„Ég fer alltaf í smá „boot-camp“ með húðina eftir jólahátíðirnar og nota þá 30 Day Treatment vöruna til að byrja árið vel. Þetta er dásamlega hrein og öflug vara sem nærir húðina og byggir hana upp. Ég mæli með að nota 30 Day Treatment bæði kvölds og morgna og setja einnig dropa á augnlokin og á svæðið í kringum augum,“ segir Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölusviðs BIOEFFECT.
„Ég finn alltaf mun á húðinni þegar ég nota 30 Day Treatment og tek 30 daga kúrinn eða meðferðina svona þrisvar sinnum á ári. Það er magnað að sjá árangurinn hjá sumum eftir aðeins mánaðarnotkun.“
Þegar Berglind klárar 30 Day Treatment þá notar hún EGF Power línuna. „Mér finnst 30 Day Treatment varan sú allra besta fyrir fólk á mínum aldri sem er komið með aðeins þroskaðri húð. 30 Day Treatment er húðátak í 30 daga og síðan viðheld ég árangrinum með Power vörunum okkar. Það eru þrjár vörur í Power-línunni sem hægt er að nota einar og sér en ég elska að nota þær allar saman. Þær vinna einkar vel þannig. Ég byrja á að setja EGF Power Serumið á hreina húðina, því næst nota ég EGF Power Eye Cream í kringum augun og að lokum EGF Power Cream á allt andlitið. Þetta er hin heilaga þrenna þeirra sem vilja halda í eilífðar ljóma.“
Hvernig er dagur í lífi framkvæmdastjóra sölusviðs BIOEFFECT?
„Enginn dagur er eins! Við seljum vörurnar okkar á yfir 20 mörkuðum. Við stýrum sjálf þremur mörkuðum, sem eru Ísland, Bandaríkin og Bretland, en vinnum með dreifingaraðilum á öðrum mörkuðum. Þannig stýrum við sjálf öllu sölu- og markaðsstarfi á eigin mörkuðum. Það er ótrúlega gaman og áhugavert að sjá hvernig markaðir vinna oft á ólíkan máta. Það sem við erum ánægðust með er að sjá að vörurnar okkar höfða til viðskiptavina í öllum þessum löndum.
Sérstaða BIOEFFECT byggir á vaxtaþáttum sem framleiddir eru með aðferðum plöntu-líftækni en vaxtaþættirnir sem við notum í vörur BIOEFFECT, svo sem EGF, eru eftirlíkingar af vaxtaþáttum sem finnast náttúrulega í húðinni okkar. Vaxtaþættir, sem má líka kalla sértæk prótín, hjálpa húðfrumum að auka framleiðslu á kollageni og teygjanleika (e elastini) húðarinnar en þetta eru helstu byggingarefni húðarinnar. Húð, óháð kynþætti eða kyni, tengir því strax vel við vaxtaþættina sem stuðla að heilbrigðri húð,“ segir Berglind og bætir við að mikilvæg sérstaða BIOEFFECT sé einnig: „Að vörurnar eru al-íslenskar, lykilinnihaldsefni EGF er framleitt í byggi með aðferðum plöntu-líftækni í gróðurhúsi á Íslandi og þá er auðvitað íslenska hreina vatnið í vörunum okkar. Framleiðslan fer fram í höfuðstöðvum okkar í Kópavogi og þannig tryggjum við líka gæðin með því að sjá um allt ferlið sjálf.“
Berglind segir gaman að fylgjast með því hve vel einstaklingar svo sem á Bandaríkjamarkaði eru að taka BIOEFFECT vörunum. „BIOEFFECT er að vaxa mjög hratt í Bandaríkjunum, sem er orðinn einn af lykilmörkuðum okkar. Við sem höfum notað og þekkt BIOEFFECT um árabil vitum að það er aldrei of seint að byrja að nota vörurnar okkar. Ég hitti eitt sinn eldri konu um áttrætt í New York sem spurði mig út í vörurnar og hvort hún væri ekki alltof sein í að reyna að bæta ástand húðarinnar. Ég sagði auðvitað nei og ákvað að gefa henni EGF Serum til notkunar á hverjum degi. Hún var ekki vongóð en tveimur mánuðum síðar þá fékk ég þakkarpóst frá henni þar sem hún sagðist vera í skýjunum yfir árangrinum, og sagði að hún liti ekki út fyrir að vera deginum eldri en sextug!“
Hvað getur þú sagt okkur um þjónustuna sem þið bjóðið upp á fyrir einstaklinga sem vilja einstaklingsmiðaða húðmeðferð hjá ykkur?
„Í BIOEFFECT versluninni starfar sérþjálfað starfsfólk með góða þekkingu og reynslu í húðráðgjöf. Við leggjum áherslu á að veita persónulega ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu því það er nú oftast það sem viðskiptavinurinn er að kalla eftir. Við gleðjum viðskiptavini líka jafnan með góðum kaupauka þegar verslað er. Í versluninni okkar bjóðum við einnig upp á húðmælingar til að skoða ástand húðarinnar og aðstoðum þannig við valið á réttu vörunni. Það kostar 4.900 krónur að fara í slíka húðmælingu, upphæðin gildir síðan upp í vöruúttekt í verslun BIOEFFECT,“ segir Berglind.
Áttu góð húðráð fyrir nýja árið?
„Góð húðhreinsun skiptir miklu máli því hún er undirstaða þess að húðin sé ekki með lag ofan á sér sem hindrar húðvörur til að komast dýpra ofan í húðina. Það hjálpar að nota góðan skrúbb reglulega til að djúphreinsa húðina. Volcanic Exfoliator frá BIOEFFECT er mjög mildur og góður skrúbbur sem hægt er að nota í sturtunni. Það er gott að fara í heita gufu til að opna aðeins húðina. Maskarnir okkar eru orðnir ómissandi í húðrútínuna, þetta eru hydrogel maskar sem vinna vel að því að koma húðdropunum okkar enn betur inn í húðina. Góð andlitsrúlla er alltaf gagnleg til að örva blóðflæðið. „Black horse“ er síðan EGF Essence vatnið okkar, en við notum það eftir hreinsun og áður en serum eða krem er sett á húðina til þess að undirbúa húðina enn betur fyrir vörurnar sem fylgja á eftir og koma jafnvægi á húðina. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að mikil vatnsdrykkja getur hjálpað til núna,“ segir Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölusviðs BIOEFFECT.