„Slippfélagið kynnti á dögunum stórkostlegar nýjungar í vöruúrvali sínu. Lista og rósettur frá belgíska fyrirtækinu Noel & Marquet og áferðavörur frá ítalska vörumerkinu, Novacolor. Við erum afar spennt fyrir þessum nýjungum,“ segir Anna Bergmann, markaðsstjóri hjá Slippfélaginu.
Hvað getur þú sagt mér um nýjungarnar hjá ykkur núna?
„Áferðavörurnar koma í hinum ýmsu áferðum, þar á meðal oxunar-, málm-, steinefna- og steypuáferðir ásamt efni á gólf. Hver öðru fegurri og mælum við með að gera sér ferð í Slippfélagið Skútuvogi og sjá útstillingarrýmið okkar en þar á sjón er sögu ríkari svo sannarlega við. Við erum einnig með bæklinga sem hægt er að fletta í öllum verslunum okkar.“
Áferðavörur frá ítalska hágæðavörumerkinu Novacolor eru það nýjasta hjá Slippfélaginu núna. Eins og sjá má á þessari mynd er efnið „Era a pennello“ einstaklega glæsilegt.
Ljósmynd/Aðsend
„Það sama á við um listana okkar, frá stílhreinum gólflistum í skreyttar rósettur sem eru algjört augnakonfekt. Noel & Marquet er belgískt fyrirtæki sem framleiðir hágæða lista,“ segir Anna.
Nýverið hélt Slippfélagið, í samvinnu við Nova Color, glæsilegt námskeið fyrir fagfólk sem mikil ánægja var með. „Á námskeiðinu fengu fimmtán fagmenn að spreyta sig á áferðavörunum. Í framhaldinu af því héldum við viðburð fyrir hönnuði og arkitekta og sýndum frá nýjungunum, bæði áferðavörunum og listunum okkar. Við vorum með sérfræðinga sem kynntu vörurnar og við frumsýndum útstillingarrýmin okkar fyrir gestum,“ segir hún.
Nýverið hélt Slippfélagið, í samvinnu við Novacolor, glæsilegt námskeið fyrir fimmtán fagmenn til að spreyta sig á áferðavörunum. Í framhaldinu af því var haldinn viðburður fyrir hönnuði og arkitekta þar sem nýju vörurnar voru kynntar sem og ný sýningarrými í Slippfélaginu.
mbl.is/Óttar Geirsson
Fagfólk var ánægt með kynningu á nýju áferðavörunum í Slippfélaginu. Á myndinni er Hermann Albertsson sölustjóri og Anna Bergmann markaðsstjóri Slippfélagsins ásamt Laufeyju Hauksdóttur.
mbl.is/Óttar Geirsson
Mælir með að mála einn vegg í djarfari lit
Áttu góð ráð þegar kemur að því að mála á heimilinu?
„Ég mæli með að taka nóg af litaprufum og prófa sig áfram í hinum ýmsu birtuskilyrðum. Litir breytast mikið eftir því hvert rýmið snýr og hvort það sé náttúruleg lýsing. Mikilvægt er að þrífa veggi þar sem fita eða óhreinindi gætu verið, hylja eða verja það sem málning má ekki fara á og velja sér gæða verkfæri. Svo þarf að sjálfsögðu að sparsla í göt, pússa og grunna,“ segir Anna.
Litir breytast mikið eftir því hvernig rýmið snýr og hvort það sé náttúruleg lýsing á veggjum. Loftlistarnir í Slippfélaginu eru glæsilegir og umbreyta og skreyta rými á einstakan hátt.
Ljósmynd/Aðsend
Litatíska er eins og fatatískan, hún fer í hringi að sögn Önnu. „Gráu tónarnir tröllriðu öllu fyrir nokkrum árum síðan, svo urðu ljósu tónarnir og út í brúna tóna vinsælir og eru enn. Ég er sjálf mjög hrifin af ½ Hör og tóna þann lit við brúna liti eins og Mokka eða Leir. Núna finn ég að fólk er orðið hrifið af því að mála allt í hvítu, alveg eins og var í tísku fyrir nokkrum árum síðan. Að því sögðu þá finnst mér að fólk mætti alveg leika sér með liti, mála einn vegg í djarfari lit sem tónar fallega við hlýrri liti. Já eða veggfóðra einn vegg, leika sér með lista eða mála með lime-málningu sem er einmitt nýjung hjá okkur og býr til fallega, mjúka áferð,“ segir Anna Bergmann, markaðsstjóri Slippfélagsins að lokum.
Anna Bergmann mælir með að fólk prófi sig áfram með liti á einum vegg sem tónar fallega við mildari liti heimilisins.
Ljósmynd/Aðsend
Veggþiljur Slippfélagsins bjóða upp á fjölmarga einstaka valmöguleika, hvort sem um er að ræða heilan veggflöt eða ákveðna fleti.
Ljósmynd/Aðsend
Veggfóðrin í Slippfélaginu eru guðdómleg eins og þessi mynd sýnir og spáir Anna Bergmann því að þau verði vinsæl á þessu ári.
Ljósmynd/Aðsend
Starfsfólk Slippfélagsins: Ásrún Ýr Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir ásamt Gunnari Erni Arnarsyni og Kára Péturssyni.
mbl.is/Óttar
Svala Jónsdóttir og Hulda Aðalsteinsdóttir skemmtu sér konunglega í Slippfélaginu.
mbl.is/Óttar
Steypuáferðir Novacolor miða að því að bjóða upp á lausnir til að upplifa borgina með meiri vitund. Úrvalið af þessari áferð sem nefnist „Archi+concrete“ er hægt að skoða í verslun Slippfélagsins í Skútuvogi.
Ljósmynd/Aðsend
Fagfólk landsins mun án efa taka hugmyndirnar sem það fékk á kynningarviðburði Slippfélagsins og gera þær að sínum. Bjarki Snær Smárason, Hafdís Katrín Hlynsdóttir og Adda Bjarnadóttir.
mbl.is/Óttar
Það var góð stemning í Slippfélaginu á dögunum. Hér eru Orri Þór Þormarsson, Högni Kristínarson, Emil Orri Michelsen og Gylfi Már Ágústsson saman á mynd.
mbl.is/Óttar
Hér má sjá sýningarvegginn í Slippfélaginu sem útskýrir mismunandi áferðir á veggjum sem í boði eru frá Novacolor og nöfnin á áferðunum.
mbl.is/Óttar
Rósetturnar frá Noel & Marquet gera mikið fyrir heimilið.
Ljósmynd/Aðsend
„Wall2floor“ áferðin frá Novacolor er það sem koma skal að mati Önnu Bergmann.
Ljósmynd/Aðsend
Steinefnaáferðin tekur okkur aftur til liðinna tíma og mismunandi svæðisbundinna sérkenna. Söguleg hráefni eins og lime og leir ásamt glænýrri tækni fara saman til að endurtúlka hefðbundna hluti.
Ljósmynd/Aðsend
Málmáferð Novacolor var búin til fyrir meira en 20 árum síðan og jafngildir sannri tækni- og fagurfræðilegri nýsköpun á markaði.
Ljósmynd/Aðsend
Hér má meðal annars sjá steinefnaáferðir sem í boði eru frá Novacolor í Slippfélaginu.
mbl.is/Óttar
Úrvalið af listum og rósettum frá Noel & Marquet í Slippfélaginu er mjög gott, eins og sjá má á þessari mynd.
mbl.is/Óttar