c

Pistlar:

23. janúar 2018 kl. 18:09

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Fimm hugmyndir að millimáli

Margir vandræðast aðeins með það hvað þeir eigi að fá sér milli mála sem er ekki of hitaeiningaríkt og hjálpar manni við að halda góðu jafnvægi á blóðsykrinum. Hérna eru nokkrar hugmyndir að léttu en góðu millimáli sem gott er að grípa í milli stóru máltíðanna sem eru morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. 

Fimm hugmyndir að millimáli

  • Flatkaka með hummus og papriku
  • Tvö Finn Crisp hrökkbrauð með einu eggi og gúrku
  • Epli í bátum dýft í ca. eina matskeið af hnetusmjöri
  • Ein gróf brauðsneið með léttsmurosti og tómötum/grænmeti
  • Ávöxtur og smá hnetur

Ég hvet ykkur til þess að prófa ykkur áfram með hvað hentar ykkur sem millimál því það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum, þetta gefur ykkur vonandi einhverjar hugmyndir.

Kíkið endilega á uppskriftirnar inn á síðunni minni, annaeiriks.is en þar má m.a. finna girnilegan jarðaberjaís sem er mjög vinsælt að gera á mínu heimili ef okkur langar í eitthvað gott en hollt eftir kvöldmat!

3980AFAF-DB11-4399-9AA6-5394487B7134

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira