„Jólin eru aldrei klúður hjá mér“

Lára Björg Björnsdóttir er löngu komin í jólaskap.
Lára Björg Björnsdóttir er löngu komin í jólaskap. mbl.is/Karítas

„Ég hef haft ágæt­is tíma und­an­farið og verið að skoða gaml­ar mynd­ir af stof­un­um og langaði að end­ur­vekja til­finn­ing­una fyr­ir því hvernig húsið var í gamla daga þegar mamma og amma voru að al­ast hér upp,“ seg­ir Lára Björg Björns­dótt­ir. Síðustu vik­ur hef­ur hún málað um eitt her­bergi á dag á heim­ili sínu, Reyn­istað í Skerjaf­irði, sem Eggert Claessen, at­hafnamaður og langafi Láru Bjarg­ar, nefndi eft­ir Reyn­istað í Skagaf­irði, þaðan sem hann var ættaður.

Það hafa ekki verið nein­ar vöfl­ur á Láru Björgu. Sum­ir myndu kalla þetta djörf­ung en stof­urn­ar eru til dæm­is dökk­græn­ar, dimm­rauðar og sinn­epsgul­ar. Þetta er þó síður en svo lita­fylle­rí. Reyn­istaður er meira en hundrað ára gam­alt herra­set­ur, þar sem mynd­ar­leg­ir hvítlakkaðir list­ar, ró­sett­ur og gerefti þræða alla veggi. Sterk­ir lit­ir tóna því vel við þetta um­hverfi og eins og seg­ir, þetta er allt spurn­ing um dug eða dáðleysi.

Eggert keypti húsið árið 1920, réðst þá í nokkr­ar viðbæt­ur og byggði stór­ar stof­ur við húsið sem er upp­runa­lega frá því um 1874. „Ég hef tekið um eitt her­bergi á dag, byrja snemma á morgn­ana, mála yfir vegg­fóðrið upp­runa­lega sem hef­ur verið málað hundrað sinn­um, er búin seinnipart­inn og um kvöldið er eins og ekki hafi verið hreyft við neinu, nema kom­inn nýr lit­ur á vegg­inn.“

Jólatré í hliðarstofu nýtur sín vel við nýmáluðu grænu veggina.
Jóla­tré í hliðar­stofu nýt­ur sín vel við ný­máluðu grænu vegg­ina. mbl.is/​Karítas

Snjó­bolti sem byrj­ar að rúlla

Við rölt­um um stof­urn­ar sem eru alskreytt­ar. Jóla­lög og jólailm­ur taka á móti blaðamanni þenn­an októ­bermorg­un og Lára bregður ekki svip þegar því er skotið inn að jó­laund­ir­bún­ing­ur­inn byrji greini­lega snemma. Hún byrj­ar í sept­em­ber.

„Hægt og ró­lega get­um við sagt að ég byrji að inn­leiða stemn­ing­una. Ég úða grenilykt úr sprey­brúsa hér og þar án þess að vera kannski sér­stak­lega að tala um það. Með því að fólk finni ilm­inn venst það því sjokki þegar ég byrja að setja skrautið upp í októ­ber. Jól­in eru þó alltaf í huga mér, all­an árs­ins hring. Í versl­un­um er­lend­is á sumr­in, hvar sem er, á meðan það eru bara aðrir sem sjá þau ekki.“

Lára Björg er búin að kaupa jóla­gjaf­irn­ar snemma og hún myndi aldrei á nein­um tíma­punkti kalla það að kaupa gjaf­ir að „af­greiða þær“.

„Þetta er eng­in kvöð. Ég er búin að kaupa all­ar gjaf­ir snemma, pakka þeim öll­um inn og setja inn í skáp.“

Þegar þú ert búin að lauma inn grenilykt og eng­inn á heim­il­inu fatt­ar að þú ert að leiða jól­in inn baka til, hver eru þá næstu skref?

„Þá fer ég að hugsa um stóra ramm­ann, ljós­in og hvernig skuli skreytt úti í garði. Þar er stórt og gam­alt tré og í októ­ber er búið að koma öll­um serí­un­um fyr­ir og stinga í sam­band. Skreyt­ing­um mín­um um jól­in myndi ég helst líkja við snjó­bolta sem byrj­ar snemma að rúlla af stað og verður stærri og stærri. Svo þegar líður á, og ein­hverj­ir kunna að halda að allt sé til, eru kannski seríu­dag­ar í ein­hverri búðinni og þá hleð ég í og bæti við. Ég er í raun alltaf að bæta á, það er bara gott fyr­ir heim­il­is­fólkið að allt birt­ist ekki á ein­um degi og það fái tauga­áfall. En það er ekki það að ég sé að fela mig, ég skamm­ast mín ekki neitt held­ur hleð bara í þetta hægt en ör­ugg­lega.“

Gamalt og nýtt í jólaþorpi Láru, spegill fyrir skautasvell eins …
Gam­alt og nýtt í jólaþorpi Láru, speg­ill fyr­ir skauta­svell eins og hjá Guðmundi afa henn­ar og nýj­ar og gaml­ar fíg­úr­ur í bland. mbl.is/​Karítas

Odd­fellow-dúkk­ur og Húsa­vík­ur­fjallið

Krist­ín Anna Claessen, amma Láru Bjarg­ar, fædd­ist í hús­inu árið 1926 og síðar móðir Láru Bjarg­ar, Ragn­heiður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, sem lést fyr­ir sex árum. Lára er því fjórða kyn­slóðin sem býr á Reyn­istað.

Hvernig er sú til­finn­ing?

„Það er smá skrýt­in til­finn­ing því ég hef auðvitað verið í þessu húsi frá því að ég fædd­ist og var mikið hjá ömmu og afa sem stelpa. Ég vissi þó ekki hvernig það yrði svo að búa hérna og það kom mér á óvart hversu þægi­legt það er.“

Húsið er óvenju­legt að því leyti að í því eru stór­ar stof­ur sem taka við hver af ann­arri á meðan svefn­her­berg­in eru kannski færri en geng­ur og ger­ist í svona stóru húsi sem var óvenju­legt á þeim tíma sem það var byggt og gert upp. Við höld­um áfram að renna yfir verk­ferla Láru Bjarg­ar í jó­laund­ir­bún­ingn­um.

„Þegar úti­ljós­in eru kom­in á sinn stað dreg ég fram inniserí­urn­ar sem ég hef alltaf hvít­ar en í lok októ­ber eru þær all­ar komn­ar upp. Mér finn­ast marg­litar serí­ur fal­leg­ar en ég hef vanið mig á hvítt því þetta eru jól­in, og þau mega ekki verða að ein­hverri úti­hátíð.

Þegar ljós­in eru kom­in upp er ég með fullt af kröns­um sem ég hengi uppi bæði úti og inni. Ég er mjög veik fyr­ir kröns­um og keypti einn afar stór­an á bruna­út­sölu fyr­ir ein­hverj­um árum. Hann var stærri en jeppa­dekk, með áfastri seríu, ég þurfti að sækja hann á jeppa til að koma hon­um fyr­ir en svo kviknaði ekki á serí­unni. Ég sat því uppi með jólakr­ans sem leit ekk­ert út eins og skraut held­ur stórt jeppa­dekk hang­andi fram­an á hús­inu, eins og stórt svart­hol þegar tók að dimma. Það var ekki gott.“

Hvar sem er laust pláss á Reyn­istað er jóla­skrauti komið fyr­ir.

„Ég hendi upp gömlu Odd­fellow-dúkk­un­um sem ég man svo vel eft­ir ömmu Krist­ínu og vin­kon­um henn­ar út­búa. Þær prjónuðu peys­ur með tann­stöngl­um á jóla­karl­inn og -kerl­ing­una og svo pakkaði ég inn pínu­litl­um frauðplast­sten­ing­um með ömmu, þetta eru svo skemmti­leg­ar minn­ing­ar.“

Guðmund­ur Bene­dikts­son afi Láru setti líka sitt mark á jól­in; hann bjó alltaf til „Húsa­vík­ur­fjallið“ inni í for­stofu en það sam­an­stóð af spegl­um, græn­um filt­dúk, jóla­svein­um og -sveink­um. Filt-teppið setti hann yfir skál og spegl­arn­ir voru skauta­svellið. Hann átti góðar minn­ing­ar sjálf­ur frá skauta­svell­inu á Húsa­vík.“

Stór­fjöl­skyld­an þekk­ir ekk­ert annað en að fara í jóla­boð á Reyn­istað og nú er það Lára Björg sem held­ur boðin.

„Skárra væri það nú, það er nú ein af ástæðunum fyr­ir því að ég bý hérna – ég fæ að halda boðin.“

Horft úr sjónvarpsstofunni inn í aðalstofuna.
Horft úr sjón­varps­stof­unni inn í aðal­stof­una. mbl.is/​Karítas

Jóla­skraut snýst um minn­ing­ar

Við ræðum aðeins hina tvo gjör­ólíku hópa sem oft lend­ir sam­an í aðdrag­anda jól­anna. Það eru ann­ars veg­ar þeir sem skreyta snemma og hinir sem ekki þola jóla­skraut.

„All­ir gera grín að mér og mín­um lík­um. En ég vil bara hafa þetta eins og í gamla daga og end­ur­vekja minn­ing­ar. Og fyr­ir mér snýst jóla­skraut um minn­ing­ar. Báðir þess­ir hóp­ar eru í raun oft að díla við sama „trámað“. Við sem skreyt­um snemma erum að leita í minn­ing­ar og nostal­g­íu og kannski að reyna að tengj­ast ein­hverj­um sem eru falln­ir frá. Hinn hóp­ur­inn sakn­ar kannski líka en finnst erfitt að tak­ast á við það og jóla­skrautið og það er svo skilj­an­legt.“

Lára Björg seg­ir að aug­ljós­lega sé henn­ar leið að fara alla leið í hina átt­ina en hún reki sig á það að þurfa að svara fyr­ir sig.

„Við jóla­skrauts­fólkið erum of­sótt­ur hóp­ur. Ég er ekki að reyna að vera óþolandi með því að skreyta svona mikið, síður en svo, það eina sem mig lang­ar er að fólk komi heim til mín og því líði vel, líði eins og það sé að koma inn í eitt­hvað þægi­legt. Að heim­ili mitt sé æv­in­týri fyr­ir fólk að stíga inn í.“

Það er ef til vill svo­lítið seint að koma inn á það í viðtal­inu en Lára býr ekki ein í jóla­skraut­inu sínu á Reyn­istað. Þar búa líka fimm karl­menn, eins og hún orðar það. Eig­inmaður­inn Tryggvi Tryggva­son, syn­irn­ir Björn Óttar og Ólaf­ur Bene­dikt og Ragdoll-kett­irn­ir Jur­gen Klopp og Kenny Dal­g­ish. Sem láta sér all­ir fátt um finn­ast.

„Það er eng­inn að draga úr mér, Tryggvi fer og heng­ir upp serí­ur í stig­an­um mögl­un­ar­laust en það er ekki eins og allt heim­ilið sam­ein­ist í föndri og bakstri. Ég er ein í þessu og það er allt í lagi, þetta er bara mitt verk­efni, á móti kem­ur að ég kann til dæm­is ekki mikið að elda.

Ég vil líka meina að við skreyt­ing­ar­fólkið, sem erum allt haustið að hugsa um hvernig við get­um gert allt fal­legt, erum að skoða og pæla, fara út í búð, kaupa þetta og finna hitt til – okk­ar vinna er gjarn­an mjög van­met­in. Ég er ekki að segja að fólk sé vanþakk­látt en það ger­ir sér ekki grein fyr­ir hvað það fer mik­il vinna í þetta.

Ég vil að hvert sem þú lít­ir sjá­irðu eitt­hvað fal­legt og ég veit að innst inni finnst fjöll­unni þetta al­veg smá skemmti­legt. En það er nú samt alltaf svo að sá sem ger­ir steik­ina fær mesta hrósið, meðan þú stend­ur með sprungn­ar æðar í aug­um og hefti í hár­inu eft­ir seríuslag. Þetta er ósýni­leg vinna.“

Í húsinu er gamalt píanó sem var í eigu ömmu …
Í hús­inu er gam­alt pí­anó sem var í eigu ömmu henn­ar og afa. Lára tók sig til á dög­un­um og málaði stof­una gula. Sá lit­ur fer vel við jóla­skrautið. mbl.is/​Karítas

Vill drama­tísk jól

Jól­in á Reyn­istað eru gyllt, græn og rauð og allt þetta spegl­ast í kristal. „Því ég vil alls ekki þenn­an skandi­nav­íska míni­mal­isma,“ seg­ir Lára Björg og hef­ur tak­markaða þol­in­mæði fyr­ir drapp­lituðum og ljós­grá­um stjörn­um.

„Ég vil drama­tísk jól. Að þú gang­ir inn til mín og jólaþung­inn legg­ist yfir þig eins og þú sért að ganga inn í jóla­kúlu.“

Blaðamaður lít­ur á Láru Björgu til að at­huga hvort henni stökkvi bros. Ekki vott­ur.

„Ef ég gæti haft gervisnjó­komu myndi ég gera það. Amma Birna og afi Ragn­ar bjuggu lengi í Banda­ríkj­un­um og amma mín úðaði alltaf hvítu frauðspreyi yfir jóla­tréð. Ég á ennþá jóla­kúl­ur frá henni með frauðinu á.“

Lára Björg vís­ar hér í föður­for­eldra sína, Birnu Önnu Sig­valda­dótt­ur og Ragn­ar Karls­son. Þegar Lára bjó sem krakki í Banda­ríkj­un­um var keyrt til þeirra á jól­un­um og jólaserí­urn­ar voru skoðaðar í þaula á leiðinni.

„Ég hugsaði alltaf hvað það hlyti að vera gam­an hjá þeim sem væru með mikið skraut og mig lang­ar til að það sé gam­an hjá mér.“

Lára hefur safnað jólaskrauti um langa hríð.
Lára hef­ur safnað jóla­skrauti um langa hríð. mbl.is/​Karítas

Hvert er viðhorf þitt til jól­anna?

„Þegar ég var að al­ast upp fór­um við oft­ast í messu og þegar ég var í Hamra­hlíðarkórn­um sung­um við syst­urn­ar í messu, oft bæði klukk­an sex og svo fór­um við líka í miðnæt­ur­messu. Þetta var afar hátíðlegt.“

Birna Anna Björns­dótt­ir, rit­höf­und­ur og syst­ir Láru, býr með fjöl­skyldu sinni í New York.

„Eft­ir að ég og syst­ir mín eignuðumst börn koma þau um jól­in til Íslands frá New York, og hér á Reyn­istað erum við öll í mat. Þetta snýst um sam­veru, við erum bara sam­an og allt er alltaf eins. Ég geri kart­öfl­urn­ar, syst­ir mín kem­ur með desert­inn, syst­ir mín og Tryggvi gera sós­una. Það myndi aldrei vera tekið í mál að ein­hver ann­ar gerði sós­una og ég veit að þetta hljóm­ar kannski ekki þannig, en þetta er alltaf al­veg af­slappað. Svo taka við stóru jóla­boðin og ára­mót­in.“

Fyr­ir utan þess­ar heim­il­is­venj­ur eru eng­ar hefðir í út­stáelsi, hvorki jóla­tón­leik­ar né eitt­hvað sem krefst þess að panta miða.

„Fólk seg­ir gjarn­an að það sem sé svo gam­an við aðvent­una sé að fara á jóla­tón­leika og slaka síðan bara á í des­em­ber, en sjálf fer ég ekki neitt og slaka auðvitað ekk­ert á. Sem er smá mót­sögn en intróvert­in­um í mér finnst ekk­ert gam­an að fara á um­fangs­mik­il manna­mót eða stóra tón­leika. Ég kann best við mig ein heima, að pakka inn, vesen­ast og þrífa. Jóla­hrein­gern­ing er allt árið um kring hjá mér og þú finn­ur ekki eitt horn sem er óþrifið í lok nóv­em­ber.“

Hér má sjá gamalt jólaskraut sem hefur tilfinningalegt gildi.
Hér má sjá gam­alt jóla­skraut sem hef­ur til­finn­inga­legt gildi. mbl.is/​Karítas

Að lok­um er því hvíslað hvort það klúðrist virki­lega aldrei neitt í jóla­hald­inu. Stórt spurn­ing­ar­merki fylg­ir.

„Jól­in eru aldrei klúður hjá mér. Við segj­um gleðileg jól klukk­an sex, hlust­um á mess­una, syngj­um með, borðum um sjö. En það þarf ekk­ert endi­lega að vera sami mat­ur­inn. Enda er það skrautið sem er aðal­atriðið.“

Lára kveik­ir á kert­um því farið er að skyggja, bæt­ir aðeins á grenilykt­ina með nokkr­um gus­um og bros­ir. Og tek­ur að lok­um fram að hún beri eng­an kala til þeirra sem skreyta lítið eða bara ekk­ert.

„Það er ekk­ert bannað að gera þetta öðru­vísi en ég. Mér finnst þetta bara svo gam­an.“

Gyllt og grænt eru ráðandi litir í bland við kristal …
Gyllt og grænt eru ráðandi lit­ir í bland við kristal þegar kem­ur að borðskreyt­ing­um. mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
Mamma Láru fann servétturnar á antíkmarkaði í Frakklandi en það …
Mamma Láru fann serv­ét­t­urn­ar á an­t­ík­markaði í Frakklandi en það fylgdi sög­unni að staf­irn­ir LB væru staf­ir ein­hvers baróns í Frakklandi. Morg­un­blaðið/​Karítas
Jólátré í hliðarstofu nýtur sín vel við nýmáluðu grænu veggina.
Jólátré í hliðar­stofu nýt­ur sín vel við ný­máluðu grænu vegg­ina. mbl.is/​Karítas
Á ljósmyndinni er Kristín Anna Claessen heitin, amma Láru, en …
Á ljós­mynd­inni er Krist­ín Anna Claessen heit­in, amma Láru, en hún föndraði dúkk­urn­ar fyr­ir jól­in. mbl.is/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda