Eltingarleikur heilmyndarinnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rit­höf­und­ur­inn Ófeig­ur Sig­urðsson seg­ir frá sinni nýj­ustu bók Skrípið. Vestur­ís­lenskt tón­skáld seg­ir hér frá tón­leik­um sem hann stóð fyr­ir í Eld­borg­ar­sal Hörpu, þar sem hann beitti ný­stár­legri tækni svo hinn látni pí­anó­leik­ari Horowitz gæti end­ur­flutt tón­leika frá Rík­is­tón­list­ar­skól­an­um í Moskvu árið 1986. Tón­leik­arn­ir gera storm­andi lukku og okk­ar maður legg­ur drög að tón­leika­ferðalagi með heil­mynd­ar-Horowitz. Þegar Kóvid-far­ald­ur­inn brest­ur á fara plön­in út um þúfur og sögumaður okk­ar fest­ist í Bor­ger­hout-hverf­inu í Belg­íu. Þar grein­ir hann frá und­ir­bún­ingi tón­leik­anna, og fílósófer­ar í leiðinni um jötna og pró­sent­ur, frið og frelsi, land­flutn­inga og upp­lausn.

    Ófeig­ur Sig­urðsson hef­ur sent frá sér ljóðabæk­ur og skáld­sög­ur sem vakið hafa mikla at­hygli, hlotið lof les­enda og gagn­rýn­enda og unnið til virtra verðlauna. Skáld­sag­an um Jón Eld­klerk hlaut Bók­mennta­verðlaun Evr­ópu­sam­bands­ins 2011 og met­sölu­bók­in Öræfi hreppti Íslensku bók­mennta­verðlaun­in 2014. Síðan hef­ur hann sent frá sér skáld­sög­una Heklu­gjá (2018) og smá­sagna­safnið Váboða (2020) og á síðasta ári kom skáld­sag­an Far heim­ur, far sæll.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda

    fasteignasali svarar spurningum lesenda