi þar sem hið óvænta er aldrei langt und­an. Stílsnilld og of­ur­næm hugs­un ein­kenna þess­ar bæk­ur. 

Meðan glerið sefur og Dulstirni eftir Gyrði Elíasson.
Meðan glerið sef­ur og Dulstirni eft­ir Gyrði Elías­son.

Smá­mun­ir sem þess­ir eft­ir Claire Keeg­an í þýðingu Helgu Soffíu Ein­ars­dótt­ur

Stutt en gríðarlega áhrifa­mik­il jóla­saga með siðaboðskap sem við höf­um öll gott af að heyra sem oft­ast. Bill Furlong kola­kaupmaður þarf að horf­ast í augu við fortíð sína og taka ákvörðun um það hvort hann eigi að rétta ungri stúlku hjálp­ar­hönd, þótt það geti leitt til þess að flækja líf hans svo um muni. Fal­leg og hjart­næm saga sem hlýt­ur að snerta hvern les­anda. Jóla­gjöf sem mun slá í gegn hjá bók­elsk­um les­end­um. Það er ekki hægt að mæla nóg­sam­lega með henni.

Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan í þýðingu Helgu Soffíu …
Smá­mun­ir sem þess­ir eft­ir Claire Keeg­an í þýðingu Helgu Soffíu Ein­ars­dótt­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda