Þá sem dreymir um að eiga fullan fataskáp af hágæða ítalskum fatnaði frá tískuhúsum á borð við Loro Piana, Bottega Veneta, Fendi, Prada og fleiri, en vilja ekki tæma budduna sína við að safna í fataskápinn, ættu að skoða þann valmöguleika að skreppa til Veróna á Ítalíu. Borgin er rómuð fyrir fegurð sína, sögu og lífleg torg en það sem margir vita ekki er að sumar af áhugaverðustu verslunarmiðstöðvum svæðisins sem bjóða hátískufatnað á afslætti (e. outlet) eru í nánd við borgina.
Þeir sem hafa heimsótt Veróna vita að þar er mikið af lifandi tónlist, grænir garðar og að sjálfsögðu er ítalskur matur og fatnaður af bestu gæðum þar að finna. Flugið til Veróna hjá Úrval Útsýn er núna frá 39.900 krónur báðar leiðir sem er frábært verð.
Í ferðalagi til Veróna getur þú smakkað ekta ítalskar kræsingar á litlum „trattoríum“, sötrað frábært Valpolicella-vín í notalegum vínkjöllurum og verslað í tískuverslunum sem bjóða allt frá klassískum ítölskum stíl til nýjustu straumaí tísku. Á kvöldin býður Verona upp á töfrandi stemningu með kvöldverði undir stjörnubjörtum himni – þar sem hver máltíð er eins og ferðalag í gegnum bragðheim Ítalíu.
Veróna er stundum kölluð borg Rómeó og Júlíu eftir frægu leikriti Shakespeare. Ferðamenn heimsækja oft „Casa di Giulietta“ eða hús Júlíu þar sem finna má hinar frægu svalir sem hægt er að standa á og virða fyrir sér glæsilega styttu af Júlíu.
Þær verslunarmiðstöðvar sem bjóða upp á afslætti (e. outlet) nálægt Veróna eru:
Noventa di Piave Designer Outlet sem staðsett er við Feneyjar. Hún er dæmi um frábæra verslunarmiðstöð þar sem finna má fatnað á afslætti frá hátískumerkjum á borð við Loro Piana, Bottega Veneta, Fendi, Burberry, Valentino, Miu Miu, Prada og Gucci. Þar má einnig finna fatnað frá Isabel Marant, Armani og Dolce & Gabbana.
Tískufatnaðurinn er á allt að 70% afslætti. Þess má geta að hraðlest frá Veróna til Feneyja tekur 58 mínútur.
The Mall Luxury Outlet við Leccio er í nálægð við Flórens. Þar má finna yfir 40 hátískuvörumerki sem eru til sölu á allt frá 35 – 70% afslætti. Tískumerki á borð við Celine, Chloé, Fendi, Bottega Veneta, Gucci, Prada, Ferragamo, Burberry, Moncler, Jil Sander, Jimmy Choo, Loro Piana, Maison Margiela, Saint Laurent, Tod´s og fleiri. Þar eru oft frábær tilboð á vöruflokkum eins og fatnaði, töskum og skóm.
Með lest frá Flórens (Santa Maria Novella) til Verona Porta Nuova tekur ferðin um 1½ klukkustund.
Designer Outlet Serravalle er nálægt Genóa. Þar má finna hátískumerki á borð við Gucci, Prada, Burberry, Fendi, Saint Laurent, Dolce & Gabbana, Celine, Givenchy, Versace og Jimmy Choo.
Það má einnig finna verslunarmiðstöðvar sem bjóða upp á mjög góð en ódýrari vörumerki í nálægð við Veróna. Sem dæmi um þær eru:
Franciacorta Outlet Village sem er í 45 til 60 mínútna aksturfjarlægð frá Veróna. Þar má finna um 190 til 200 verslanir með bæði ítölskum og alþjóðlegum vörumerkjum á allt frá 30 - 70 % afslætti.
Mantova Fashion District er nálægt Mantova, sem oft er heimsótt á leiðinni til eða frá Veróna. Þar má finna margskonar fatnaður, skór og fylgihlutir með 30 - 70 % afslætti.
Hér má svo sjá tilboð Úrval Útsýnar á þriggja daga ferðalag til Veróna. Flogið er út að morgni á föstudögum og heim á sunnudagskvöldum. Þeir sem vilja skoða úrval flugtilboða til Veróna á 39.900 krónur geta farið inn á heimasíðu Úrval Útsýnar og fundið rétta flugið fyrir sig.