Pistlar:

21. ágúst 2024 kl. 14:25

Ágústa Johnson (ajoh.blog.is)

Heilsureglurnar mínar fimm

 

Haustið er að bresta á, kærkomin rútínan mætt og lífið að komast í fastar skorður á mörgum heimilum. 

Eftir sumarfrí þykir mér ljúft og notalegt að finna festuna sem fylgir haustmánuðum og ná aftur heilsusamlega taktinum sem skal verða fastur liður í vetur. 

Það er góður tími núna að skipuleggja dagbókina og ákveða með sjálfum sér megin áherslur haustannarinnar með heilsuna í forgangi. 

Heilsureglurnar mínar fimm eru klárar fyrir veturinn. Markmiðið er að reyna eftir fremsta megni að fylgja þeim eftir af festu, einfaldlega vegna þess að ávöxtunin er svo gríðarleg, skilar sér í margfalt meiri orku og betri líðan og auknum lífsgæðum. 

Vona að þær veiti þér innblástur til að setja niður á blað þínar eigin sem henta þér. 

 

HEILSUREGLURNAR FIMM:

1. Lyfta lóðum 3x í viku, 30 mín í senn.
Þessi regla er fasti í mínu lífi, alveg óumsemjanlegt,  enda finn ég gríðarlegan mun á orkunni og líðan þegar ég stunda lyftingar reglulega. Styrktarþjálfun gefur aukin lífsgæði og er eitt besta "yngingarlyf" sem til er, það er bara staðreynd.  Skrái fasta tíma í dagbókina og reyni að hafa tímann 100% heilagan, banna sjálfri mér að bóka annað á þessum tíma!

2. Göngutúr eftir kvöldmat
Fyrir mitt leyti breytir miklu fyrir svefninn og meltinguna að borða kvöldmatinn í fyrra fallinu, á milli 18-19 og fara út í 15-30 mín göngutúr fljótlega eftir matinn.  Meltingin batnar og svefninn verður mun betri, dýpri og ég sofna fyrr þegar meltingin er ekki í hámarki þegar ég leggst á koddann. 
Labb er alls ekki það skemmtilegasta sem mér dettur í hug að gera á kvöldin og oft þarf ég að bíta á jaxlinn og láta veður og værukærð ekki stoppa mig, (kemur þó fyrir) klæði mig eftir veðri og ÚT! Best er að segja við sjálfan sig, bara 10 mínútur sem endar stundum í klukkustundar göngu. Vellíðanin sem maður uppsker fær mann til að drífa sig aftur næsta kvöld. “Ji hvað ég sé eftir að hafa farið í göngutúrinn” sagði enginn, aldrei.   

3. 12-16 tíma næturfasta
Hef mikla trú á kostum þess fyrir heilsuna að hvíla alveg meltingarfærin í a.m.k. 12 klst á sólarhring. Fyrir mörgum árum setti ég mér þá reglu er að borða ekkert eftir kvöldmat án undantekninga.  Byrja alltaf daginn á góðum kaffibolla, chiagraut með hreinum kefir, berjum og heimagerðu ósætu múslí.  Stundum um kl. 9.00 og stundum ekki fyrr en um hádegið.

4. 98% sykurlaust líf
Sykur er gríðarlega ávanabindandi og ég hef lært að ef ég byrja á að borða sælgæti þá er erfitt að stoppa.  Sykurpúkinn er lúmskur fjandi.  Með árunum hef ég fundið fyrir aukinni vanlíðan, meltingaróþægindum, orkuleysi og uppþembu eftir smá sykursukk og finnst nammið, ótrúlegt en satt, ekki lengur þess virði.  Markmiðið er sett á 98% sykurlaust líf, skil eftir 2% fyrir smá dökkt súkkulaði og einstaka Tiramisu sneið.
Sykurlaus lífsstíll er áskorun að tileinka sér og fyrst og fremst ákvörðun, því flestir eiga erfitt með að láta sætindi á móti sér. Það sem hefur hjálpað mér mikið er að nota sílesandi blóðsykursmæli og sjá hvaða áhrif sætindi o.fl. hefur á blóðsykurinn minn og mína efnaskiptaheilsu.  Það gaf mér ekki síst aukna ástæðu til að stilla mig inn á að láta sætindin eiga sig. 

5. Svefninn í forgang
Enginn efast um að nætursvefn er sannarlega grunnurinn að vellíðan og orku.  Höfuðverkur, heilaþoka, aukin löngun í sætindi og ruslfæði og lágmarks orka fyrir líf og starf er eitthvað sem margir upplifa eftir lélegan svefn og andvökunætur og þar er ég sko engin undantekning.  Skv. Matthew Walker höfundi bókarinnar Why We Sleep, getur svefnleysi valdið miklum heilsufarslegum skaða s.s. aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, lakari andlegri og vitsmunalegri heilsu ásamt því að veikja ónæmiskerfið.  Góður og stöðugur nætursvefn er algjör undirstaða fyrir andlega og líkamlega orku.  Ég upplifi tilveruna svo miklu meira krefjandi þegar svefninn er í rugli og mun meiri áskorun að komast í gegnum daginn.  Óskipulag og svefnóreiða kemur óhjákvæmilega fyrir á bestu bæjum og þá er ekkert annað en að vippa sér strax aftur inn á beinu brautina og halda sig við góðu reglurnar. 
Ultrahuman snjallhringurinn er ein af mínum uppáhalds heilsugræjum, mikið gagnsemis- og hvatningartól.  Þar fylgist ég með alls kyns tölfræði um svefninn, streituástandi, þjálfuninni minni o.fl.  Hringurinn hefur kennt mér margt og mikið sem ég hef óspart nýtt mér til að stuðla að betri og dýpri svefni.  Afar áhugavert og gagnlegt að sjá hvernig breytingar á mataræði, tímasetningar á matartíma og æfingatíma o.fl. geta haft mikil áhrif á svefninn.

Að lokum. 
Góðar lífsvenjur geta verið allskonar, að læra nýja hluti, verða betri manneskja, bæta meiri gleði í lífið o.m.fl.  En undirstaðan er þó alltaf vellíðan.  Við getum allt betur ef okkur líður vel. Ég er alls ekki með fullkominn lífsstíl frekar en aðrir, við erum öll mannleg og lífið er allskonar.  En það sem við sannarlega getum gert er að vinna stöðugt í því að vanda okkur þegar kemur að heilsunni.  Það besta er að okkar eigin heilsa er að mörgu leyti undir okkur sjálfum komin. Margir eiga þess kost að upplifa gríðarlegan heilsufarslegan bata með því einu að vanda til við lífsstílinn.  Allt hefur áhrif, einkum við sjálf. 

agusta@hreyfing.is  www.hreyfing.is 

30. maí 2024 kl. 9:15

6 leiðir til að dafna enn frekar

Í gegnum áratugina hafa heilsuáherslur verið ýmiskonar. Dellur og tískufyrirbæri koma og fara líkt og gengur. Nú sem áður eru margar kenningar á lofti um hvað sé farsælast að ástunda til að uppskera heilbrigt líf, sumar umdeildari en aðrar. Þrátt fyrir að mikil þekking hafi áunnist á síðustu áratugum er enn mikil upplýsingaóreiða og mörgum þykir erfitt að átta sig á því hvað er skynsamlegt að gera meira
15. maí 2024 kl. 12:49

10 atriði sem tefja árangurinn í ræktinni

1. Að gleyma gleðinni Í stað þess að nálgast æfingarnar þínar sem áskorun eða skyldu sem þú verður að standa skil á, snúðu þeim frekar upp í þínar gæðastundir. Sjáðu þær sem leið til að læra meira um líkama þinn og líðan, finna hvar mörkin þín liggja, fá e.t.v. útrás fyrir tilfinningar, fylla þig orku og krafti, finna vellíðan á líkama og sál og ekki síst upplifa endorfín vímuna. 2. meira
13. mars 2024 kl. 13:28

Ágóðinn af stöðugleikanum

Á hverjum degi, sumar, vetur, vor og haust nærum við musterið okkar, eina skrokkinn sem þarf að duga okkur út lífið.  Við væntanlega þrífum hann líka og burstum tennurnar. Við vitum og finnum að það er nauðsynlegt fyrir heilsu okkar og líðan. Hann er vart til sá sem lætur sér detta í hug að taka sumarhlé frá þessum lífsbætandi, nauðsynlegu daglegu athöfnum. Af því þú getur!Í því samhengi meira
5. september 2023 kl. 13:27

9 leiðir til að blómstra eftir fertugt

Ertu komin yfir fertugt og finnst líkamsástandið vera á niðurleið?  Ekki örvænta!  Þú getur verið upp á þitt besta einmitt á árunum eftir fertugt.  Konur sem komnar eru yfir fertugt búa yfir þroska og ró sem eykur á innri og ytri fegurð þeirra og útgeislun. Hér eru nokkur góð ráð  hvernig hægt er að verða flottust eftir fertugt. Aðlögunar er þörfAðlagaðu þig að stöðugum meira
28. ágúst 2023 kl. 12:20

Ef til væri undralyf

Ef til væri lyf sem í litlum skömmtum kæmi í veg fyrir algenga lífshættulega sjúkdóma og drægi úr hættu á ótímabærum dauða, án allra aukaverkana, værum við ekki öll að taka þetta lyf daglega?   Ef sannað væri að lyfið... ...minnkar líkur á dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma og ákv. tegundum krabbameina ...spilar stórt hlutverk í að koma í veg fyrir áunna sykursýki, insúlínviðnám, gigt meira
22. ágúst 2023 kl. 11:07

Æskubrunnur, langlífi og lífsgæði

Í leit að betri lífsgæðum og aukinni lífsorku,  er gjarnan litið framhjá einum mikilvægum þætti: líkamlegum styrk.  Regluleg styrktarþjálfun með lóðum, annarskonar mótstöðuþjálfun og einnig með eigin líkamsþyngd getur heldur betur breytt leiknum og haft afskaplega jákvæð áhrif á lífsgæði okkar.  Rannsóknir sýna að líkur á langlífi aukast umtalsvert með því að stunda markvissa meira
mynd
19. apríl 2023 kl. 17:12

Skuggalegur skaðvaldur

  Kominn tími á sykurbremsu?Sætt bragð höfum við mannfólkið löngum kunnað vel að meta sem smám saman hefur því miður leitt til grafalvarlegs heilsufarsvanda sem hefur farið stigvaxandi á heimsvísu. Því miður erum við Íslendingar einna verst stödd líkt og tölur sýna* og eigum við t.d. norðurlandametið í neyslu á sykruðum gos­drykkjum/orkudrykkjum og sykur ríkum vörum.  Algengi meira
mynd
3. apríl 2023 kl. 14:04

Hnetur - Grennandi fitubombur

Flest vitum við að hnetur eru afar hollar en jafnframt ríkar af hitaeiningum og skynsamlegt að hafa varann á sér við hnetuskálina.  Skammtastærð skiptir máli því auðvelt er að klára hundruð hitaeininga með hnetuskál við hönd. Þetta vitum við.  Það áhugaverða er að þrátt fyrir kaloríuþéttleika sýna rannsóknir að þeir sem borða gjarnan hnetur hafa tilhneigingu til að vera í meira
mynd
21. mars 2023 kl. 14:56

Ákvarðanir sem breyta lífinu

Hver er morgunrútínan þín?  Hvað er það fyrsta sem  þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Er það sturta, kaffi á hlaupum og því næst út úr húsi eða gefur þú þér tíma fyrir rólegheita morgunstund, andar að þér deginum, útbýrð hollan morgunverð stútfullan af næringu og orku fyrir daginn og tekur með þér nesti í vinnuna? Viljir þú bæta líf þitt og heilsu snýst allt um þitt val.  Að meira
mynd
25. ágúst 2022 kl. 10:59

Um testósterón, trompið og að eldast frábærlega

  Vöðvarnir þjálfa sig ekki sjálfir.  Ef við ekki þjálfum þá samviskusamlega, rýrna þeir og allar líkur á að við koðnum niður smám saman.  Því meira sem við leggjum rækt við líkamann því betur blómstrar hann og bætir líf okkar og lífsgæði. Vöðvamassi er „brennsluvefur“ Segja má að vöðvamassi sé uppspretta langlífis. Vöðvar eru undirstaða efnaskiptaheilsu, gegna meira
mynd
19. maí 2022 kl. 14:57

Er nart heilsuspillandi?

Matarvenjur okkar hafa breyst töluvert í gegnum tíðina.  Á tímum þegar amma þín og afi voru að alast upp var fastara form á máltíðum og almennt minna um að fólk væri að narta á milli mála.  Á áttunda áratugnum hófu skyndibitastaðir að skjóta upp kollinum og samhliða átti sér stað breytt neyslumynstur, t.d. varð matarneysla af ýmsu tagi á milli mála sífellt algengara, skyndibitar urðu meira
mynd
2. mars 2022 kl. 14:26

Langlífi - 3 atriði sem þú getur gert

Hver vill ekki lifa vel og lengi, hress fram á síðasta dag?  Enginn veit ævina fyrr en öll er, en margt getum við gert til að stuðla að góðri heilsu alla ævi og snýst málið sannarlega ekki eingöngu um læknisheimsóknir og lyf til að halda hressleikanum við á öllum sviðum.  Að vinna markvisst að langtíma lífsþrótti með reglulegri alhliða heilsurækt ætti að vera meira
mynd
29. janúar 2022 kl. 10:56

Huggun í mat - hvað er til ráða?

Það er vel þekkt að við leitum gjarnan huggunar í mat til að sefa vanlíðan, gremju, sorg, streitu eða aðrar óþægilegar tilfinningar.   Má leiða að því líkum að sú þróun hafi aukist samhliða auknum hraða og kröfum nútímans.  Rannsóknir í nágrannalöndum hafa sýnt fram á að allt að 50% fólks borðar til að sefa neikvæðar tilfinningar a.m.k. vikulega. Könnumst við ekki öll við að grípa stöku meira
mynd
10. janúar 2022 kl. 15:53

Tvennt til að hafa í huga

Hver kannast ekki við að hafa strengt áramótaheit sem rann út í sandinn jafnvel áður en febrúar gekk í garð?  Áramót hafa löngum verið tími áramótaheita sem er hið besta mál í sjálfu sér en mörg heitin eru sett fram af hálfum hug, mögulega of háleit, gleymast fljótt eða lognast út af.  Mannskepnan er vanaföst vera sem leitast við að vera innan þægindarammans meira
mynd
22. nóvember 2021 kl. 12:24

Er smástreita að eyðileggja svefninn og drepa gleðina í lífi þínu?

Erum við almennt nógu vel vakandi gagnvart ýmsum streituvöldum og/eða streitueinkennum eða þekkjum við einkennin yfir höfuð?  Margir álíta sem svo að streita sé ekkert til að hafa áhyggjur af nema þegar stór áföll dynja á okkur s.s. andlát nákominna, erfiður skilnaður, atvinnumissir og langvarandi fjárhagsáhyggjur sem án nokkurs vafa má telja víst að meira
mynd
27. maí 2020 kl. 14:07

Covid og hvað svo?

Margt og mikið höfum við vafalaust lært á kórónuveirutímabilinu undanfarnar vikur og mánuði og upplifað veruleika sem fáir ef nokkur átti von á að gæti orðið raunin.  Að nánast heimurinn allur gæti svo til farið í biðstöðu mætti ætla að væri efni í  bíómynd en ekki kaldur raunveruleiki árið 2020. Svört skýrsla Eitt af því sem hefur orðið skýrara í hugum margra um heim allan er meira
mynd
30. desember 2017 kl. 15:13

Kraftaverkapillan og lífsgæðin

  Er það ekki stórkostlegt að lífslíkur hafa almennt aukist í hinum vestræna heimi á síðustu öld, þökk sé læknavísindunum?  En hafa lífsgæðin aukist a sama skapi?  Auka árin sem hafa bæst við líf okkar eru því miður ekki endilega lífsgæða ár.  Lífsstílssjúkdómar hrjá stóran hóp fólks sem komið er yfir sextugt. Helst eru það hjartasjúkdómar og sykursýki sem margir glíma við og meira
mynd
12. júlí 2017 kl. 14:50

Viðhaldið skiptir máli - 4 lykilatriði

Við vitum að kroppurinn þarf viðhald alla ævi og sífellt meira með hækkandi aldri.  Þetta snýst ekki aðeins um það að vilja halda líkamanum unglegum, spengilegum og lögulegum heldur einnig um almennt líkamsástand sem hefur áhrif á helsu okkar, líðan, hreyfigetu, styrk, úthald, beinþéttni o.fl. Kyrrseturmaðurinn sem rétt stendur upp úr vinnustólnum til að setjast inn í bíl, sest svo við meira
mynd
18. júní 2017 kl. 17:26

Frábært að vera miðaldra

Sífellt fleiri hafa áttað sig á því að lífið um og yfir miðjan aldur getur verið besti tími ævinnar. Það að vera miðaldra er bara hreint ekki eins slæmt og gjarnan var talað um áður fyrr.  Eftir miðjan aldur býr fólk yfir auknum þroska og hugarró, hefur oft meiri tíma til að sinna sjálfu sér, áhugamálum og ferðalögum og er að mörgu leyti frjálsara til að gera hvað sem hugurinn stendur til meira
mynd
4. ágúst 2016 kl. 22:59

Hið fullkomna mataræði?

Hvað áttu að borða til að léttast eða til að stuðla að betri heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma?  Er það lágkolvetnamataræði, grænmetisfæði, Paelo eða eitthvað annað?  Margir eru verulega ruglaðir í ríminu yfir öllum mismunandi skilaboðunum sem dynja á okkur og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar kemur að því finna rétta mataræðið fyrir sig. Miðað við nýjustu rannsóknir þá meira
mynd
29. desember 2015 kl. 11:41

5 atriði í forgang á nýju ári

2015 er brátt á enda.  Þegar þú lítur til baka ertu almennt sátt/ur við lífsstílinn þinn á árinu?  Settirðu andlega og líkamlega heilsu þína í forgang með heilbrigðum lífsstíl, reglulegri hreyfingu, hollri fæðu og nægri slökun o.s.frv.? Þó að margir ætli sér að setja heilsuna í fyrsta sæti gengur það ekki alltaf eftir. En hvort sem þú ert nú þegar á beinu brautinni eða langar að gera meira
mynd
29. október 2015 kl. 11:03

Ertu í ruslinu eða geturðu staðist?

Er erfitt verkefni að setja hollustuna í forgang í okkar samfélagi? Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér því við eigum jú okkar norðurlandamet í sykurneyslu og erum ein feitasta þjóð í heimi. Flestum finnst okkur gott að borða og allt í kringum okkur alla daga er eitthvað matarkyns sem freistar okkar.  Á næsta borði í vinnunni er einhver maula bland úr poka og á kaffistofunni er meira
mynd
12. ágúst 2015 kl. 19:52

Hjakkarðu stöðugt í sama farinu?

Fyrst þegar þú byrjar að lyfta lóðum er hver æfing ný upplifun fyrir líkamann og talsverð áreynsla fyrir vöðvana. Í raun má segja að líkaminn verði fyrir lítilsháttar áfalli eða sjokki sem leiðir til þess að hann bregst hratt við og styrktaraukning á sér stað fremur fljótt.  Ef þú heldur svo áfram að gera æfingarnar þínar skv. æfingaáætluninni mun líkaminn fljótt venjast æfingunum og hægir meira
mynd
1. júní 2015 kl. 21:23

Vissir þú um þessa 2ja mínútna reglu?

Þú gætir verið kyrrsetumanneskja án þess að gruna það. Hve mikið hreyfir þú þig á dag?  Flestir sem fara reglulega í ræktina myndu segja að þeir væru mjög virkir því þeir æfa í hverri viku, jafnvel daglega.  En raunin gæti verið sú að þeir lifa í sjálfsblekkingu, eru í raun "sófakartöflur".  Það að sitja í meira en 6 klst á dag er tengt við auknar líkur á dauðsfalli jafnvel þó að meira
mynd
20. mars 2015 kl. 13:20

5 atriði sem drepa æfingastemninguna

Margir þekkja það að byrja að æfa, við það að springa úr krafti og áhuga en finna svo fyrr en varir að áhuginn hefur dvínað mjög hratt og er skyndilega ekki til staðar lengur.  Ef þú ert í stöðugum erfiðleikum með að halda þig við æfingarnar þínar kann að vera að einhver þessara 5 atriða séu að hefta þín fögru áform um að stunda ræktina samviskusamlega. 1. Þínar eigin hindranir Ert þú e.t.v. meira
mynd
11. mars 2015 kl. 13:35

Minningar sem hvetja þig í ræktina

Vekjarinn hrekkur í gang fyrir allar aldir og þú rankar við þér í myrkrinu. "Ohh ég nenni ekki á æfingu í dag" er það fyrsta sem kemur í hugann. Ítrekað snoozar þú vekjaraklukkuna gegn góðum áformum frá kvöldinu áður. Samningaviðræður við sjálfan þig eiga sér stað undir hlýrri sænginni.  "Ég sef lengur núna og æfi í hádeginu í staðinn, eða skrepp eftir vinnu", vitandi full vel að um leið og meira
mynd
4. janúar 2015 kl. 21:26

8 leiðir til að njóta 2015 í botn.

Við vitum öll að það er skynsamlegt að huga að góðri heilsu allt árið um kring en þó er það svo að í desember sleppa margir fram af sér beislinu í mat og drykk. Vissulega er ljúft að gera vel við sig annað slagið en mikilvægt að hafa heilbrigða lífshætti í fyrirrúmi flesta daga ársins. Í upphafi nýs árs er ekki úr vegi að skerpa á heilnæmu siðunum í lífi okkar.   Hér eru 8 góð ráð sem meira
mynd
17. október 2014 kl. 9:54

Vissirðu af þessu yngingarlyfi?

Án nokkurs vafa yrði veruleg eftirspurn eftir töflum sem hægja á öldrun, yrðu þær fáanlegar.   Vitanlega eru engar slíkar pillur til en regluleg þjálfun er klárlega það næst besta. Í grein sem birt var af American Academy of Orthopedic Surgeons er sagt frá því að þjálfun ver beinmassa, liðamót og vöðva gagnvart öldrun.  Sérstaklega var fylgst með framúrskarandi íþróttafólki sem meira
mynd
1. september 2014 kl. 15:43

Skrifstofustarf, þægileg innivinna eða ávísun á heilsutjón?

Ætli það sé ekki óætt að segja að þeim hafi fjölgað verulega s.l. áratugi, sem verja drjúgum tíma sólarhringsins sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn.  Á flestum vinnustöðum má sjá önnum kafið skrifstofufólk, djúpt sokkið í verkefni sín og nær stundum vart að líta upp nema e.t.v. til þess eins að fylla á kaffibollann.  Það kemur líklega sumum á óvart að uppgötva að þessu harðduglega fólki meira
mynd
18. júní 2014 kl. 23:53

Forðastu þessi 5 mistök í þolþjálfun

Þolþjálfun er mikilvæg heilsu okkar, nauðsynleg til að stuðla að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi og ætti þolþjálfun sannarlega að vera hluti af æfingakerfinu þínu.  Allmörgum þykir einhæft og allt annað en skemmtilegt að hlaupa eða skokka eða hamast í lengri tíma á fjölþjálfanum.  Góðu fréttirnar eru þær að þú þarft þess ekki. Hér eru 5 algeng mistök í þolþjálfun sem áhugavert er að kynna meira
mynd
21. maí 2014 kl. 12:13

50 leiðir til að brenna fleiri hitaeiningum

Margsannað er að aukin dagleg hreyfing eykur lífslíkur og lífsgæði, bætir andlega og líkamlega heilsu, hressir og kætir.Þrátt fyrir það segja kannanir að við hreyfum okkur ekki nægilega mikið.Hér eru 50 skemmtilegar hugmyndir til að auka reglulega hreyfingu sem stuðlar að bættri heilsu, aukinni orku og meiri hitaeiningabrennslu.1. Notaðu stiga í stað lyftu2. Gerðu teygjuæfingar í 10-15 mínútur þá meira
mynd
2. apríl 2014 kl. 23:25

Geta allir fengið flatan kvið?

Lengi hefur þótt eftirsóknarvert að fá flatan, skorinn kvið líkt og myndin hér til hægri sýnir.  Ef slegið er inn í Google leitarvélina "flat abs" koma um 9.6 milljón niðurstöður!  Áhugavert er því að velta því fyrir sér hve auðvelt er í raun að ná slíku formi og er það öllum kleift?Reyndin er sú að það er ekki á allra færi, a.m.k. ekki án gríðarlegrar fyrirhafnar, vinnu og aga meira
mynd
27. mars 2014 kl. 19:44

Auðvelt að verða ferskari og flottari fyrir vorið

Þó það líti e.t.v. ekki út fyrir það þessa dagana, þá styttist í vorið samkvæmt dagatalinu.  Vorið er yndislegur tími, gróðurinn lifnar við, dagarnir verða bjartari og lengri og allt verður einhvern veginn léttara og skemmtilegra.   Vorið er líka tilvalinn tími til að hressa svolítið upp á sig, hrista af sér vetrardrungann og koma sér í góðan gír fyrir sumarið.  Hér eru nokkur meira
mynd
19. febrúar 2014 kl. 15:53

Að sitja er eins og að reykja

Við vitum öll um nauðsyn þess að hreyfa okkur reglulega.  Þó benda kannanir til að meirihluti fullorðinna hreyfi sig ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga um hreyfingu til betri heilsu. Margvíslegar vísbendingar eru um að kyrrseta hafi aukist í daglegu lífi landsmanna. Þ.á.m. má nefna vaxandi ofþyngd meðal fólks, hreyfing minnkar með hækkandi aldri, ungmenni af báðum kynjum hreyfa sig meira
mynd
8. janúar 2014 kl. 17:05

Svona verður þú öflugri

Ef við æfum einu sinni gerist lítið.  Ef við æfum hundrað sinnum gerist eitthvað magnað sem skilar okkur svo miklu meiru en bara sterkari vöðvum og auknu þoli. Regluleg þjálfun gefur okkur betra líf, aukin lífsgæði og það sem skiptir ekki síður máli, við styrkjum okkar innri mann með því að drífa okkur í ræktina þó að okkur langi stundum ekkert ógurlega til þess.Virkjaðu eldmóðinn þinnMeð því meira
mynd
14. október 2013 kl. 16:50

Mataræðisfrumskógurinn og Evrópumet í fitusöfnun.

Frá árinu 1980 hefur offita fólks í heiminum tvöfaldast.  Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð í heimi.  Við Íslendingar erum feitasta þjóð í Evrópu. Um 20% landar okkar eru skilgreindir í offituflokk.  Offita er alvarlegur vandi. Lífsgæði fólks sem glímir við offitu eru oft lakari en annarra.  Kostnaður samfélagsins er mikill vegna ýmis konar aðgerða og þjónustu sem þeir sem glíma meira
mynd
10. september 2013 kl. 21:24

8 ráð til að hemja sykurpúkann

Sykur freistar okkar, það er í eðli mannsins að sækja í sætt bragð í munn og líða vel af því.   En við íslendingar virðumst kunna okkur illa hóf er kemur að sykurneyslu.  Við skörtum þeim  vafasama heiðri að eiga norðurlandamet í sykurneyslu. Það hlýtur að teljast mjög alvarlegt mál að neysla okkar er tæpt kíló af viðbættum sykri á viku pr. mann.  Aukin sykurneysla meira
mynd
25. ágúst 2013 kl. 15:45

5 óhollir ávanar sem vert er að láta af

Líklega hafa fáum, ef nokkrum tekist að tileinka sér fullkomnar matarvenjur allt árið um kring, enda eru menn heldur ekki fullkomlega sammála um hvað teljast fyrirmyndar matarvenjur.  En öllum er þó hollt að líta í eigin barm og vera meðvitaðir um neyslumynstur sitt og hreinsa til í því annað slagið.Víst má telja að flestir séu sammála um að sífellt nart í næringarnsauð sætindi og snakk sem meira
mynd
28. júlí 2013 kl. 18:35

Hvað eiga orkublundur, hreyfing og kynlíf sameiginlegt?

Vafalaust má í mörgum tilfellum þakka góðum genum langlífi en lífstíllinn sem þú velur þér hefur líka mikið að segja.  Það eru líka þættir sem þú getur haft stjórn á.  Líklegt má telja að með heilsusamlegum lífsstíl getir þú stýrt heilsu þinni til betri vegar þrátt fyrir að möguleg ólukkuleg erfðaefni liggi í þinni fjölskyldu.Á ákveðnum svæðum heimsins er vitað til þess að óvenju hátt meira
mynd
26. maí 2013 kl. 18:40

Viltu forðast að fitna í fríinu? 7 góð ráð!

Hefurðu æft af krafti í allan vetur og borðað skynsamlega og náð flottum árangri?  Nú er sumarfríið er framundan og þá er hættan sú að detta úr rútínunni, missa niður dampinn í æfingunum og leiðast smátt og smátt út í meira "sukk" í mataræðinu.  Áður en þú veist af hefurðu glutrað niður öllu góðu venjunum þínum sem þú hafðir fyrir að tileinka þér í vetur og eins ergilegt og það meira
mynd
1. apríl 2013 kl. 15:26

8 ráð til að verða ofurkroppur í sumar

Þú þarft ekki að svelta þig í hel eða fela þig inni í risa slæðuvafningi til að getað arkað um á bikini í sumar með sjálfstraustið í lagi.  Hér eru 8 einföld ráð til að vippa þér örugglega í flott form fyrir sumarið, losa þig við leiðinda múffutoppana sem skaga svo ergilega yfir buxnastrenginn, og verða enn flottari á sundlaugarbakkanum í júlí.1. Byrjaðu að æfa strax í dag.   Nú er stutt meira
mynd
7. mars 2013 kl. 10:30

6 ástæður fyrir því að aukakílóin haggast ekki.

Ef þér finnst tilraunir þínar til að minnka mittismálið ekki vera að virka sem skyldi þrátt fyrir töluverðar breytingar á mataræðinu og svita og púl í ræktinni er e.t.v. kominn tími til að finna út hvað veldur. Hér eru sex atriði sem vert er að gefa gaum að. Ofmetnar brennslu hitaeiningar.Kannastu við það að finnast þú eiga fullkomlega skilið að gæða þér á uppáhalds namminu þínu eftir að hafa meira
mynd
5. mars 2013 kl. 9:49

Græni ofurdrykkurinn - uppskrift

Grænir drykkir eru óskaplega vinsælir um þessar mundir og eru til í ótal útgáfum en draga flestir heitið af grænu grænmeti s.s. spínati eða grænkáli.Undirrituð hefur prófað sig áfram með ótal útgáfur af grænum söfum og smoothies en oft verður það svo að það er einn sem verður oftast fyrir valinu.  Minn uppáhalds græni safi er ekki aðeins fullur af hollustu, vítamínum, steinefnum og meira
mynd
24. febrúar 2013 kl. 17:01

5 fitandi naslvenjur til að forðast

Það er smá kúnst að kunna að nasla rétt.  Skynsamlegar naslvenjur geta verið árangursrík leið til að viðhalda kjörþyngd.  Vandinn er að kunna að velja réttu fæðuna til að narta í á milli mála.   Hollt nart heldur blóðsykrinum stöðugum sem er líklegt til að fækka græðgis augnablikum sem mögulega enda með því að þú hreinsar allt úr nammiskápnum eða ekur að næstu sjoppu og nærð meira
mynd
30. janúar 2013 kl. 22:11

Einföld leið til að missa 8kg. á árinu

Oft er það svo að litlir hlutir geta skipt miklu máli og gert mikið gagn fyrir heilsuna.  Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að of mikil kyrrseta eykur líkur á hjartasjúkdómum, sykursýki 2 og eykur dánartíðni jafnvel þeirra sem æfa í klukkutíma í senn 2-3x í viku.  Það sem gerist þegar þú situr tímunum saman saman dag eftir dag, er að líkami þinn fer í sparnaðargírinn.  meira
mynd
3. janúar 2013 kl. 22:24

Eru gildrurnar fjórar að hindra árangur þinn?

Eitt algengasta áramótaheitið er að losna við aukakílóin.  Margir fara af stað með háleit markmið en ekki komast allir á leiðarenda.  Til að ná að losna við aukakílóin og falla ekki af leið er grundvallar atriði að setja upp gerlega áætlun.  Þeim sem hefur tekist að losna varanlega við aukakílóin fundu jafnvægið á milli heilbrigðs mataræðis, reglulegrar þjálfunar, hvíldar og meira
mynd
27. desember 2012 kl. 21:19

Blómstraðu eftir fimmtugt

Fjöldi fólks drífur sig í ræktina fyrst og fremst af löngun til að fá stæltan kropp, halda þyngdinni í skefjum og auka orkuna.  En þegar við nálgumst miðjan aldur og finnum í auknum mæli að góð heilsa er ekki sjálfsagður hlutur, þá vöknum við gjarnan til vitundar um alla hina jákvæðu þættina sem þjálfun leiðir af sér fyrir heilsuna og byrjum þá að stunda ræktina samviskusamlega með aðeins meira
mynd
17. desember 2012 kl. 15:40

Ekki fara yfir strikið um jólin - 5 ráð

Hefurðu hugsað vel um heilsuna þína á árinu og e.t.v. náð góðum árangri í ræktinni?  Langar þig að halda þínu striki, njóta jólahátíðarinnar án þess að heilsuræktarmarkmiðin þín bíði skaða af?Ljóst er að sykur-, salt- og fituneysla þjóðarinnar nær hámarki eftir nokkra daga. Feitt hangikjöt hverfur ofan í þjóðina í tonnavís, óteljandi konfektkassar verða tæmdir og herlegheitunum er  meira
mynd
8. desember 2012 kl. 18:31

Sniðug hollustutrix - Uppskriftir

Ef börnin mín fengju að ráða held ég að þau myndu vilja borða pizzur og pasta í næstum hvert mál.   Pizzur og pasta geta vissulega verið prýðis máltíðir með fullt af góðri næringu.  En þau vilja eins og mörg börn helst borða pizzu og pasta í sinni einföldustu mynd þar sem uppistaðan er hveiti og tómatsósa. Heldur takmarkað fæði og ekki alveg skv. hollustu stöðlum mömmu. Að kenna meira
mynd
11. nóvember 2012 kl. 14:29

Út með öfgar, inn með einfaldleikann

Það eru margar leiðir færar til að létta sig og losna við óvelkomna líkamsfitu.  En að breyta um lífsstíl til betri heilsu og viðhalda árangrinum til lengdar reynist því miður mörgum þrautin þyngri.  Að einhverju leyti er það vegna þess að margir fara gjarnan öfgafullar leiðir til að létta sig.  Snarfækka skyndilega hitaeiningum niður undir 1200 á dag,  teyga megrunardrykki meira
mynd
18. október 2012 kl. 16:09

Maraþon - ekki hjartans mál?

Það má færa rök fyrir því að hann fer stækkandi sá hópur fólks sem kominn er á ógnvekjandi braut í sinni þjálfun. Heilsuvandi þjóðarinnar hefur snúist að miklu leyti um að of margir hreyfa sig ekki nóg en nú er um að ræða stækkandi hóp fólks sem fer öfgafullar leiðir í þjálfun sinni sem skv. nýjum rannsóknum getur, þvert á það sem lagt var upp með, unnið gegn auknu hreysti og betri meira
mynd
19. september 2012 kl. 12:31

Er þetta töfralausnin sem þú leitar að?

Jákvætt hugarfar er lykill að árangri á svo mörgum sviðum.  Neikvæðar hugsanir eru líklegri til að leiða til ósigra.  Jákvæð hugsun getur verið geysilega áhrifaríkt hjálpartæki til að breyta um lífstíl og hefja reglubundna heilsurækt.  Neikvætt hugarfar getur á hinn bóginn leitt til þess að þú gefst fljótt upp, leggst í sófann í stað þess að drífa þig í ræktina, raðar í þig meira
mynd
7. september 2012 kl. 14:00

Ertu að þjálfa allt sem skiptir máli? Taktu jafnvægisprófið

Fólk er gjarnt á að hreyfa sig minna eftir því sem aldurinn færist yfir.   Kannanir sýna að aðeins lítill hluti fólks sem kominn er yfir sextugt stundar reglubundna líkamsþjálfun.Vöðvamassi tapast um allt að 40%Það eru vond tíðindi af ýmsum ástæðum.  Konur og karlar tapa vöðvamassa með aldrinum.   Talið er að vöðvamassi geti tapast um allt að 40% frá aldrinum 20 - 80 ára. meira
mynd
22. ágúst 2012 kl. 15:45

5 bestu ráðin til að koma línunum í lag

Ef þú ert í hópi þeirra sem tóku sér hlé frá ræktinni í sumar, þá er klárt að nú ættirðu að drífa þig af stað aftur.  Of langt hlé verður til þess að það verður sífellt erfiðara að koma sér í gang á ný.Hér eru mín 5 bestu ráð til að koma línunum í lag eftir værðarlíf sumarsins. Æfingaplan er nauðsynSestu niður og útbúðu þína persónulegu æfingaáætlun.  Skrifaðu niður hvers kyns þjálfun þú meira
mynd
11. ágúst 2012 kl. 16:48

Léstu megrunarkúrinn fita þig?

Þekkt er að tilraunir fólks til að grenna sig skila ekki alltaf tilætluðum árangri.  En ekki átta sig allir á því að megrun getur verið fitandi.  Stundum liggur fólki lífið á að losa sig við óvelkomið kviðspik, undirhöku og lærapoka og fer öfgafullar leiðir sem oftar en ekki skila ekki eftirsóttu línunum nema síður sé.   Löngunin getur verið sterk að losna STRAX  (helst í gær) meira
mynd
17. júlí 2012 kl. 15:22

Poppkorn hollara en salatið þitt?

Poppkorn hefur verið talsvert í fréttum s.l. mánuði í bandarískum fjölmiðlum.   Fyrirsagnir á borð við "Poppkorn er pakkað andoxunarefnum", "Poppkorn hollara en brokkólí?", "Poppkorn kann að vera hollara en sumir ávextir og grænmeti" og "Er poppkorn hin nýja súperfæða?" hafa birst á mörgum virtum vefsíðum s.l. mánuði.  Meira af andoxunarefnum meira
mynd
12. júlí 2012 kl. 5:40

Hvað er mest grennandi? Ný rannsókn.

Yfirgengilegt magn upplýsinga má finna á netinu og víðar um "rétta" mataræðið til að komast í kjörþyngd og stuðla að heilbrigðu hjarta og æðakerfi.  Það skal engan undra þótt margur verði ruglaður í ríminu af öllum misvísandi ráðleggingunum sem fyrir finnast.  Gamla góða reglan er jú vissulega alltaf í gildi;  borða hollt og fjölbreytt fæði í hæfilegu magni og stunda þol- meira
mynd
6. júní 2012 kl. 22:55

6 leiðir til að verða betri fyrirmynd

Ef þú ert foreldri gegnir þú gríðarlega mikilvægu hlutverki.  Þú mótar lífsvenjur barna þinna.  Þú hefur áhrif á venjur þeirra á margvíslegan hátt.  Matvælin sem þú hefur á boðstólum á heimilinu, hvað þú borðar, hvort og hversu oft þú hreyfir þig og hvernig þú hugsar um að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu.  Foreldrar hafa áhrif á hreyfingu og íþróttaiðkun barna meira
mynd
23. maí 2012 kl. 14:48

50% bursta ekki tennur á sumrin

Við lærum það snemma á lífsleiðinni að tannburstun er hluti af sjálfsagðri líkamsumhirðu og engin undankomuleið hvað það varðar.  Regluleg tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir. Það höfum við lært.Sumarið er tíminn Stór hluti fólks finnur sér ýmsar afsakanir fyrir að hreyfa sig ekki reglulega.  Það sannfærir sjálfan sig með ýmiskonar afsökunum og ákveður að það sé ásættanlegt að stunda meira
mynd
8. maí 2012 kl. 10:01

Nart á milli mála - fitandi eða grennandi?

Nart á milli mála getur verið af hinu góða ef rétt er að farið.  Þú getur haldið blóðsykrinum og orkunni stöðugri yfir daginn með því að fá þér nasl á milli mála sem um leið minnkar líkur á hinni velþekktu skyndilöngun í sætindi sem mörgum finnst erfitt að standast.   Galdurinn er að kunna að snarla skynsamlega.  Ef þú nartar of oft og of mikið í einu gæti mittismálið smám saman meira
mynd
1. maí 2012 kl. 13:44

Yngingarlyf - hefurðu prófað?

Margir hlaupa af stað í ræktina um þessar mundir staðráðnir í að líta betur út í baðfötum í sumar.  Ert þú ekki í þeim hópi?  En hvað ef ferðirnar í ræktina geta bætt árum við líf þitt?  Regluleg þjálfun er hollur lífsstíll sem hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líðan þína og útlit, en er að auki eitt það mikilvægasta sem þú getur gert til að stuðla að því að bæta árum við líf þitt meira
mynd
10. apríl 2012 kl. 21:59

Stæltur kroppur í sólinni

Með bjartsýni í hjarta hlökkum við til sumarsins sem hlýtur að vera alveg á næsta leiti.  Hærri hitatölur, sólskin, léttari fatnaður og meiri útivera er hluti af þessari ljúfu árstíð sem margir telja þá bestu.   Sumarið er tíminn sem við spókum okkur á stuttbuxum og hlírabol eða litríkum sundfötum og þá er ekki verra að hafa styrkt og stælt kroppinn aðeins til.Hér eru nokkur góð ráð meira
mynd
5. apríl 2012 kl. 13:24

Er þjálfunin þín of einhæf?

Góð alhliða þjálfun sem bætir líkamshreysti byggist á fimm lykilþáttum. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í reglubundinni þjálfun eða hefur æft í mörg ár og telur þig vera í toppformi er vel útfært alhliða æfingakerfi, með góðu jafnvægi á milli grunnþátta þjálfunar, grundvöllur þess að þú náir toppárangri.  Eftirfarandi fimm þættir ættu að vera hluti af æfingakerfinu meira
mynd
20. mars 2012 kl. 20:28

Gómsætir og hollir íspinnar - uppskrift

Börnin segja stundum ,,Allt óhollt er gott og allt sem er hollt er vont".  Það má e.t.v. deila um hvort eitthvað sé til í því.   Ef það er til kex eða annað sætmeti í skápunum eru litlir fingur gjarnan duglegir að teygja sig í slíkt frekar en að afhýða appelsínu eða banana.  Það getur verið snúið að fá börnin til að velja hollari kostinn.  Gómsætir heimagerðir meira
mynd
7. mars 2012 kl. 22:14

Svona losnarðu við síðustu 5 kílóin

Fjöldi fólks kannast við að hafa reynt mikið til að losna við þessi ergilegu síðustu 5 kg sem virðist mörgum fullkominn ógjörningur.   Af hverju reynist það svo erfitt?   M.a. er því um að kenna að líkaminn er magnað fyrirbæri og leitast í sífellu við að aðlagast nýjum aðstæðum sem getur komið sér vel í vissum aðstæðum en þegar við reynum að losa okkur við aukakíló með aukinni meira
mynd
25. febrúar 2012 kl. 13:57

Lætur þú blekkjast?

Prótín eru líkamanum nauðsyn.  Ekki aðeins sem byggingarefni eða orka fyrir frumurnar heldur gegna þau fleiri mikilvægum hlutverkum, t.d. mynda mótefni í líkamanum sem óvirkja bakteríur,  flytja efni um líkamann t.d. blóðrauða og mynda nauðsynleg hormón og ensím (hvata). Ýmsar misvísandi upplýsingar og skilaboð eru uppi um prótín.  Auglýsingar gefa til kynna að mikilvægt, jafnvel meira
mynd
16. febrúar 2012 kl. 18:04

Frábært líf eftir fimmtugt

Alla daga lífsins erum við að eldast.  Það er gangur lífsins og vissulega betra að eldast en ekki og hver aldur hefur sinn sjarma.   Heilsufar fólks er mis gott og sumir sem komnir eru yfir miðjan aldur glíma við heilsubrest af einhverju tagi s.s. of háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról, of mikla streitu, offitu, veikleika í taugakerfi eða almennt slen eða orkuleysi.  Aðrir meira
mynd
6. febrúar 2012 kl. 17:41

6 góð ráð fyrir þá sem eru að hugsa.

"Ég er á leiðinni að byrja að æfa reglulega" hef ég heyrt ótal sinnum í gegnum tíðina.  Það er jákvætt að vera á leiðinni, vissulega betra en að vera ekki á leiðinni.  Það sem vantar er auðvitað að taka skrefið.  Kannast þú e.t.v. við að vera á leiðinni?  Hefurðu verið að íhuga í talsverðan tíma að láta verða af því að skella þér í ræktina?  Þá er bara eitt að meira
mynd
23. janúar 2012 kl. 23:44

5 eldhúsvenjur sem koma þér í form

Ef þú vilt koma þér í fínt form er nauðsynlegt að huga vel að réttu mataræði.  Ef þú hefur verið að æfa af krafti en fyllt magann reglulega af ruslfæði eru ekki miklar líkur á því að þú náir þeim árangri sem þú sækist eftir.  Hér eru fimm eldhúsvenjur sem koma þér á beinu brautina og árangurinn lætur ekki á sér standa.1. Eru sparpakkningarnar að fita þig?  Þó að þú getir mögulega meira
mynd
14. janúar 2012 kl. 17:16

Kviðspik - Krúttlegt eða hættulegt?

Kviðspik eða bumba hefur ekki þótt beinlínis eftirsóknarvert líkamsástand en margir láta sér þó fátt um finnast þó mittismálið aukist hægt og hljótt og láta áfram fara vel um sig í sófanum með uppáhalds góðgætið innan seilingar.Bumba eða "sixpakk" snýst ekki bara um útlitið.  Ástarhöldin geta í raun verið hættuleg heilsunni.  Algengt er að þeir sem safna mikilli fitu um sig meira
mynd
3. janúar 2012 kl. 10:19

Facebook kemur þér í form!

Að byrja í ræktinni er ekki endilega auðveldasta mál í heimi. Það má vera ljóst því mjög margir hætta og byrja og hætta aftur og aftur.  Það er auðvitað best að hætta aldrei en ef þú hættir og hefur ekki haft þig af stað aftur ættir þú að einblína á að koma þér á beinu brautina á ný.Það sem helst veldur því að margir eiga erfitt með að gera reglulega þjálfun af hluta af sínum lífsstíl er meira
mynd
1. janúar 2012 kl. 12:49

2012 árið þitt? 7 góð ráð

Gleðilegt ár!  2012 er ár þinna tækifæra!Er árið 2012 árið sem þú ætlar að hugsa betur um heilsu þína og þennan eina líkama sem þú átt?  Hefurðu sett þér markmið fyrir árið?  Hér eru nokkur góð ráð sem þú getur nýtt þér til að koma skrokknum í betra form á nýju ári og auka orku þína og vellíðan.1. Ekki byrja á öfugum enda.   Byrjaðu á æfingum sem eru hæfilega krefjandi fyrir meira
mynd
29. nóvember 2011 kl. 16:01

"Just do it" viðhorfið.

Ertu að hugsa um að fara í ræktina? Ekki gefa heilabúinu þínu ráðrúm fyrir frekara humm og ha. Hættu að hugsa og drífðu þig af stað. Fólk sem hefur gert reglulega þjálfun af sínum fasta lífsstíl segist ekki lengur hugsa um hvort það eigi að skella sér á æfingu.   Það bara fer.   Gefir þú þér færi á að hugsa um það mun þér líklega reynast auðvelt að tala þig ofan af því.  En ef þú meira
mynd
12. nóvember 2011 kl. 23:45

5 skotheld ráð til að forðast jólakílóin

Fréttum rignir yfir okkur íslendinga að við fitnum stöðugt og erum nú næst feitasta þjóðin á eftir bandaríkjamönnum.  Algengt er að fólk bæti á sig allt að þrem aukakílóum á ári og má í mörgum tilfellum rekja 50-60% þeirra til óhóflegrar neyslu í desember.  Á 5 ára tímabili geta aukakílóin orðið 10-15 og þá orðin stærri vandi með auknum líkum á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum. Jólin meira
mynd
26. október 2011 kl. 22:45

Cellulite - Hvernig losnar þú við það?

Það hefur lengi þótt frekar ergilegt að hafa cellulite eða appelsínuhúð. Talið er þó að um 90% kvenna um allan heim, eldri en 18 ára hafi að einhverju leyti þessar óvinsælu ójöfnur undir húð, sérstaklega á lærum, mjöðmum og rassi. Ógrynni af smyrslum og "meðulum" af ýmsu tagi sem eiga að eyða appelsínuhúð hafa verið sett á markað í gegnum árin en virðast hafa afskaplega lítil áhrif. En meira
mynd
11. október 2011 kl. 21:36

Erfitt að byrja að æfa aftur eftir hlé?

Sá tími kemur hjá flestum þegar nauðsynlegt er að taka hlé frá þjálfun t.d. vegna veikinda eða sérstakra aðstæðna í vinnu eða í einkalífinu.  Þegar lífið kemst aftur í eðlilegt horf fara sumir á fullt aftur í ræktina eins og ekkert hafi í skorist.  Það er þó ekki endilega góð hugmynd ef liðið hefur langur tími frá síðustu æfingu.Hvað tekur langan tíma að missa niður áhrif meira
mynd
2. október 2011 kl. 14:52

5 mýtur um þjálfun - veist þú hið rétta?

Vinsælt er að skiptast á skoðunum um hvernig best er að koma sér í gott form, komast í kjörþyngd og halda sér og margir sem hafa ýmislegt um það að segja.  Almennt er fólk orðið talsvert upplýst í þeim efnum.  Þó eru þvi miður alltaf gamlar mýtur sem lifa góðu lífi og löngu kominn tími til að koma þeim út úr heiminum.   1. BESTA LEIÐIN TIL AÐ BRENNA FITU ER AÐ STUNDA ÞOLÞJÁLFUN Jú meira
mynd
16. september 2011 kl. 9:42

Hatar þú sumar æfingar?

Það er staðreynd að flestir hata einhverjar æfingar í ræktinni.   Sumir þola ekki upphífingar, aðrir forðast í lengstu lög hnébeygjur og fullyrða má að armbeygjan sé óvinsælasta æfing sem til er. Mögulega vegna þess að armbeygjurnar hafa lengi verið notaðar óspart sem refsing í hernum eins og flestir kannast við.   Eða einfaldlega vegna þess, og það tel ég mun líklegri meira
mynd
4. september 2011 kl. 21:25

Vigtin föst? Er það feluhitaeiningunum að kenna?

Þeir sem eru í baráttunni við aukakílóin kannast margir við það að hafa hamast og svitnað í ræktinni mánuðum saman og bætt mataræðið til muna en allt kemur fyrir ekki, leiðinda aukakílóin vilja ekki burt.   Ástæðan gæti verið sú að þú ert ekki að borða eins hollt eins og þú heldur.  Oft er það svo að fólk tekur ekki eftir feluhitaeiningum sem leynast víðast hvar og safnast saman og meira
mynd
21. ágúst 2011 kl. 22:24

Mittismálið í lag - Gullnu ráðin fimm

Sumarfríið er búið hjá mörgum, skólarnir að byrja og tími til kominn að drífa sig aftur reglulega í ræktina. Grillveislur, hvítvínsgutl og letilíf geta haft ergileg áhrif á mittismálið. Það var gott á meðan á því stóð en nú er kominn tími til að koma sér aftur í fína formið. Hér eru 5 góð ráð, marg prófuð og reynd og snar virka. 1. Það er aldrei of oft sagt!   Settu þér raunhæf markmið. meira
mynd
15. ágúst 2011 kl. 22:05

Eftirbruni - Besta leiðin til að grennast!

Eftirbruni er hugtak sem heyrist æ oftar þessa dagana og margir velta vöngum yfir því hvað það merkir.  Eftirbruni í þjálfun er hugtak yfir umfram súrefnisnotkun sem líkaminn þarf eftir að æfingu lýkur (ens: excess post-excercise oxygen consumption (EPOC)).  Það er Eftirbruni sem sér til þess að líkami þinn heldur áfram að brenna auka fitu löngu eftir að þú hefur sparkað af þér meira
mynd
6. ágúst 2011 kl. 15:48

Virkar betur að æfa á fastandi maga?

Þekkt er kenningin um að menn eigi ávallt að taka þolæfingu í bítið á fastandi maga, þannig sé fitubruninn mestur. Sumir heilsugúrúar ganga svo langt að segja að það sé eina leiðin til að brenna fitu, annað sé í raun tímasóun.   Ástæðan er að þegar líkaminn ert fastandi og glúkósabirgðir eru lágar mun líkaminn leita í auknum mæli í fitubirgðirnar til að ná í orku. Þ.a.l. muntu brenna meiri meira
mynd
27. júlí 2011 kl. 18:16

Er vigtin föst þrátt fyrir puð og svita?

Hefurðu stundað ræktina á fullu í marga mánuði en vigtin stendur í stað eða hreyfist aðeins upp á við þér til ama og vonbrigða? Sumir upplifa það að þrátt fyrir stífar æfingar vikum og mánuðum saman þá vilja aukakílóin ekki burt og í sumum tilfellum eykst þyngdin jafnvel lítið eitt.   Ef þú stundar styrktarþjálfun með lóðum getur átt sér stað tímabundin þyngdaraukning því vöðvarnir hafa meira
mynd
7. júlí 2011 kl. 15:34

Er matvörubúðin fitugildra?

Flestir vita og hafa e.t.v. lært af eigin raun að það getur verið stórhættulegt að fara svangur að versla í matinn. Allt milli himins og jarðar virðist einstaklega girnilegt í versluninni og sérlega mikilvægt að kaupa. Uppáhalds kexið, gotteríið og bakkelsið, hafa ríka tilhneigingu til að rata í körfuna, allt í einni og sömu ferðinni og fylla hillur og skápa þegar heim er komið. Góssið eins og það meira
mynd
14. júní 2011 kl. 21:48

Meira grænmeti ofan í börnin - 8 góð ráð!

Hugar þú vel að þínu mataræði og borðar hollt og fjölbreytt en finnst þrautinni þyngri að fá aðra heimilismeðlimi að taka þátt í heilsuvæðingu heimilisins? Margir foreldrar kannast við vandann við að fá börnin til að borða grænmeti og ýmsa aðra hollustu. Það getur verið heilmikill höfuðverkur að tryggja börnunum góða daglega næringu því dísætt morgunkorn, sykurbætt jógúrt, kex, pulsur og pizzur meira
mynd
4. júní 2011 kl. 10:37

Viltu hraðari brennslu á meðan þú hvílir þig?

Nægt er framboðið af vörum sem haldið erfram að muni auka brennslu líkamans. Auglýsingar fullyrða að brennslutöflur og brennsludrykkir auki hitann í líkamanum svo að þú brennir fleiri hitaeiningum jafnvel í hvíld. Margir hlaupa til og kaupa sér „draumí dós“  en lyfjafræðingar og læknar hafadregið árangur slíkra efna í efa og varað jafnvel fólk við notkun þeirra vegnamöguleika á meira
mynd
27. maí 2011 kl. 16:29

Vökvakílóin hvimleiðu - Bumba og baugar - Hvað er til ráða?

Vökvasveiflurnar í líkamanum geta verið mikið leiðinda fyrirbæri. Þú vaknar einn daginn og lítur í spegil og sérð þitt fagra andlit slétt og fínt og allt eins og það á að vera.   Næsta morgun gæti hins vegar blasað við þér í speglinum, þér til mikillar armæðu, þrútið andlit, sokkin augu, baugar, kinnpokar og undirhaka. Þegar líður fram á morguninn þá smám saman sígur vökvinn niður úr meira
mynd
26. maí 2011 kl. 14:49

Er sætindaþörfin að skemma árangurinn í ræktinni?

Það er svekkjandi að puða og púla í ræktinni mánuð eftir mánuð og sjá engan árangur.   Gæti það verið að nammipúkinn í þér sé að koma í veg fyrir að þú sjáir verðskuldaðan árangur æfinganna?  Allt er gott í hófi og við þurfum að kunna að stjórna sætindaþörfinni og gæta hófs. Lítill desert eða konfektmoli annað slagið gerir lífið klárlega skemmtilegra en þegar þú stendur þig að því að meira
mynd
17. maí 2011 kl. 11:30

Enginn tími fyrir æfingu? 6 góð ráð við því.

1. Taktu frá 2 hádegi í viku fyrir æfingu. Ef þú nærð ekki að skjótast í líkamsræktarstöðina þá kemur skokk eða röskur göngutúr í nágrenni við vinnustaðinn að góðu gagni. Það mun koma þér á óvart hve þú munt fyllast af orku og koma endurnærð/ur að verkefnum dagsins eftir hádegisæfinguna.2. Hjólaðu til og frá vinnu 1x í viku. Ef það er sturta á vinnustaðinum geturðu skellt vinnufatnaðinum í bakpoka meira
mynd
10. maí 2011 kl. 21:27

20 leiðir til að spara 100 hitaeiningar.

Það er með ýmsum hætti hægt að spara við sig daglegar hitaeiningar með lítilsháttar breytingum sem þú finnur lítið fyrir. Ef þú fækkar hitaeiningum sem þú neytir um 500 á dag getur þú losað þig við 2kg á 30 dögum eða 12 kg á 6 mánuðum. Ef þú vilt losna við óvelkomin aukakíló, kíktu á þennan lista og sjáðu hvort þú getur ekki gert smávægilega breytingar sem þú finnur lítið fyrir nema því að þú meira
mynd
5. maí 2011 kl. 16:14

Kaloríur til umráða.

Ef þú færð skammtaðar 2000 kr. á dag í vasapening , ekkert kreditkort í boði, þarf hagsýni að vera í fyrirrúmi til að láta dæmið ganga upp.Það sama á við ef við viljum losna við aukakíló. Við höfum ákveðinn fjölda hitaeininga til ráðstöfunar kjósum við halda okkur í kjörþyngd eða komast þangað. Líkaminn brennir ákveðnum fjölda hitaeininga á sólarhring. Efnaskiptahraði líkamans er meira