Þú gætir verið kyrrsetumanneskja án þess að gruna það.
Hve mikið hreyfir þú þig á dag? Flestir sem fara reglulega í ræktina myndu segja að þeir væru mjög virkir því þeir æfa í hverri viku, jafnvel daglega. En raunin gæti verið sú að þeir lifa í sjálfsblekkingu, eru í raun "sófakartöflur". Það að sitja í meira en 6 klst á dag er tengt við auknar líkur á dauðsfalli jafnvel þó að klukkustundar heimsóknir í ræktina séu daglegt brauð. Skv nýlegum rannsóknum er áhættan af langri daglegri kyrrsetu svo mikil að slíkt gæti verið hættulegra heilsunni en reykingar.
Dæmigerður lífsstíll fólks á öllum aldri í dag er að sitja í allt að 9 klst á sólarhring. Fyrir framan tölvuskjáinn, símann, sjónvarpið, í bíl, o.s.frv. Flestir telja það í góðu lagi að sitja allan daginn fari þeir í ræktina í klukkustund á dag. Ef dagurinn þinn hefst á kraftmikilli æfingu með hlaupum, lóðalyftum og tilheyrandi svita gætirðu litið svo á að þér væri vel stætt á að sitja á rassinum það sem eftir lifir dags. En staðreyndin er sú að hversu erfið sem 60 mín æfingin þín er og hve mikið þú tekur á því og svitnar, þá bætir það ekki upp 9 klst af sófakartöflu lífsstíl. Þú þarft einfaldlega að standa upp reglulega og hreyfa þig.
Hversvegna er hættulegt að sitja lengi?
Við það að sitja í klukkustund eða lengur án þess að hreyfa þig, slekkur líkaminn á hvatbera sem nefnist lipoprótín lipase. Venjulega tekur hann upp fitu sem fer í hringrás í blóðstreyminu. Þegar lipoprótínið starfar ekki situr blóðfitan lengur í blóðrásinni sem skapar aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir hjartað. Auk þess að þegar þú hreyfir þig ekki reglulega hægir á öllu kerfinu s.s. efnaskiptum ofl. og líkami þinn fer í einskonar dvala. Það er augljóst að slíkt er hvorki heilsusamlegt né mittisvænt.
Ef þú starfar á skrifstofu ættir þú að koma þér upp appi í símanum þínum eða tölvunni sem minnir þig á að standa upp á 30-40 mín fresti og ganga um í 2 mínútur. Góðu fréttirnar eru að rannsóknir hafa sýnt fram á að aðeins 2ja mínútna ganga á hverri klukkustund dugar til að draga úr alvarlegri áhættu sem kyrrseta skapar.
Ef það finnast stigar á þínum vinnustað er kjörið að hlaupa þá upp og niður við hvert tækifæri og jafnvel nota 2ja mínútna hreyfingar hléið þitt til að hlaupa upp stigann og fá púlsinn aðeins upp á við. Stutt ganga utandyra er vissulega kjörin leið til að fá aukið súrefni, hreinsa hugann og endurnýja orkuna.
Að lokum
Ljóst er skv. rannsóknum, að eins nauðsynlegt það er að stunda reglulega styrktarþjálfun og þolæfingar fyrir hjarta- og æðakerfið, þá er ekki nóg að taka aðeins klukkustund 3x-5x í viku í æfingarnar. Kyrrsetan allar hinar klukkustundirnar er bókstaflega að drepa okkur. Hvort sem þú ert í vinnunni eða heima ættir þú að forðast að sitja lengur en klukkustund í einu. Það eru þessar lykil 2 mínútur af léttri hreyfingu eða göngu sem þú þarft á hverri klukkustund og gera hreinlega gæfumuninn. Það ætti að vera lítið mál, en gæti haft mikil áhrif á heilsu þína til framtíðar. Aðal atriðið er að muna eftir því að standa á fætur og þar koma áminningar öpp sterk inn. Stand-up appið er t.d. stórsniðugt og hægt að stilla það eftir þörfum hvers og eins.
Spáðu í það að ef þú æfir í klukkustund á dag og sefur í 8 tíma þá eru 15 tímar eftir af sólarhringnum. Ef þú eyðir þeim meira og minna sitjandi ertu að skaða heilsu þína. Það er margt einfalt sem þú getur gert til að auka hreyfinguna þína ef þú aðeins verður meðvituð/aður um það. Eitt gott ráð er að fá sér skrefamæli, Fitbit eða annan sem telur öll skrefin þín, það gæti reynst þér góð hvatning og minnir þig á að hvert skref er þér til góðs!
Ef þú vilt lesa meira um hvaða þýðingu kyrrseta hefur á heilsuna þína smelltu hér.
agusta@hreyfing.is
www.hreyfing.is
P.s. Smelltu hér til að fá frítt gestakort í Hreyfingu