„Við erum spennt fyrir þessum nýjungum“

Anna Bergmann markaðsstjóri Slippfélagsins mælir með því fyrir alla að …
Anna Bergmann markaðsstjóri Slippfélagsins mælir með því fyrir alla að skoða nýjar áferðavörur frá Novacolor í Slippfélaginu þar sem einnig má finna glæsilegar rósettur, vegglista og veggfóður. mbl.is/Eyþór

Slipp­fé­lagið kynnti á dög­un­um stór­kost­leg­ar nýj­ung­ar í vöru­úr­vali sínu. Lista og ró­sett­ur frá belg­íska fyr­ir­tæk­inu Noel & Marqu­et og áferðavör­ur frá ít­alska vörumerk­inu, Novacol­or. Við erum afar spennt fyr­ir þess­um nýj­ung­um,“ seg­ir Anna Berg­mann, markaðsstjóri hjá Slipp­fé­lag­inu.

Hvað get­ur þú sagt mér um nýj­ung­arn­ar hjá ykk­ur núna?

„Áferðavör­urn­ar koma í hinum ýmsu áferðum, þar á meðal oxun­ar-, málm-, steinefna- og steypu­áferðir ásamt efni á gólf. Hver öðru feg­urri og mæl­um við með að gera sér ferð í Slipp­fé­lagið Skútu­vogi og sjá út­still­ing­ar­rýmið okk­ar en þar á sjón er sögu rík­ari svo sann­ar­lega við. Við erum einnig með bæk­linga sem hægt er að fletta í öll­um versl­un­um okk­ar.“

Áferðavörur frá ítalska hágæðavörumerkinu Novacolor eru það nýjasta hjá Slippfélaginu …
Áferðavör­ur frá ít­alska hágæðavörumerk­inu Novacol­or eru það nýj­asta hjá Slipp­fé­lag­inu núna. Eins og sjá má á þess­ari mynd er efnið „Era a penn­ello“ ein­stak­lega glæsi­legt. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það sama á við um list­ana okk­ar, frá stíl­hrein­um gólfl­ist­um í skreytt­ar ró­sett­ur sem eru al­gjört augna­kon­fekt. Noel & Marqu­et er belg­ískt fyr­ir­tæki sem fram­leiðir hágæða lista,“ seg­ir Anna.

Ný­verið hélt Slipp­fé­lagið, í sam­vinnu við Nova Col­or, glæsi­legt nám­skeið fyr­ir fag­fólk sem mik­il ánægja var með. „Á nám­skeiðinu fengu fimmtán fag­menn að spreyta sig á áferðavör­un­um. Í fram­hald­inu af því héld­um við viðburð fyr­ir hönnuði og arki­tekta og sýnd­um frá nýj­ung­un­um, bæði áferðavör­un­um og list­un­um okk­ar. Við vor­um með sér­fræðinga sem kynntu vör­urn­ar og við frum­sýnd­um út­still­ing­ar­rým­in okk­ar fyr­ir gest­um,“ seg­ir hún.

Nýverið hélt Slippfélagið, í samvinnu við Novacolor, glæsilegt námskeið fyrir …
Ný­verið hélt Slipp­fé­lagið, í sam­vinnu við Novacol­or, glæsi­legt nám­skeið fyr­ir fimmtán fag­menn til að spreyta sig á áferðavör­un­um. Í fram­hald­inu af því var hald­inn viðburður fyr­ir hönnuði og arki­tekta þar sem nýju vör­urn­ar voru kynnt­ar sem og ný sýn­ing­ar­rými í Slipp­fé­lag­inu. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son
Fagfólk var ánægt með kynningu á nýju áferðavörunum í Slippfélaginu. …
Fag­fólk var ánægt með kynn­ingu á nýju áferðavör­un­um í Slipp­fé­lag­inu. Á mynd­inni er Her­mann Al­berts­son sölu­stjóri og Anna Berg­mann markaðsstjóri Slipp­fé­lags­ins ásamt Lauf­eyju Hauks­dótt­ur. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Mæl­ir með að mála einn vegg í djarf­ari lit

Áttu góð ráð þegar kem­ur að því að mála á heim­il­inu?

„Ég mæli með að taka nóg af litapruf­um og prófa sig áfram í hinum ýmsu birtu­skil­yrðum. Lit­ir breyt­ast mikið eft­ir því hvert rýmið snýr og hvort það sé nátt­úru­leg lýs­ing. Mik­il­vægt er að þrífa veggi þar sem fita eða óhrein­indi gætu verið, hylja eða verja það sem máln­ing má ekki fara á og velja sér gæða verk­færi. Svo þarf að sjálf­sögðu að sparsla í göt, pússa og grunna,“ seg­ir Anna.  

Litir breytast mikið eftir því hvernig rýmið snýr og hvort …
Lit­ir breyt­ast mikið eft­ir því hvernig rýmið snýr og hvort það sé nátt­úru­leg lýs­ing á veggj­um. Loftlist­arn­ir í Slipp­fé­lag­inu eru glæsi­leg­ir og umbreyta og skreyta rými á ein­stak­an hátt. Ljós­mynd/​Aðsend

Lita­tíska er eins og fata­tísk­an, hún fer í hringi að sögn Önnu.  „Gráu tón­arn­ir tröllriðu öllu fyr­ir nokkr­um árum síðan, svo urðu ljósu tón­arn­ir og út í brúna tóna vin­sæl­ir og eru enn. Ég er sjálf mjög hrif­in af ½ Hör og tóna þann lit við brúna liti eins og Mokka eða Leir. Núna finn ég að fólk er orðið hrifið af því að mála allt í hvítu, al­veg eins og var í tísku fyr­ir nokkr­um árum síðan. Að því sögðu þá finnst mér að fólk mætti al­veg leika sér með liti, mála einn vegg í djarf­ari lit sem tón­ar fal­lega við hlýrri liti. Já eða vegg­fóðra einn vegg, leika sér með lista eða mála með lime-máln­ingu sem er ein­mitt nýj­ung hjá okk­ur og býr til fal­lega, mjúka áferð,“ seg­ir Anna Berg­mann, markaðsstjóri Slipp­fé­lags­ins að lok­um.

Anna Bergmann mælir með að fólk prófi sig áfram með …
Anna Berg­mann mæl­ir með að fólk prófi sig áfram með liti á ein­um vegg sem tón­ar fal­lega við mild­ari liti heim­il­is­ins. Ljós­mynd/​Aðsend
Veggþiljur Slippfélagsins bjóða upp á fjölmarga einstaka valmöguleika, hvort sem …
Veggþilj­ur Slipp­fé­lags­ins bjóða upp á fjöl­marga ein­staka val­mögu­leika, hvort sem um er að ræða heil­an vegg­flöt eða ákveðna fleti. Ljós­mynd/​Aðsend
Veggfóðrin í Slippfélaginu eru guðdómleg eins og þessi mynd sýnir …
Vegg­fóðrin í Slipp­fé­lag­inu eru guðdóm­leg eins og þessi mynd sýn­ir og spá­ir Anna Berg­mann því að þau verði vin­sæl á þessu ári. Ljós­mynd/​Aðsend
Starfsfólk Slippfélagsins: Ásrún Ýr Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir ásamt Gunnari Erni …
Starfs­fólk Slipp­fé­lags­ins: Ásrún Ýr Jó­hanns­dótt­ir, Sig­ur­björg Stef­áns­dótt­ir ásamt Gunn­ari Erni Arn­ar­syni og Kára Pét­urs­syni. mbl.is/Ó​ttar
Svala Jónsdóttir og Hulda Aðalsteinsdóttir skemmtu sér konunglega í Slippfélaginu.
Svala Jóns­dótt­ir og Hulda Aðal­steins­dótt­ir skemmtu sér kon­ung­lega í Slipp­fé­lag­inu. mbl.is/Ó​ttar
Steypuáferðir Novacolor miða að því að bjóða upp á lausnir …
Steypu­áferðir Novacol­or miða að því að bjóða upp á lausn­ir til að upp­lifa borg­ina með meiri vit­und. Úrvalið af þess­ari áferð sem nefn­ist „Archi+concrete“ er hægt að skoða í versl­un Slipp­fé­lags­ins í Skútu­vogi. Ljós­mynd/​Aðsend
Fagfólk landsins mun án efa taka hugmyndirnar sem það fékk …
Fag­fólk lands­ins mun án efa taka hug­mynd­irn­ar sem það fékk á kynn­ing­ar­viðburði Slipp­fé­lags­ins og gera þær að sín­um. Bjarki Snær Smára­son, Haf­dís Katrín Hlyns­dótt­ir og Adda Bjarna­dótt­ir. mbl.is/Ó​ttar
Það var góð stemning í Slippfélaginu á dögunum. Hér eru …
Það var góð stemn­ing í Slipp­fé­lag­inu á dög­un­um. Hér eru Orri Þór Þormars­son, Högni Krist­ín­ar­son, Emil Orri Michel­sen og Gylfi Már Ágústs­son sam­an á mynd. mbl.is/Ó​ttar
Hér má sjá sýningarvegginn í Slippfélaginu sem útskýrir mismunandi áferðir …
Hér má sjá sýn­ing­ar­vegg­inn í Slipp­fé­lag­inu sem út­skýr­ir mis­mun­andi áferðir á veggj­um sem í boði eru frá Novacol­or og nöfn­in á áferðunum. mbl.is/Ó​ttar
Rósetturnar frá Noel & Marquet gera mikið fyrir heimilið.
Ró­sett­urn­ar frá Noel & Marqu­et gera mikið fyr­ir heim­ilið. Ljós­mynd/​Aðsend
„Wall2floor“ áferðin frá Novacolor er það sem koma skal að …
„Wall2­floor“ áferðin frá Novacol­or er það sem koma skal að mati Önnu Berg­mann. Ljós­mynd/​Aðsend
Steinefnaáferðin tekur okkur aftur til liðinna tíma og mismunandi svæðisbundinna …
Steinefna­áferðin tek­ur okk­ur aft­ur til liðinna tíma og mis­mun­andi svæðis­bund­inna sér­kenna. Sögu­leg hrá­efni eins og lime og leir ásamt glæ­nýrri tækni fara sam­an til að end­urtúlka hefðbundna hluti. Ljós­mynd/​Aðsend
Málmáferð Novacolor var búin til fyrir meira en 20 árum …
Málmá­ferð Novacol­or var búin til fyr­ir meira en 20 árum síðan og jafn­gild­ir sannri tækni- og fag­ur­fræðilegri ný­sköp­un á markaði. Ljós­mynd/​Aðsend
Hér má meðal annars sjá steinefnaáferðir sem í boði eru …
Hér má meðal ann­ars sjá steinefna­áferðir sem í boði eru frá Novacol­or í Slipp­fé­lag­inu. mbl.is/Ó​ttar
Úrvalið af listum og rósettum frá Noel & Marquet í …
Úrvalið af list­um og ró­sett­um frá Noel & Marqu­et í Slipp­fé­lag­inu er mjög gott, eins og sjá má á þess­ari mynd. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda