Ljúffeng kjúklingaspjót með ananas, papriku og einfaldri ananasraitu

Grillspjót að hætti Ragnars Freys Ingvarssonar.
Grillspjót að hætti Ragnars Freys Ingvarssonar. Ljósmynd/Ragnar Freyr

Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, Ragn­ar Freyr Ingvars­son, út­bjó girni­leg grill­spjót sem eng­inn grill­ari má láta fram hjá sér fara. 

Það er svo merki­legt, að þegar maður sökkv­ir sér niður í eitt­hvert viðfangs­efni er eins og fjöldi dyra opn­ist fyr­ir manni. Ég hef síðastliðinn ára­tug verið frem­ur dug­leg­ur við að grilla – bara svona eins og marg­ir. En þegar við ákváðum að gera þessa grill­bók mína sökkti ég mér enn þá meira í lest­ur og til­raun­ir með grillið. Og það er ljóst að það er hægt að grilla hvað sem er. Meira að segja ávexti. 

Upp­skrift fyr­ir sex  

1,2 kg kjúk­linga­bring­ur

5/​6 hluti af fersk­um an­an­as (af­gang­ur­inn fer í sós­una)

3 paprik­ur

1 rauður chili

4 msk. jóm­frúarol­ía

salt og pip­ar

1/​2 poki blandað sal­at

250 g kirsu­berjatóm­at­ar

 

Fyr­ir an­anassósu

 

300 ml jóg­úrt

1/​6 hluti af an­anasin­um (það sem eft­ir er af hon­um)

1 msk. hlyns­íróp

1/​2 rauður chili

2 msk. jóm­frúarol­ía

Hand­fylli fersk­ur kórí­and­er

Salt og pip­ar

Það er senni­lega rétt að byrja á því að gera sós­una. Hún þarf klukku­stund til að öll bragðefn­in nái að taka sig al­menni­lega. Og hún er eins ein­föld og hægt er að hugsa sér. Fyr­ir­mynd­in er ind­verska sós­an raita sem oft­ast er gerð með hvít­lauk og gúrku, en það er auðvitað hægt að setja hvað sem er í sós­una. Eins og til dæm­is því sem ég sting upp á í dag – an­an­as.

Setjið jóg­úrt­ina skál, skerið an­anasinn niður smátt og hrærið sam­an við ásamt smátt skorn­um chili. Hræið jóm­frúarol­í­unni sam­an við og saltið og piprið eft­ir smekk. Látið standa í kæli á meðan þið út­búið og grillið kjúk­linga­spjót­in. Skreytið svo með fersk­um kórí­and­er áður en sós­an er bor­in á borð (eins má hakka smá kórí­and­er sam­an við sós­una en á mínu heim­ili eru deild­ar mein­ing­ar um kórí­and­er þannig að því er bætt við eft­ir þörf­um hvers og eins).

Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar í bita, sem og an­anasinn ásamt paprik­un­um, og þræðið upp á grill­spjót (séu viðarspjót notuð þarf að bleyta þau í klukku­stund áður svo ekki kvikni í þeim við elda­mennsk­una). Penslið með jóm­frúarol­íu, sáldrið smátt skorn­um chilli yfir og saltið og piprið. Svona yf­ir­lits­mynd­ir eru ekk­ert annað en lista­verk.

Hellið sal­at­inu á tré­bretti (eða disk), skerið tóm­at­ana í tvennt og dreifið yfir. Sáldrið smá jóm­frúarol­íu yfir og saltið og piprið. 

Leggið svo kjúk­linga­spjót­in á sal­atið og berið á borð. 

HÉR er hægt að lesa bloggið hans Ragn­ars Freys. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert