c

Pistlar:

10. október 2018 kl. 15:11

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Góð ráð til þess að komast í form

  • Vertu ávallt með markmið - það hjálpar manni að halda sér á beinu brautinni

  • Ekki gleyma litlu sigrunum - mikilvægt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar markmiði er náð því það er svo hvetjandi

  • Finndu hreyfingu sem hentar þér - við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum degi og því nauðsynlegt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtilegt að stunda

  • Margt smátt gerir eitt stórt - æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið.

  • Finndu þér æfingafélaga eða hóp - það getur hjálpað mörgum að æfa með góðum hóp eða með skemmtilegum æfingafélaga eða fjarþjálfara eins og mér

  • Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.

  • Góðir hlutir gerast hægt - ekki ætla þér um of, njóttu þess að hugsa um heilsuna og líkamann með því að hreyfa þig reglulega og borða heilsusamlega því þá gerast góðir hlutir.

  • Njóttu þess að vera til - mundu að lifa í núinu og njóta þess í botn

Ef þig langar að eignast fría "Buttlift" æfingu smelltu þá HÉR

39CE1FD6-D678-4917-816D-81736AF0F9A1

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira