Fegurðin er í hversdagsleikanum

„Ég fæ rosalega mikið hrós fyrir húðina mína og ég …
„Ég fæ rosalega mikið hrós fyrir húðina mína og ég kann að meta það því ég er mjög dugleg að sinna henni,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. Ljósmynd/Aðsend

Leik- og söng­kon­an Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir söng sig inn í hjörtu lands­manna í söng­leikn­um Elly sem bygg­ir á ævi einn­ar dáðustu söng­konu þjóðar­inn­ar Elly Vil­hjálms. Hún seg­ist hafa þurft að hugsa bet­ur um húðina eft­ir að hafa byrjað að starfa í leik­húsi og fjár­fest­ir í sjálfri sér með góðum húðvör­um. 

„Elly var stór­glæsi­leg kona sem bjó yfir mik­illi fág­un. Hún hugsaði mikið um út­litið, var alltaf að sauma á sig nýja kjóla og gerði það lengi vel sjálf þar til hún fékk sauma­konu í verkið. Hún var uppi á sviði og skipti um kjól mörg­um sinn­um á einu kvöldi. Útlitið skipti hana miklu máli og skipt­ir mig auðvitað einnig miklu máli, ég hef mjög gam­an að því að hafa mig til og tel mik­il­vægt að hugsa vel um sjálf­an sig,“ seg­ir Katrín Hall­dóra sem tel­ur sig og Elly lík­ar á marg­an hátt: „Útlits­lega erum við lík­ar en hún gat líka tekið svo skemmti­leg­ar, skrýtn­ar og skyndi­leg­ar ákv­arðanir sem ég tengi við. Ég vildi óska að ég hefði getað kynnst henni,“ út­skýr­ir hún.

Söng­leik­ur­inn Elly hef­ur væg­ast sagt slegið í gegn hjá lands­mönn­um en hann var frum­sýnd­ur árið 2017 í Borg­ar­leik­hús­inu og átti eft­ir að vera sýnd­ur tvöhundruð og tutt­ugu sinn­um. Í haust hóf­ust sýn­ing­ar á ný í tak­markaðan tíma. Leik­hús­sýn­ing­um fylg­ir mik­il förðun fyr­ir stóra sviðið og seg­ist Katrín Hall­dóra þurfa að sinna húðinni vel: „Fyr­ir tíu árum hugsaði ég í raun ekk­ert um húðina mína en í leik­hús­inu er húðin mín und­ir miklu álagi. Þá fann ég hvað það er mik­il­vægt að hreinsa hana vel og hafa góða húðrútínu en ég hef notað vör­ur frá Gu­erlain í sjö ár núna. Ég tók þó smá pásu og saknaði þeirra strax því mér fór að líða mjög illa í húðinni. Þá fór ég í Hag­kaup og keypti full­an poka af húðvör­um frá Gu­erlain á nýj­an leik og það var því­lík­ur mun­ur,“ seg­ir hún.

Húðin var undirbúin með Abeille Royale-húðvörum áður en Parure Gold …
Húðin var und­ir­bú­in með Abeille Royale-húðvör­um áður en Par­ure Gold Dou­ble Veil Pri­mer SPF50 var notaður. Ljós­mynd/​Aðsend

Fær hrós fyr­ir húðina

„Maður er á þeim stað að vera með and­litið í sviðsljós­inu og nota það í vinn­unni. Mér finnst það skipta rosa­lega miklu máli, eins og ef maður er í sjón­varpi að húðin sé góð því það er auðvitað horft á hverja ein­ustu línu á and­liti manns,“ seg­ir Katrín Hall­dóra og held­ur áfram: „Ég fæ rosa­lega mikið hrós fyr­ir húðina mína og ég kann að meta það því ég er mjög dug­leg að sinna henni, og nota Abeille Royale húðvöru­lín­una frá Gu­erlain til þess.“

Það lá því bein­ast við að spyrja Katrínu Hall­dóru hvaða þrjár húðvör­ur væru nauðsyn­leg­ar að henn­ar mati til að tak­ast á við kóln­andi veðurfar og það stóð ekki á svör­um: „Abeille Royale In­ten­se Cle­ans­ing Oil er al­gjör lyk­ilvara fyr­ir mig til að leysa upp all­an farða og hreinsa húðina. Næst verð ég að nefna næt­ur­kremið, Abeille Royale Ho­ney Treatment Nig­ht Cream en húðin verður svo þétt, mjúk og nærð þegar ég nota það. Að lok­um myndi ég segja að augnserumið, Abeille Royale Dou­ble R Renew & Repa­ir Eye Ser­um, sé lítið leyni­vopn til að slétta áferð augnsvæðis­ins, veita því raka og ljóma,“ tel­ur Katrín Hall­dóra upp en vill bæta við: „Ef ég er að farða mig þá ger­ir það mikið að nota töfrapenn­ann frá Gu­erlain, Precious Lig­ht, und­ir aug­un áður en ég nota hylj­ara en hann lita­leiðrétt­ir og dreg­ur úr blám­an­um á augnsvæðinu, skap­ar ljóma og fer ekki í fín­ar lín­ur.“

Dýrleif notaði augnskuggapallettuna Ombres G Eyeshadow Quad í litnum 888 …
Dýr­leif notaði augnskuggapall­ett­una Ombres G Eyes­hadow Quad í litn­um 888 Reg­ar­de-Moi, úr hátíðarlínu Gu­erlain, til að und­ir­strika augu Katrín­ar Hall­dóru. Ljós­mynd/​Aðsend

All­ar vin­kon­urn­ar keyptu varalit­inn

Katrín Hall­dóra fór á förðun­ar­nám­skeið til að læra að farða sjálfa sig með eig­in vör­um og hún seg­ir að það hafi sann­ar­lega borgað sig, hún hafi lært mjög mikið og til­einkað sér nýj­ar aðferðir við að farða sig. Hún seg­ist mikið nota förðun­ar­vör­ur frá Gu­erlain og nefn­ir sér­stak­lega varalit­inn KissKiss Bee Glow:

„Mér finnst þessi varalit­ur stór­kost­leg­ur en ég nota lit­inn Blossom Glow. Ég er búin að vera með hann á mér í all­an vet­ur, var­irn­ar verða svo mjúk­ar og lit­ur­inn fal­leg­ur, en þetta er í raun eins og litaður vara­sal­vi, og all­ar vin­kon­ur mín­ar hafa keypt sér hann líka. Svo finnst mér Terracotta Le Teint farðinn geggjaður því ég get bæði notað hann hvers­dags og svo við fínni til­efni eft­ir því hversu mikið magn ég set en hann gef­ur húðinni ótrú­lega fal­lega áferð. Eins finnst mér The Eye Pencil Water­proof í litn­um Brown Earth al­veg klikkaður, hef verið stoppuð og spurð hvaða augn­blý­ant ég sé með,“ seg­ir Katrín Hall­dóra og hlær.

Katrín Halldóra fór á förðunarnámskeið til að læra að farða …
Katrín Hall­dóra fór á förðun­ar­nám­skeið til að læra að farða sjálfa sig með eig­in vör­um og það hafi sann­ar­lega borgað sig, hún hafi lært mjög mikið og til­einkað sér nýj­ar aðferðir við að farða sig Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il feg­urð í hvers­dags­leik­an­um

Sjarmi og sjálfs­ör­yggi Katrín­ar Hall­dóru er eft­ir­tekt­ar­vert og end­ur­spegl­ast feg­urð henn­ar í því, óháð öll­um snyrti­vör­um. Feg­urð er hlut­lægt mat hvers og eins og því velt­ir blaðamaður fyr­ir sér hvað feg­urð sé í aug­um Katrín­ar Hall­dóru og hvað skap­ar feg­urð innra með henni?

„Þegar maður er með fjöl­skyld­unni og í hvers­dags­leik­an­um, þá er svo mik­il feg­urð í öllu. Þá er ég oft án allr­ar förðunar og finnst ég vera jafn fal­leg förðuð og án farða. Ég grín­ast gjarn­an með það að segja bara: „Djöf­ull er ég flott!“ ef ég fer eitt­hvað að ef­ast um sjálfa mig og finnst að maður eigi að vera dug­leg­ur að horfa í speg­il­inn og hugsa: „Vá hvað ég er flott!“ en það hjálp­ar mér mikið að trúa ávallt á sjálfa mig. Það er líka feg­urð í mín­um huga,“ seg­ir Katrín Hall­dóra og hvet­ur alla, kon­ur, kvár og karla, til að finna sinn innri og ytri ljóma með því að hrósa sjálf­um sér og gefa sér tíma til þess að hugsa vel um sig – fjár­festa í sjálf­um sér.

Dýrleif fullkomnaði augnförðunina með Noir G Mascara.
Dýr­leif full­komnaði augn­förðun­ina með Noir G Mascara. Ljós­mynd/​Aðsend

Fram­kallaðu förðun Katrín­ar Hall­dóru með hátíðarlínu Gu­erlain

Hér að neðan eru leiðbein­ing­ar hvernig má farða sig eins og Katrín Hall­dóra en það var förðun­ar­fræðing­ur­inn Dýr­leif Sveins­dótt­ir sem farðaði Katrínu Hall­dóru með töfr­andi hátíðarlínu Gu­erlain. 

Húðin

Húðin var und­ir­bú­in með Abeille Royale-húðvör­um áður en Par­ure Gold Dou­ble Veil Pri­mer SPF50 var notaður. Næst notaði Dýr­leif Terracotta Le Teint farðann með bursta N°11 og svo Terracotta Conceal­er með bursta N°21. Par­ure Gold Skin Diamond Micro-Powder var svo notað yfir hylj­ar­ann til að fá fal­lega birtu. Næst setti hún Terracotta Bronzer und­ir kinn­bein­in og rétt ofan á þau, við kjálka­bein og á ennið en hún notaði hann einnig sem skugga á augn­beinið áður en hún notaði augnskugga.

Katrín Halldóra segist mikið nota förðunarvörur frá Guerlain og nefnir …
Katrín Hall­dóra seg­ist mikið nota förðun­ar­vör­ur frá Gu­erlain og nefn­ir sér­stak­lega varalit­inn KissKiss Bee Glow en all­ar vin­kon­ur henn­ar enduðu á að kaupa hann líka. Ljós­mynd/​Aðsend

Aug­un

Dýr­leif notaði augnskuggapall­ett­una Ombres G Eyes­hadow Quad í litn­um 888 Reg­ar­de-Moi, úr hátíðarlínu Gu­erlain, til að und­ir­strika augu Katrín­ar Hall­dóru. Hún notaði bronslitaða augnskugg­ann á innri augnkrók og ytri, blandaði hon­um einnig í glóbus­lín­una en skildi miðju augn­loks­ins eft­ir. Sanseraða rauða augnskugg­ann setti hún yfir bronslitaða augnskugg­ann og blandaði inn á miðju augn­loks­ins. Rauða augnskugg­ann setti hún yst á augn­lokið fyr­ir meiri dýpt.
Hún setti augn­blý­ant við enda augn­hár­anna og blandaði rétt upp á aug­lokið og setti síðan svarta þunna línu með Noir G Grap­hic Liner til að fá skerpu og full­komnaði augn­förðun­ina með Noir G Mascara. Í auga­brún­irn­ar notaði hún Brow G auga­brúna­blý­ant­inn.

Var­irn­ar

Dýr­leif und­ir­bjó var­irn­ar með KissKiss Lip Lift áður en hún mótaði þær með Contour G Lip Liner í lit 03 Le Brun Tonka. Að lok­um notaði hún varalit úr jóla­lín­unni sem nefn­ist Rou­ge G Vel­vet í lit 207 Le Beige Bijou.

Förðunarfræðingurinn Dýrleif Sveinsdóttir farðaði Katrínu Halldóru með töfrandi hátíðarlínu Guerlin.
Förðun­ar­fræðing­ur­inn Dýr­leif Sveins­dótt­ir farðaði Katrínu Hall­dóru með töfr­andi hátíðarlínu Gu­erl­in. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda