„Mamma hvenær ætlar þú að fara á concerta?“

Auður Bergsteinsdóttir, lífskúnstner og fyrrverandi kennari.
Auður Bergsteinsdóttir, lífskúnstner og fyrrverandi kennari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flest jóla­skraut heima hjá Auði Berg­steins­dótt­ur, lífs­k­únstner og fyrr­ver­andi kenn­ara, er heima­gert. Rétt fyr­ir jól býður Auður í kring­um 100 manns í jóla­boð. Í boðinu er iðulega kæfa á borðum. Eitt af því sem Auður ólst upp við var að fyr­ir hver jól var búin til sviðasulta, kæfa og soðið hangi­kjöt sem var hægt að kroppa í yfir jól­in.

Það var fyr­ir hálf­gerða til­vilj­un að Auður byrjaði að halda stórt jóla­boð rétt fyr­ir jól. Hefðin komst á fyr­ir 17 árum þegar hún bauð nokkr­um kon­um heim til sín 22. des­em­ber. Vin­konu­hópn­um, sem voru sam­kenn­ar­ar, fannst hún skulda heim­boð og þá skellti hún í veislu. „Þegar fór að líða að jól­um árið eft­ir ákvað ég að hafa jóla­boð aft­ur. Þá bauð ég um 30 kon­um,“ seg­ir Auður sem seg­ir að boðið hafi bara stækkað síðan, það hafa allt að 130 manns mætt í það. „Það er opið hús hjá mér frá tvö fram eft­ir kvöldi og fólk kem­ur og fer. Fólk gríp­ur með sér vín­flösku en ég er með dekkað borð með kæfu, sviðasultu, hangi­kjöti og engi­fer­kök­um og ýmsu fleiru,“ seg­ir Auður sem vill ekki halda því fram að boðinu fylgi mik­il vinna. Hún býður upp á ein­fald­an mat og þegar síðustu gest­ir fara á hún bara eft­ir að fara yfir gólf og setja í uppþvotta­vél.

Upp­skrift­in að kæf­unni sem Auður býður upp á í boðinu er frá vin­konu henn­ar Sól­veigu Bald­urs­dótt­ur. Hún kaup­ir danska lifr­arkæfu út í búð og bland­ar svepp­um og bei­koni út í. „Ég geri mikið af þess­ari kæfu einu sinni til tvisvar á ári og set hana í lít­il form. Ég er dug­leg að fara í ABC Barna­hjálp eða Góða hirðinn til að kaupa litl­ar krús­ir og gef kæf­una í litl­um krús­um,“ seg­ir Auður sem gef­ur vin­um og vanda­mönn­um og þeim sem hafa átt erfitt á ár­inu.

Jólakæfan er einföld. Auður kaupir danska lifrakæfu út í búð. …
Jólakæf­an er ein­föld. Auður kaup­ir danska lifrakæfu út í búð. Steik­ir sveppi og bei­kon og bland­ar sam­an. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Býr líka til sviðasultu fyr­ir jól­in

„Ég fædd­ist á Bessa­stöðum í Fljóts­dal og ég fór aust­ur á hverju ári fram yfir ferm­ingu og var allt sum­arið. Mamma gerði alltaf kæfu og sviðasultu og sauð hangi­kjöt fyr­ir jól­in. Ég hætti að gera kæfu nokkru áður en ég fékk upp­skrift­ina að þess­ari lifr­arkæfu af því að kindakæf­an sem er í búðum er svo góð.“

Þrátt fyr­ir að hafa fæðst fyr­ir aust­an ólst hún upp á Njáls­göt­unni í Reykja­vík í sann­kölluðu fjöl­skyldu­húsi. „Við vor­um á fyrstu hæðinni, amma og afi á þeirri næstu og þrjú systkini mömmu á efstu hæðinni en mamma er ein 19 systkina. Ég geri alltaf sviðasultu fyr­ir jól­in. Ég sýð fimm eða sex sviðahausa og bý til sultu,“ seg­ir Auður sem seg­ist ekki viss hvort jóla­hefðin sé að aust­an eða ekki.

„Við þurft­um alltaf að vera búin að klæða okk­ur fyr­ir fjög­ur á aðfanga­dag. Þegar við vor­um búin að því mátt­um við fara upp til afa og ömmu og systkina mömmu á efstu hæðinni. Það er talað um að hringja jól­in inn klukk­an sex en klukk­an fjög­ur mátt­um við fara upp, við biðum eft­ir því systkin­in. Mamma saumaði alltaf á okk­ur jóla­föt og ég á enn gamla jóla­kjóla.“

Stjarnan er um 70 ára gamall jólatrésfótur sem er nú …
Stjarn­an er um 70 ára gam­all jóla­trés­fót­ur sem er nú notaður sem skraut. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Korn­stöngl­ar og graflax var lúxusmat­ur

Auður og maður henn­ar eiga sex börn og 15 barna­börn. Það eru nokk­ur ár síðan hún hætti að bjóða heim á aðfanga­dag, nú fer hún ásamt eig­in­manni og bróður sín­um til barn­anna sinna. Hún seg­ir blendn­ar til­finn­ing­ar fylgja því að hætta að vera heima á aðfanga­dags­kvöld.

„Við hjálp­um til með barna­börn­in og mat­inn og kom­um svo heim og það er allt fínt heima. Það er mik­il breyt­ing, það er létt­ir en það er líka stemn­ing að vera heima og vera á síðustu stundu, all­ir að drífa sig inn í borðstofu klukk­an sex þegar klukk­urn­ar byrja að hringja. En það er líka gam­an að breyta til, maður eld­ist og aðlag­ast breyt­ing­um,“ seg­ir Auður, sem er alltaf með boð á ann­an í jól­um.

Marg­ar fjöl­skyld­ur borða möndl­ugraut sam­an þegar skipst er á pökk­um en Auður býður upp á graflax, ristað brauð og korn­stöngla. „Þetta var lúxusmat­ur á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar. Syni mín­um Hilm­ari fannst ristað brauð og reykt­ur lax það besta sem hann fékk en dótt­ur minni Soffíu Sig­ríði þótti korn­stöngl­ar svo góðir þannig að ég hafði þetta handa þeim á aðfanga­dag og þau máttu borða eins mikið af þessu og þau vildu. Ég býð ennþá upp á þetta en núna geri ég það við pakka­skipt­in, sem eru ein­hvern laug­ar­dag­inn í des­em­ber heima hjá mér.“

Auður geymir jólaskrautið í gömlum kistli inni í stofu sem …
Auður geym­ir jóla­skrautið í göml­um kistli inni í stofu sem hef­ur fylgt fjöl­skyld­unni lengi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Byrjaði snemma að búa til jóla­gjaf­ir

Auður er mik­il hand­verks­kona og er flest jóla­skrautið henn­ar eft­ir hana og börn­in henn­ar. Hún hef­ur gefið jóla­skraut í jóla­gjaf­ir í mörg ár. „Þegar ég var ung þá bjó ég til jóla­gjaf­ir. Ég saumaði jóla­skraut og gaf for­eldr­um, frænk­um og syst­ur minni. Mig langaði að gefa eitt­hvað veg­legt en það voru ekki svo mikl­ir pen­ing­ar. Ég hafði tíma, orku og var dug­leg. Svo hef ég haft gam­an af því að eyða kröft­un­um í eitt­hvað svona. Ég get ekki enda­laust prjónað sjöl og peys­ur.“

Meðal þess sem Auður býr til eru jóla­kúl­ur á jóla­tré. Hún not­ar gaml­ar blúnd­ur til þess að búa kúl­urn­ar til. „Ég á mikið af gam­alli blúndu. Þetta eru yf­ir­leitt gaml­ar blúnd­ur af kodda­ver­um eða öðru. Þótt kodda­ver sé slitið er blúnd­an kannski heil. Í gamla daga voru upp­skrift­ir oft bút­ar, þú fékkst bút frá ein­hverj­um. Ég tók þess­ar blúnd­ur og fór að hugsa um hvað ég gæti búið til úr þeim. Sum­ar blúnd­ur eru til dæm­is slitn­ar og þá skreyti ég þær með hnút­um úr silkigarni.“

Auður byrjaði að gefa heimagerðar gjafir þegar hún var yngri …
Auður byrjaði að gefa heima­gerðar gjaf­ir þegar hún var yngri og hafði minna á milli hand­anna. Krist­inn Magnús­son

Auður býr líka til jóla­hnykla sem hægt er að hengja á jóla­tré. „Vin­kona mín, Unn­ur Hjalta­dótt­ir, á hnyk­il sem er meira en 100 ára gam­all. Þetta er leik­fang sem var gert handa pabba henn­ar, þetta var nátt­úr­lega bara bolti í gamla daga. Ég nota ull­ar­kembu eða gam­alt garn inn í hnykl­ana mína – ekki frauð eða plast. Það get­ur verið stroff af peysu, stund­um set ég ull­ar­kembu og set korktappa í miðjuna til að gera hann létt­an. Þetta er end­ur­vinnsla en ég kaupi garnið sem ég vef síðast,“ seg­ir Auður.

Auður situr aldrei auðum höndum. Jólakúlurnar og hnyklarnir eru meðal …
Auður sit­ur aldrei auðum hönd­um. Jóla­kúl­urn­ar og hnykl­arn­ir eru meðal þess sem hún dúll­ar við úr göml­um af­göng­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ég hugsa ekki áður en ég segi já“

Auður er kom­in yfir sjö­tugt en ef hún væri yngri hefði hún ör­ugg­lega verið send í grein­ingu.

„Ég segi stund­um frá því þegar ég hélt upp á sjö­tugsaf­mælið mitt 29. fe­brú­ar rétt fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. Dótt­ir mín, sem er tón­list­armaður og heit­ir Guðrún Árný, var veislu­stjóri. Í þessu boði var ég með full­an bíl af gömlu dóti sem ég staflaði á miðjuna á mat­ar­borðið. Þetta voru meðal ann­ars mynd­ir og gaml­ir hlut­ir sem höfðu verið gerðir fyr­ir mig þegar ég var krakki. Ég var með dót í miðjunni og mat í kring. Ég geri aldrei neitt auðvelt! Þá seg­ir Guðrún Árný við mig: „Mamma, hvenær ætl­ar þú að fara á concerta?“ Ég var búin að vera eins og jarðýta í marga daga,“ seg­ir Auður og hlær.

„Þegar ég var krakki var ég spurð í skól­an­um hvort það væri njálg­ur í rass­in­um á mér og fékk að heyra að ég hagaði mér eins og far­fugl. En svo kom ég í sveit­ina og þá var alltaf sagt að ég væri svo vilj­ug og dug­leg. Í sveit­inni nýtt­ist ég al­veg gríðarlega vel. Ég á við vanda­mál að stríða sem er að ég hugsa ekki áður en ég segi já,“ seg­ir Auður sem hef­ur þó náð að beina ork­unni á rétta staði með til dæm­is gríðarlegri fram­leiðslu á handa­vinnu og stóra jóla­boðinu rétt fyr­ir jól.

Lítið og sætt jólatré með heimagerðu jólaskrauti.
Lítið og sætt jóla­tré með heima­gerðu jóla­skrauti. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Jólakæfa

  • einn bakki svepp­ir
  • einn bakki bei­kon
  • einn bakki dönsk lifr­arkæfa
  1. Steikið sveppi og bei­kon á pönnu.
  2. Blandið öllu vel sam­an og setjið í leir­form með smá bei­koni ofan á til skrauts.

Berið fram með rúg­brauði eða malt­brauði, hrúta­berja­sultu og súr­um gúrk­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda