Hátískufatnaður frá Ítalíu á allt að 70% afslætti

Veróna á Ítalíu er borg sem er engri annarri lík. …
Veróna á Ítalíu er borg sem er engri annarri lík. Flugið til Veróna hjá Úrval Útsýn er frá 39.900 krónur báðar leiðir sem er frábært verð. Unsplash/Alexander Liu

Þá sem dreym­ir um að eiga full­an fata­skáp af hágæða ít­alsk­um fatnaði frá tísku­hús­um á borð við Loro Pi­ana, Bottega Veneta, Fendi, Prada og fleiri, en vilja ekki tæma budd­una sína við að safna í fata­skáp­inn, ættu að skoða þann val­mögu­leika að skreppa til Veróna á Ítal­íu. Borg­in er rómuð fyr­ir feg­urð sína, sögu og líf­leg torg en það sem marg­ir vita ekki er að sum­ar af áhuga­verðustu versl­un­ar­miðstöðvum svæðis­ins sem bjóða há­tískufatnað á af­slætti (e. outlet) eru í nánd við borg­ina. 

Þeir sem hafa heim­sótt Veróna vita að þar er mikið af lif­andi tónlist, græn­ir garðar og að sjálf­sögðu er ít­alsk­ur mat­ur og fatnaður af bestu gæðum þar að finna. Flugið til Veróna hjá Úrval Útsýn er núna frá 39.900 krón­ur báðar leiðir sem er frá­bært verð.

Í ferðalagi til Veróna get­ur þú smakkað ekta ít­alsk­ar kræs­ing­ar á litl­um „tratt­orí­um“, sötrað frá­bært Valpolicella-vín í nota­leg­um vín­kjöll­ur­um og verslað í tísku­versl­un­um sem bjóða allt frá klass­ísk­um ít­ölsk­um stíl til nýj­ustu straumaí tísku. Á kvöld­in býður Verona upp á töfr­andi stemn­ingu með kvöld­verði und­ir stjörnu­björt­um himni – þar sem hver máltíð er eins og ferðalag í gegn­um bragðheim Ítal­íu.

Á kvöldin býður Veróna upp á töfrandi stemmingu með kvöldverði …
Á kvöld­in býður Veróna upp á töfr­andi stemm­ingu með kvöld­verði und­ir stjörnu­björt­um himni – þar sem hver máltið er eins og ferðalag í gegn­um bragðheim Ítal­íu. Unsplash/​Joe Eitzen

Veróna er stund­um kölluð borg Rómeó og Júlíu eft­ir frægu leik­riti Shakespeare. Ferðamenn heim­sækja oft „Casa di Giulietta“ eða hús Júlíu þar sem finna má hinar frægu sval­ir sem hægt er að standa á og virða fyr­ir sér glæsi­lega styttu af Júlíu. 

Veróna er þekkt sem borg Rómeó og Júlíu eftir frægu …
Veróna er þekkt sem borg Rómeó og Júlíu eft­ir frægu leik­riti Shakespeare. Stytt­an af Júlíu má finna fyr­ir fram­an „Casa di Giulietta“ eða hús Júlíu, þar sem finna má hinar frægu sval­ir sem hægt er að standa á og virða fyr­ir sér út­sýnið. Unsplash/​World of Magic

Þær versl­un­ar­miðstöðvar sem bjóða upp á af­slætti (e. outlet) ná­lægt Veróna eru: 

No­venta di Pia­ve Designer Outlet sem staðsett er við Fen­eyj­ar. Hún er dæmi um frá­bæra versl­un­ar­miðstöð þar sem finna má fatnað á af­slætti frá há­tísku­merkj­um á borð við Loro Pi­ana, Bottega Veneta, Fendi, Burberry, Valent­ino, Miu Miu, Prada og Gucci. Þar má einnig finna fatnað frá Isa­bel Mar­ant, Armani og Dolce & Gabb­ana.

Tískufatnaður­inn er á allt að 70% af­slætti. Þess má geta að hraðlest frá Veróna til Fen­eyja tek­ur 58 mín­út­ur. 

Noventa di Piave Designer Outlet við Feneyjar er frábær verslunarmiðstöð …
No­venta di Pia­ve Designer Outlet við Fen­eyj­ar er frá­bær versl­un­ar­miðstöð þar sem finna má fatnað á af­slætti frá há­tísku­merkj­um á borð við Gucci, Loro Pi­ana, Bottega Veneta, Fendi, Burberry og Valent­ino.

The Mall Lux­ury Outlet við Leccio er í ná­lægð við Flórens. Þar má finna yfir 40 há­tísku­vörumerki sem eru til sölu á allt frá 35 – 70% af­slætti. Tísku­merki á borð við Cel­ine, Chloé, Fendi, Bottega Veneta, Gucci, Prada, Ferragamo, Burberry, Moncler, Jil Sand­er, Jimmy Choo, Loro Pi­ana, Mai­son Margiela, Saint Laurent, Tod´s og fleiri. Þar eru oft frá­bær til­boð á vöruflokk­um eins og fatnaði, tösk­um og skóm.
Með lest frá Flórens (Santa Maria No­vella) til Verona Porta Nu­ova tek­ur ferðin um 1½ klukku­stund.  

Í The Mall má finna verslunina Jil Sander en þeir …
Í The Mall má finna versl­un­ina Jil Sand­er en þeir sem þekkja til vörumerk­is­ins vita gæðin og vilja stund­um ekk­ert annað.

Designer Outlet Serra­valle er ná­lægt Genóa. Þar má finna há­tísku­merki á borð við Gucci, Prada, Burberry, Fendi, Saint Laurent, Dolce & Gabb­ana, Cel­ine, Gi­venc­hy, Versace og  Jimmy Choo.

Það má einnig finna versl­un­ar­miðstöðvar sem bjóða upp á mjög góð en ódýr­ari vörumerki í ná­lægð við Veróna. Sem dæmi um þær eru:

Franciacorta Outlet Villa­ge sem er í 45 til 60 mín­útna akst­ur­fjar­lægð frá Veróna. Þar má finna um 190 til 200 versl­an­ir með bæði ít­ölsk­um og alþjóðleg­um vörumerkj­um á allt frá 30 - 70 % af­slætti.

Mantova Fashi­on District er ná­lægt Mantova, sem oft er heim­sótt á leiðinni til eða frá Veróna. Þar má finna margskon­ar fatnaður, skór og fylgi­hlut­ir með 30 - 70 % af­slætti.

Hér má svo sjá til­boð Úrval Útsýn­ar á þriggja daga ferðalag til Veróna. Flogið er út að morgni á föstu­dög­um og heim á sunnu­dags­kvöld­um. Þeir sem vilja skoða úr­val flugtil­boða til Veróna á 39.900 krón­ur geta farið inn á heimasíðu Úrval Útsýn­ar og fundið rétta flugið fyr­ir sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda