Svalandi sumardrykkur í sólinni

Drykkurinn er sumarlegur og sætur.
Drykkurinn er sumarlegur og sætur. Ljósmyndari / Berglind Guðmundsdóttir

„Straw­berry daiquiry er svalandi sum­ar­drykk­ur sem ávallt slær í gegn,“ seg­ir Berg­lind Guðmunds­dótt­ir sem held­ur úti hinni girni­legu upp­skrift­asíðu Gul­ur rauður grænn & salt.

„Hér er hann í óá­fengri út­gáfu en [...] að sjálf­sögðu lítið mál að bæta við því sem hverj­um og ein­um hent­ar út í glasið.“

Það sem til þarf:

1 lítri app­el­sínusafi

Hand­fylli af klaka

½ askja jarðarber

2 msk flór­syk­ur

½ lítri sítr­ónutopp­ur

Öllu skellt í bland­ara og hellt í fal­leg glös. Upp­skrift næg­ir fyr­ir sirka fjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert