c

Pistlar:

19. október 2020 kl. 17:17

Appreciate The Details (appreciatethedetails.blog.is)

Striginn málaður

Loksins mættir aftur, sumarið á enda og haustið mætt í allri sinni dýrð. Eftir nokkra mánaða vinnu með pásum inn á milli, fullt af hugmyndum og smá fram og tilbaka pælingum þá er stofan loksins tilbúin. Við lögðum af stað með ákveðnar hugmyndir og pælingar en breyttum nokkrum sinnum um skipulag, skoðun, myndir og hugmyndir. Það er ábyggilega auðveldara að vera einn með hugmyndir og óskir um lokaútkomu heldur en tveir með miklar skoðanir. Einn sér ótkomuna fyrir sér í myndum á meðan hinn sér fyrir sér útkomuna í heildarmynd á rýminu. Við komumst sem betur fer að samkomulagi og erum mjög glaðir með lokaútkomuna.

Stofan var öll hvítmáluð, hátt til lofts og stór spegill á einum veggnum sem nær yfir allan vegginn. Í byrjun vorum við ekki vissir um hvort að við myndum vilja halda speglinum en ákváðum svo að halda honum og setja stálramma á speglavegginn til þess að fá "masculine" effect inn í rýmið og hrátt á móti öllu öðru eins og t.d málningunni og rósettunni sem er öllu hlýrra.

stofa fyrir Stofa fyrir

Rósetta

Rósetta

Við settum rósettur í næstum öll rýmin í íbúðinni, okkur fannst það henta svo vel við stílinn og lofthæðina. Rósetturnarnar eru mjög auðveldar í uppsetningu, og þær koma grunnaðar og því auðveldlega hægt að mála þær í hvaða lit sem er. Við fórum á stúfana og fundum svo mikið af fallegum rósettum í Sérefni. Þau eru með allskonar týpur, stærðir og gerðir. Við keyptum sérstakt lím sem heitir decofix settum á rósettuna og smá á loftið sjálft og settum svo teip til þess að halda henni fastri í sólahring á meðan að límið þornaði.Við ákváðum að mála rósettuna í aðeins ljósari lit heldur en loftið sjálft til þess að fá meiri dýpt í loftið.

málninggrunnur

Litir Sérefni

Þá að litavali! Við erum mjög hrifnir af kalkmálningunni eins og þið hafið kannski tekið eftir í fyrri færslunum. Áferðin, litirnir og dýptin svo lifandi og setur svo mikinn karakter á rýmin og virkilega skemmtilegur grunnur til þess að vinna með.

í samstarfi við Sérefni þróuuðum við litapallettu Appreciate The Details, litirnir í stofunni úr litapallettunni heita Smokey Latte ( veggir) , Cafe Bon Bon ( loft) og Cortado (rósetta).

MálaðLitir Sérefni

Rósetta

Hér er hægt að sjá betur hversu skemmtileg og lifandi áferðin er á kalkinu,okkur finnst oft eins og að liturinn breytist eftir því hvaða tími dags er og hvort að það sé sól,skýjað eða dimmt. Við byrjuðum á því að grunna vegggina og máluðum svo tvær-þrjár umferðir með kalkinu.

Kalk - Smokey Latte

Hér að neðan má sjá prufu af einum litnum okkar hjá Sérefni. Hægt er að sjá sýnishorn af litapallettunni okkar í sérstakri möppu hjá þeim sem er merkt Appreciate The Details. Við erum alltaf að breyta og bæta við, og á næstu vikum eru fleiri litir væntanlegir í litapallettuna.

Það eru gamlir pottofnar í öllum rýmum í íbúðinni, þar sem að kalkmálning hentar ekki vel á þá að þá langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi, mála þá þannig að þeir lúkki meira eins og skartgripir.Við máluðum ofninn inn í stofu með gylltri metal málningu sem við pússuðum aðeins yfir eftir á með sandpappír til þess að fá rustic metal lúkk.

LoftOfn

Smokey Latte Kalk - Smokey Latte 

Rammar

Rammarnir sem við settum á speglavegginn eru sérsmíðaðir, hér að ofan má sjá mynd bæði fyrir og eftir. Þeir setja svo mikinn svip á stofuna, vafalaust rétt ákvörðun. Rýmið margfaldast og verður meira masculine á móti öllum plöntunum, myndunum og hlýju tónunum.

Jæja þá er komið að klára heildarmyndina. Við vorum alveg klárir á því að við vildum mikið af myndum inn í stofuna og við leituðum því víða af fallegum myndum og ekki skortir úrvalið en þetta þurfti allt að passa saman, bæði við litina hjá okkur og svo inn í þemað. Við versluðum myndir á nokkrum stöðum: Dimm, Svartar Fjaðrir og Tekk-Habitat. Ásamt því að prenta út nokkrar ljósmyndir eftir Kára. 

stofa eftirStofa eftir

stofa eftir

Stóra myndin er frá Dimm, Svörtu boxin eru frá Tekk-Habitat og hinar þrjár eru frá Svörtum Fjöðrum. Lampinn er frá Tekk/Habitat, okkur fannst hann fullkominn á þennan myndavegg.

Speglaveggur

Við töluðum um það áður að við hefðum verslað flest öll húsgögnin hjá Tekk-Habitat, okkur fannst það mjög þæginlegt, og við gátum líka pantað sófa hjá þeim í litnum sem okkur langaði í og raðað honum upp í einingum sem hentaði fyrir stofuna okkar. Það tók bara nokkrar vikur að fá sófann, hann er mjög djúpur sem gerir það auðvelt og gott að slaka á í honum eða glápa á sjónvarpið. Myndin fyrir ofan sófann er úr Wonderful beings seríunni frá Hendrikku Waage, stóri blómapotturinn er úr Garðheimum og sófaborðið fallega er frá Tekk-Habitat. 

Skenkur - Habitat

Plönturnar fengum við í Ikea og Garðheimum, myndirnar á skenknum í Signature Húsgögnum og blómapottinn á skenknum fengum við í Yeoman Reykjavík. Hægindastóllinn var keyptur í Tekk-Habitat, einnig sjónvarpsskenkurinn og bast karfan utan um plöntuna fengum við einnig þar.

Ljós - Lýsing&Hönnun

Við féllum alveg fyrir þessu fallega ljósi og okkur fannst það passa fullkomnlega við rósettuna og stílinn í stofunni. Ljósið er frá Mullan Lighting og það fæst í Lýsing og Hönnun Skipholti.

samsung frame tv

samsung frame tv

Sjónvarp

Þá að þessari snilld, við horfum oft á sjónvarp en okkur finnast sjónvörp ekki það fallegasta sem til er. Við fundum Samsung Frame tv á pinterest og fórum svo í það að leita að því hér á landi og fundum það hjá Ormsson.is, þeir eru mikið mikið úrval af Samsung Frame sjónvörpum. Hægt að fá nokkrar mismunandi ramma á sjónvörpin og þar af leiðandi hægt að finna eitthvað fyrir alla. Það er hægt að setja stilli myndir á sjónvarpið þannig að sjónvarpið fellur inn í hvaða rými sem er og lúkkar í rauninni eins og mynd í myndaramma. Þetta er algjör snilld, hægt að breyta um myndir eins og maður vill og einnig hægt að setja sínar eigin myndir.Fallega myndin sem er við hliðin á sjónvarpinu er teiknuð af snillinginum @irisillustrator á Instagram.

stofa eftir

Við fengum okkur eikar ramma á sjónvarpið en hægt er að taka þá af og þá erum við með svartan ramma. Hátalarinn er frá Bang&Olufsen og lampinn frá Tekk-Habitat.

stofugluggistofa eftir

  

Vasarnir í glugganum eru frá Signature húsgögnum, púðarnir eru frá Tekk-Habitat og teppið er frá Geysir Heima.

sófiStóll

Myndaveggur

sandy bay

myndir

IMG_6143

Við elskum stofuna okkar, við höfum það stundum á tilfinningu að við séum komnir til Parísar eða til Ítalíu. Kveikjum á kertum, hlustum á góða músik eða horfum á góða mynd. Eins og áskrift að fullkomnu kvöldi.

Við hvetjum ykkur til þess að finna okkur og fylgja okkur á www.instagram.com/appreciate_thedetails

Ekki örvænta, við komum aftur mjög fljótlega og sýnum ykkur hin rýmin

Kári og Ragnar