Allt fyrir veisluna og öskudaginn í Partyland

Það er nóg að gera hjá Kamillu Birtu Guðjónsdóttur í …
Það er nóg að gera hjá Kamillu Birtu Guðjónsdóttur í Partyland enda Öskudagur og fermingar framundan. Ljósmynd/Aðsend

„Það er stans­laust fjör á þess­um árs­tíma og það er svo skemmti­legt að sjá krakk­ana koma með for­eldr­um sín­um að velja sér bún­inga,“ seg­ir Kamilla Birta Guðjóns­dótt­ir hjá Party­land í Holta­görðum.

„Við erum með mát­un­ar­klefa og það er því hægt að máta bún­ing­ana hér. Aðdrag­and­inn að ösku­deg­in­um er mjög skemmti­leg­ur og svo vit­an­lega dag­ur­inn sjálf­ur því krakk­arn­ir koma hingað í hrönn­um að syngja.

Við erum ekki bara með bún­inga fyr­ir all­an ald­ur, allt frá sex mánaða og upp í full­orðins­stærðir, held­ur líka alls kon­ar fylgi­hluti fyr­ir bún­ing­ana, svo sem hár­koll­ur, hatta, and­lits­máln­ingu og fleira í þeim dúr. Það hef­ur líka verið mjög vin­sælt að panta bún­ing­ana bara beint af vefsíðunni okk­ar, party­land.is, sem hent­ar sér­stak­lega vel fyr­ir fólk úti á landi.“

Hægt er að fá búninga fyrir börn frá sex mánaða …
Hægt er að fá bún­inga fyr­ir börn frá sex mánaða aldri sem og full­orðna í Party­land. Ljós­mynd/​Aðsend

Vin­sælt að slá kött­inn úr tunn­unni

Aðspurð hvaða bún­ing­ar séu vin­sæl­ast­ir hjá börn­un­um seg­ir Kamilla að Frozen sé alltaf jafn vin­sælt sem og of­ur­hetj­urn­ar. „Wed­nes­day hef­ur líka verið mjög vin­sæl und­an­farið og við erum líka með upp­blásna bún­inga sem hafa slegið í gegn. Það er mjög mikið úr­val af bún­ing­um hjá okk­ur og því all­ir sem geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Við erum líka með „pinjöt­ur“ til að slá kött­inn úr tunn­inni og það er alltaf að verða vin­sælla. Pinjöt­urn­ar eru þá tóm­ar en við erum með alls kyns lítið dót til að setja inn í þær, til dæm­is skopp­ara­bolta, sápu­kúl­ur, litl­ar fíg­ur­ur og fleira. Það er líka hægt að setja nammi inn í þær en marg­ir blanda sam­an nammi og smá dóti. Pinjöt­urn­ar eru alls kon­ar; dýr, slökkviliðsbíl­ar, Mína Mús og fleira,“ seg­ir Kamilla og bæt­ir við að full­orðnir kaupi sér frek­ar bún­inga fyr­ir hrekkja­vöku en ösku­dag­inn.

„Það er eins og ösku­dag­ur­inn sé meira fyr­ir börn­in en hrekkja­vak­an meira fyr­ir full­orðna fólkið. Reynd­ar eru full­orðnir að koma og kaupa bún­inga hjá okk­ur allt árið um kring. Það er mikið af alls kyns þemapar­tí­um, mat­ar­boðum og þess hátt­ar og und­an­farið virðist kú­rekaþemað og 80's-þema sér­stak­lega vera vin­sælt.“

Það er vinsælt að áletra á blöðrur í Partyland og …
Það er vin­sælt að áletra á blöðrur í Party­land og til að mynda er oft sett nafn ferm­ing­ar­barns sem og dag­setn­ingu. Ljós­mynd/​Aðsend

Áletr­un á blöðrur

Party­land er sann­ar­lega versl­un þar sem hægt er að finna allt mögu­legt fyr­ir öll til­efni og Kamilla tal­ar um að núna sé líka mikið ann­ríki vegna ferm­ing­anna. „Al­mennt virðist fólk leggja mik­inn metnað í skreyt­ing­ar fyr­ir ferm­ing­ar­veisl­ur enda eru þetta oft stór­ar veisl­ur, al­veg um og yfir 100 manna veisl­ur. Það hef­ur verið mjög vin­sælt hjá okk­ur að láta áletra blöðrur en þá set­ur fólk gjarn­an nafn á ferm­ing­ar­barn­inu og jafn­vel ferm­ing­ar­dag­inn líka. Og blöðrurn­ar eru þá yf­ir­leitt í sama lit og þemað er en merk­ing­in ger­ir þetta per­sónu­legra,“ seg­ir Kamilla sem er mjög spennt fyr­ir kom­andi tíma­bili.

„Það er alltaf gam­an að sjá hvaða lit­ir verða vin­sæl­ast­ir en í fyrra voru það fjólu­blár, ljós­blár og svo var rósagull svaka­lega vin­sæll. Það er líka klass­ískt að vera með hvítt og silf­ur og ég gæti trúað að hvítt yrði mjög vin­sælt í ár.“

Blár, fjólublár, hvítur og rósargull eru vinsælir litir fyrir fermingarveisluna …
Blár, fjólu­blár, hvít­ur og rós­argull eru vin­sæl­ir lit­ir fyr­ir ferm­ing­ar­veisl­una en hægt er að fá allt fyr­ir veisl­una í Party­land. Ljós­mynd/​Aðsend

Allt á ein­um stað

Party­land var opnað í nóv­em­ber 2023 og Kamilla tal­ar um að það hafi gengið mjög vel frá upp­hafi. „Og við finn­um al­veg fyr­ir því að það eru alltaf fleiri og fleira sem leita til okk­ar. Við erum líka svo hepp­in með aðstöðu. Versl­un­in er stór eða um 500 fer­metr­ar og það er ótrú­lega þægi­legt að koma hér að í Holta­görðum. Alltaf hægt að fá stæði, sem er sér­stak­lega gott þegar viðskipta­vin­ir eru að fara út í bíl með fangið fullt af blöðrum,“ seg­ir Kamilla og hlær.

„Viðskipta­vin­ir okk­ar kunna líka að meta að það er hægt að fá allt í veisl­una hér, hvort sem það er borðbúnaður, gesta­bók, blöðrur, kökutopp­ar eða kerti og allt þar á milli. Og svo er ekki verra að Bón­us er á neðri hæðinni ef fólk vant­ar eitt­hvað í veit­ing­arn­ar og það er meira að segja hægt að græja ferm­ing­ar­föt­in líka í outlet-inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda