„Tíminn með fjölskyldunni er ennþá mikilvægari fyrir mig núna“

Áslaug Magnúsdóttir er ennþá mjög mikið jólabarn.
Áslaug Magnúsdóttir er ennþá mjög mikið jólabarn. Ljósmynd/Kári Sverriss

Áslaug Magnús­dótt­ir er lærður lög­fræðing­ur og viðskipta­fræðing­ur. Hún er bú­sett í Banda­ríkj­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Sacha Tu­eni og syn­in­um Oce­an Thor. Áslaug hef­ur verið áber­andi allt frá því hún stofnaði tísku­vefsíðuna Moda Oper­andi árið 2010. Fyr­ir fá­ein­um árum stofnaði hún svo fatalín­una Kötlu sem legg­ur áherslu á sjálf­bærni í tísku. Í öllu amstr­inu sem fylg­ir viðskipta­líf­inu met­ur Áslaug fjöl­skyld­una mest af öllu. Jól­in eru henni afar mik­il­væg og sá tími sem hún finn­ur hvað mesta þörf fyr­ir sam­ver­una með fólk­inu sínu.

„Ég er al­veg jafn mikið jóla­barn og ég var sem lít­il stelpa,“ seg­ir Áslaug. Þegar hún var barn þóttu henni all­ar jóla­hefðir á heim­il­inu nota­leg­ar og skemmti­leg­ar. „Til dæm­is bakst­ur­inn og að skreyta pip­ar­kök­ur, kaupa og skreyta jóla­tréð, setja skó í glugg­ann, hlusta á tónlist, spila borðspil og opna pakk­ana.“

Áslaug er gift Sacha Tu­eni og sam­an eiga þau son­inn Oce­an Thor, sem er tveggja og hálfs árs. Son­ur Áslaug­ar úr fyrra hjóna­bandi er Gunn­ar Ágúst Thorodd­sen, 31 árs. Hann og kon­an hans Mar­lena eiga tæp­lega þriggja ára dreng, barna­barnið henn­ar Áslaug­ar, Óli­ver Gunn­ar.

Áslaug og Sacha hitt­ust fyrst á Íslandi sum­arið 2018. Þá var hún stödd hér­lend­is að skipu­leggja tækni­ráðstefnu í Hörpu. Þau áttu sam­eig­in­lega vini sem stóðu að ráðstefn­unni og Sacha var einn af ráðstefnu­gest­un­um. Á þeim tíma bjó Áslaug í New York en hann í San Francisco svo þau hitt­ust ekki aft­ur fyrr en nokkr­um mánuðum seinna, eða í nóv­em­ber sama ár, í sigl­ingu í Karíbahaf­inu með þess­um sömu vin­um.

Amor knúði á dyr hjá þeim Áslaugu og Sacha og seg­ir hún þau varla hafa verið í sund­ur nema nokkra daga í einu.

Hér er Áslaug með sínum allra bestu á Háteigsveginum.
Hér er Áslaug með sín­um allra bestu á Há­teigs­veg­in­um. Ljós­mynd/​Aðsend
Hér er setið til borða á heimili Áslaugar á Íslandi.
Hér er setið til borða á heim­ili Áslaug­ar á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Rík­ar jóla­hefðir

Sacha ólst upp í Vín­ar­borg og á enn fjöl­skyldu þar, en Áslaug er ís­lensk og ólst að hluta upp er­lend­is. Aðspurð um hefðir inn­an fjöl­skyld­unn­ar seg­ir hún að þeim sé blandað sam­an á skemmti­leg­an máta.

Áslaug held­ur fast í jóla­hefðir sinn­ar fjöl­skyldu, t.d. hvað varðar hátíðarmat­inn. Hins veg­ar hef­ur aðal­rétt­ur­inn breyst þar sem hún og móðir henn­ar hættu að borða kjöt fyr­ir nokkr­um árum. „Við erum alltaf með möndl­ugraut í for­rétt á aðfanga­dag og möndlu­verðlaun,en möndlu­verðlaun­in eru alla jafna skemmti­legt borðspil sem fjöl­skyld­an nýt­ur að spila sam­an um jól­in. Eft­ir­rétt­ur­inn er alltaf heima­til­búna súkkulaðimús­in henn­ar mömmu með rjóma eða vanilluís.“

Eft­ir mat­inn eru pakk­arn­ir opnaðir og yngsta læsa barnið sér um að lesa á pakk­ana og út­deila þeim. „Svo er alltaf passað upp á að hund­arn­ir fái líka pakka.“

Hún seg­ir eina skemmti­leg­ustu jóla­hefðina úr fjöl­skyldu Sacha vera þá að fara á jóla­markað í Vín­ar­borg fyr­ir hátíðarn­ar en að því miður hafi þau ekki náð að gera það mjög oft. Þau von­ist þó til að fara oft­ar til Vín­ar þegar son­ur­inn Oce­an Thor verði aðeins eldri.

„Svo eru Aust­ur­rík­is­menn auðvitað fræg­ir fyr­ir sæt­ind­in og eru bæði Sacher-kaka og Moz­art-kúl­ur ómiss­andi hluti af jóla­hátíðinni okk­ar.“

Jóla­hefðirn­ar eru rík­ar en þó er ein sem stend­ur upp úr og það er sam­ver­an, einn af hápunkt­um jóla­hátíðar­inn­ar í huga Áslaug­ar.

Áslaug er hér ásamt manninum sínum, foreldrum og sonum á …
Áslaug er hér ásamt mann­in­um sín­um, for­eldr­um og son­um á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Jóla­gjöf­in varð besti vin­ur­inn

Áslaug hef­ur lengst af starfað í tísku­heim­in­um, en hún stofnaði árið 2010 tísku­vefsíðuna Moda Oper­andi sem sel­ur merkja­vöru á borð við Valent­ino og Prada. Fyr­ir nokkr­um árum stofnaði hún svo fatalín­una Kötlu sem ein­blín­ir á sjálf­bærni í tísku.

Í svo stór­um verk­efn­um, sem eig­in fyr­ir­tækja­rekst­ur er, verður þeim mun mik­il­væg­ara að finna jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs. Hún seg­ist því ávallt reyna að taka frí nokkr­um dög­um fyr­ir jól og fram yfir ára­mót.

„Tím­inn með fjöl­skyld­unni er mik­il­væg­ari fyr­ir mig núna en nokkru sinni fyrr. Í ár hlakka ég sér­stak­lega til að fá að upp­lifa jól­in í gegn­um litlu dreng­ina Oce­an Thor, Óli­ver og frænda þeirra Óðin, sem er son­ur bróður míns.“

Þrátt fyr­ir að vera frum­kvöðull á sviði viðskipta og tísku er eft­ir­minni­leg­asta jóla­gjöf Áslaug­ar ekki merkja­vara held­ur allt annað.

„Ég verð eig­in­lega að fá að nefna tvær eft­ir­minni­leg­ar jóla­gjaf­ir. Sú fyrri var Kol­ur litli sem var svart­ur labra­dor­hund­ur. For­eldr­ar mín­ir gáfu mér hann í jóla­gjöf þegar ég var sirka átta ára og við bjugg­um í Banda­ríkj­un­um. Hann varð að sjálf­sögðu besti vin­ur minn.“

Frændurnir Ocean Thor og Óliver Gunnar.
Frænd­urn­ir Oce­an Thor og Óli­ver Gunn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferðalagið sem breytti líf­inu

Þá nefn­ir Áslaug seinni gjöf­ina sem er henni svo eft­ir­minni­leg. Þau Sacha gáfu hvort öðru Taí­lands­ferð jól­in 2018. Eft­ir ára­mót­in fóru þau sam­an í þessa æv­in­týra­legu ferð.

„Í lok ferðar­inn­ar skellt­um við okk­ur í nudd sem boðið var upp á í flug­stöðvar­bygg­ing­unni. Þegar við vor­um að kveðja sagði nudd­kon­an við okk­ur að við ætt­um að eiga barn sam­an, það yrði fal­legt barn.“

Áslaug var þarna orðin 51 árs og seg­ist hafa verið búin að gefa upp von­ina um að eign­ast annað barn.

„En nudd­kon­an í Taílandi kom þess­ari hug­mynd í koll­inn á okk­ur báðum. Ég fór að rann­saka og leita leiða og bar það loks þann ár­ang­ur að Oce­an Thor fædd­ist þrem­ur árum seinna eða í maí 2022.“

Hér er eldri sonur Áslaugar, Gunnar Ágúst Thoroddsen, með son …
Hér er eldri son­ur Áslaug­ar, Gunn­ar Ágúst Thorodd­sen, með son sinn Óli­ver Gunn­ar og litla bróður sinn Oce­an Thor. Ljós­mynd/​Aðsend

Kem­ur alltaf „heim“ um jól­in

Áslaug er bú­sett í Banda­ríkj­un­um, ásamt fjöl­skyldu sinni. Í aðdrag­anda jóla hafa þau sér­stak­lega gam­an af að skreyta og setja upp mikið af ljós­um. Hún seg­ir jóla­stemn­ing­una einnig fel­ast í smá­köku­bakstr­in­um og að bera fram skál­ar af kon­fekti eða manda­rín­um.

„Jóla­daga­töl verða ör­ugg­lega fljót­lega aft­ur vin­sæl þegar Oce­an Thor verður aðeins eldri.“

Áslaug hefur gert það gott í heimi tísku og viðskipta.
Áslaug hef­ur gert það gott í heimi tísku og viðskipta. Ljós­mynd/​Kári Sverriss

Áslaug læt­ur fjar­lægðina ekki stöðva sig og hef­ur fjöl­skyld­an nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust komið heim til Íslands yfir jól og ára­mót. Henni hef­ur alltaf þótt mik­il­vægt að geta tekið þátt í ár­legu boðunum og vera heima á þess­um tíma þegar hún veit að flest­ir fjöl­skyldumeðlim­ir og vin­ir eru á staðnum.

„Á Íslandi er það orðin hefð að hitta nokkra af bestu vin­un­um á Þor­láks­messu­kvöld eft­ir að við erum búin að skreyta og pakka. Við hitt­umst þá yf­ir­leitt á huggu­leg­um stað niðri í bæ og fáum okk­ur kampa­vín til að halda upp á hátíðirn­ar.“ Sam­veru­stund­ir sem minna hana óneit­an­lega á þegar hún bjó í New York og fór ásamt vin­um niður í Rocke­fell­er Center fyr­ir jól­in að ná mynd­um fyr­ir fram­an stóra jóla­tréð.

„Best er ef ég get verið í fríi all­an tím­ann sem ég er á Íslandi yfir hátíðarn­ar. Það geng­ur ekki alltaf hundrað pró­sent, stund­um þarf ég að taka ein­hverja síma­fundi inn á milli. En það tekst yf­ir­leitt að mestu,“ seg­ir hún að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda