Pistlar:

8. september 2020 kl. 12:31

Gunna Stella (einfaldaralif.blog.is)

Sykurlaus september eða?

Haustið er oft tími til að gera breytingar, fara aftur í rútínu og huga að heilsunni. Við íslendingar erum rosa góð í að fara í “átak” og reyna þannig að gera róttækar breytingar. Kona sem ég þekki sem kemur upphaflega frá Noregi hló af því hvernig Íslendingar eru. Fyrir jólin koma smákökur og konfekt. Eftir jólin er lögð áhersla á heilsueflandi vörur, í febrúar kemur þorramaturinn og um leið og þorranum líkur koma páskaeggin. Við vitum eflaust öll hvernig við högum okkur í samræmi við árstíðir. Það er gott að mörgu leiti því þá sækjumst við í ákveðin vana en auðvitað er best að halda jafnvægi. Það er best að huga vel að heilsunni allan ársins hring og halda rútínu. Ég veit það af eigin reynslu að rútína er frábær. Ég þrífst rosalega vel í rútínu en þegar fer að vora og skólarnir fara í sumarfrí þá hlakka ég til að detta úr hluta af rútínunni. Ég hlakka til að vaka lengur, því ég elska íslensk sumarkvöld. Ég reyni samt að halda þeim hluta af rútínunni inni sem hefur mikilvæg jákvæð og góð áhrif á mig. Ég reyni að hreyfa mig og passa upp á heilsuna og halda henni í góðu jafnvægi. Jafnvægi er gott að lýsa sem því að hjóla. Þegar við hjólum þá reynir á jafnvægi þegar við beygjum. Stundum þurfum við að beygja skarpt til vinstri og stundum til hægri og þá er eins gott að detta ekki. Þegar tekur að hausta og fröken rútína vinkona mín kemur aftur þá hlakka ég til að fara fyrr að sofa og vakna helst áður en aðrir heimilismenn vakna. Mér finnst rútína góð og mér finnst gott að setja mér markmið en best finnst mér þegar ég nýt vegferðarinnar að markmiðum mínum. 

 

Í dag eru margir að taka þátt í sykurlausum september. Það er gott og gilt að taka sykur út úr mataræði sínu. Sykur er bólgumyndandi og getur haft slæm áhrif á líkamann. Það er gott að hafa sykur aðeins í litlu magni í mataræði sínu, hvort sem það er september eða október. Ekki bara til að taka þátt í einhverju átaki heldur af því að þú vilt fara vel með líkama þinn. Ég tek september og janúar mánuð til að afeitra líkama minn. Mér finnst gott að gefa líkama mínum tækifæri til að losa sig við aukaefni og fá tækifæri til að vinna rétt og vel. Svipað gerist þegar við sofum nóg. Þá fær heilinn tækifæri til að hreinsa sig. Það sama gerist líka þegar við föstum. Ef við föstum í 12 tíma á sólahring þá fær líkaminn tækifæri til að melta, hreinsa og losa sig við eiturefni. Það er margt sem hægt er að gera til að hugsa vel um líkama sinn. Það er gott að halda jafnvægi, njóta lífsins, fara vel með líkama okkar því við eigum bara einn. Ég hvet þig til að nota þennan mánuð til að velja það að huga vel að heilsunni. Ef þú smellir hér getur þú nálgast verkfæri sem ég nota til að hjálpa einstaklingum að vega og meta hvernig gengur á hinum ýmsu sviðum lífsins.  Þetta verkfæri kallast lífshjólið. Í raun og veru snýst þetta um að gefa sér einkunn á bilinu 0-10 varðandi það hvernig gengur á ýmsum sviðum lífsins. 0 er miðjan á hringnum og 10 er ysti hluti hringsins. Ég hvet einstaklinga sem eru á námskeiðum hjá mér til að gera punkt á blaðið og teikna línu á milli punktanna. Þá kemur svo skýrt í ljós hvað skorar hátt og hvað skorar lágt. Það er t.d mjög algengt að heilsan og heimilisumhverfi skori lágt í lok sumars. Það er líka algengt að gleði og hreyfing skori hærra í lok sumars en um miðjan vetur. 

 

Ég hvet þig til að nýta þér þetta verkfæri, það getur hjálpað þér að ná jafnvægi. 

Gangi þér vel,

Gunna Stella



16. júlí 2020 kl. 14:03

Er þetta sannleikur eða lygi?

Fyrir nokkrum árum síðan var dóttir mín að æfa fimleika. Á æfingu gerði hún stökk sem hún var vön að gera en þegar hún var að lenda stökkinu rakst hún með hnéð í trampólínið sem hún hafði byrjað stökkið á. Hún fékk stóran skurð á hnéð og þurfti að fara á spítala til að láta gera að sárinu. Við fengum þær leiðbeiningar að halda sárinu hreinu og hún mætti fara á æfingar eftir nokkra daga. Það sem meira
24. júní 2020 kl. 21:11

Skipulag sem virkar!

Barnið: “Af hverju ég?” Af hverju ekki hann? “Ég þarf alltaf að gera allt!”   Foreldri: “Er sanngjarnt að ég geri allt?” “Er ég einhver þjónn á þessu heimili?”  Hefur þú heyrt þessar setningar frá börnunum þínum eða svarað á þennan hátt?    Það að halda heimili er teymisvinna. Heimilið á að vera griðastaður sem öllum líður meira
16. júní 2020 kl. 9:35

Ég vaknaði upp við vondan draum!

Ég vaknaði við vondan draum. Ég var mjög fegin að vera vöknuð og áttaði mig smám saman á því að þetta hafi bara verðið draumur. Samt sem áður sló hjartað hratt og augun voru farin að vökna. Mig hafði dreymt að ég var að flýja undan glæpagengi. Ég var föst í húsi, gísl ásamt lítilli stúlku. Allan drauminn var ég að reyna að flýja undan glæpamönnum sem höfðu eitthvað illt í huga. Við reyndum að meira
3. júní 2020 kl. 23:37

Fimm atriði sem gefa þér orku og aukin drifkraft

Þegar ég var 3 ára gömul skildu foreldrar mínir. Ég man eftir því sem barn að “öfunda” jafnaldra mína sem áttu foreldra sem voru ekki skilin. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það var ástæða fyrir því að þau skildu og það var ástæða fyrir því að þau voru ekki lengur saman. Í barnshuganum var sameinað hjónaband foreldra minna einhverskonar draumur sem ég þráði að yrði að veruleika. meira
20. maí 2020 kl. 14:13

Hvaða tilgang hef ég?

Sonur minn slasaði sig á hjóli í síðustu viku. Hann var bólgin og með saum í vör og svaf illa nóttina eftir slysið. Þegar börnin mín eru veik eða slasa sig þá þá gerir móðureðlið það að verkum að ég er alltaf að vakna til að athuga hvort  sé í lagi með þau. Þessi nótt var eins. Drengurinn svaf við hlið mér,umlaði mikið og var illt. Ég var mjög glöð þegar morguninn kom því ég vissi að það meira
13. apríl 2020 kl. 12:15

Hvað ef við verðum aldrei aftur eins?

“Íslendingar ættu að vera undir það búnir að einhverskonar takmarkanir vegna kórónuveirunnar gætu verið í gildi út þetta ár, sem ráðist þó af þróun faraldursins. Það er þó ekki eins og himinn og jörð farist þó svo að landsmenn lifi fábrotnu lífi út árið, það sé hinsvegar vel þess virði” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.    Þetta er svo mikið rétt hjá Þórólfi. Himin og meira
28. febrúar 2020 kl. 13:48

Drífðu þig heim kona!

Nokkur ótti hefur gripið um sig á Íslandi og í heiminum öllum. Fólk óttast veiru sem oftast er kölluð Kórónaveira en ber víst nafnið Covid 19. Fréttir um veiruna og hvaða löndum hún hefur greinst í taka mikið pláss í fréttatímum.   Ég skil þennan ótta vel. Ég skil að fólk óttist hið óþekkta. Mér er minnisstætt þegar fuglaflensan greindist í fyrsta sinn og ég var ung móðir. Um leið og ég meira
30. janúar 2020 kl. 16:02

Líkami minn kallar á 24:1 hleðslu

Undanfarna mánuði hef ég verið að æfa mig í að taka einn sólahring í viku þar sem ég legg alla vinnu til hliðar, loka tölvunni, slekk á netinu í símanum mínum og geri það sem mig langar til að gera þann daginn. Það er mjög sérstök tilfinning að vera aftengd samfélagsmiðlum. Fyrst þegar ég gerði þetta hélt ég að ég væri að missa af einhverju. Það merkilega kom hinsvegar í ljós er að lífið heldur meira
mynd
24. janúar 2020 kl. 11:20

Er einfaldara líf vísir á langlífi?

Fyrir nokkru síðan heyrði ég frábæran fyrirlestur með Dan Buettner sem bar yfirskriftina "Blue Zones" eða "Blá svæði". Síðan meir las ég bækurnar hans og var mjög hrifin af því sem hann hafði skrifað. Eftir margra ára rannsóknir á vegum National Geographic og hans sjálfs (Dan Buettner), hefur verið sýnt fram á að í heiminum eru a.m.k. 5 svæði (svokölluð blá svæði) sem hafa að geyma vísbendingar um meira
15. janúar 2020 kl. 15:24

Ólétt og grátandi á nýársdag

Nú er komin nýr áratugur, nýir tímar. Á þessum tíma fyrir tíu árum var settur dagur hjá mér með annað barnið mitt.  Ég man eftir þeim áramótum eins og gerst hafi í gær. Ég var kasólétt. Algjörlega að springa. Á gamlárskvöld fengum við fólk í mat. Ég stússaðist í eldhúsinu lengi vel, eldaði, vaskaði upp og vakti langt fram á kvöld. Á nýársmorgun vaknaði ég, ryksugaði húsið og gekk frá meira
13. desember 2019 kl. 13:07

Njóta ekki þjóta!

Nú er aðventan gengin í garð. Aðventa er ljúfur tími að svo mörgu leiti. Það er tíminn þegar beðið er eftir jólunum og út um allt hljóma skilaboð um allskonar hluti sem við ættum að prófa, gera, smakka og kaupa.    Þegar ég var barn beið ég spennt eftir jólunum en svo minnkaði hann  eftir því sem ég varð eldri og barnæskan var að baki. Þegar ég svo eignaðist mín eigin börn fór ég að meira
4. desember 2019 kl. 9:57

Ertu búin að öllu?

Þegar kemur að aðventunni þá upplifa margir streitu. Ég hef oft ákveðið fyrir aðventuna að ég ætli að eiga rólega, ljúfa og yndislega aðventu. Ég hef ákveðið að ég ætli ekki missa mig í þrifum, bakstri, jólagjafainnkaupum og þess háttar. Ég fer kannski sæl og glöð inn í aðventuna en svo byrjar áreitið. Fólk spyr ,,Gunna, ertu búin að öllu?” Ha, öllu? Hvað meinarðu? Jú, öllu auðvitað, t.d. meira
22. nóvember 2019 kl. 13:03

Ertu í fríi í fríinu?

Fyrir tveim vikum síðan fórum við hjónin í fjögurra daga ferð til Kanarýeyja. Það var afar ljúft að breyta aðeins til og fá smávegis frí. Ég var tvístígandi varðandi það hvort ég ætti að taka tölvuna mína með. Ég hef mjög gaman af því að skrifa og er að vinna að mjög spennandi verkefni þessar vikurnar. Ég sá fyrir mér að geta skrifa allan tíman í flugvélinni (heilar 5 klukkustundir og 40 mínútur) meira
1. nóvember 2019 kl. 8:56

Er hægt að hafa aðventuna einfaldari?

Það styttist óðum í aðventuna. Kannski ert þú nú þegar farinn að huga að aðventunni. Jafnvel farin/n að kaupa jólagjafir eða búin að því. Ég á mér þann draum og það markmið að vera búin að kaupa allar jólagjafir í byrjun desember. Mér finnst allt svo miklu einfaldara þegar ég þarf ekki að spá í jólagjafainnkaupum í desember.  Hér áður fyrr átti ég mér líka draum um einfaldari aðventu og fyrir meira
9. október 2019 kl. 9:59

Ég tiplaði á tánum

Áður en ég hóf vegferð mína í átt að Einfaldara lífi gekk ég harkalega á vegg. Ég er ekki að tala um í orðsins fyllstu merkingu heldur gekk ég á vegg andlega. Ég hafði alla mína tíð verið snillingur í að greina hvernig fólki í kringum mig leið. Ég tiplaði á tánum í kringum fólk sem ég umgekkst og reynt að halda friðinn. Ég vissi alltaf hvernig aðrir í kringum mig höfðu það. Hvað það þurfti á að meira
mynd
13. september 2019 kl. 16:00

Er hægt að upplifa gleði og hugarró mitt í stormi og rigningu?

Þegar ég hlusta á það sem er að gerast í kringum mig og horfi á það sem er í gangi í þjóðfélaginu hljómar innra með mér rödd. Einfaldaðu, einfaldaðu, einfaldaðu. Oft gerum við okkur ekki grein fyrir því að við flækjum lífið að óþörfu. Jú, það er mikið að gera. Það þarf mörgu að sinna en mitt í storminum og rigningunni er hægt að finna gleði og hugarró.    Þegar ég hóf göngu mína í átt að meira
28. ágúst 2019 kl. 17:05

Botnlangakastið leiddi til Tenerife ferðar

Í byrjun október í fyrra fékk maðurinn minn heiftarlega mikinn magaverk. Hann var sárkvalinn,lá á bráðamóttökunni heila nótt en var svo sendur í aðgerð þegar líða tók á næsta dag.    Þegar hann var komin inn á aðgerðarstofuna áttaði ég mig á því að ég var óróleg inn í mér. Þegar ég er óróleg og hrædd þá fer ég oft að gera eitthvað verklegt, framkvæma, laga til eða eitthvað sem krefst meira
mynd
7. júní 2019 kl. 11:07

Játningar móður og mammviskubitið

Ég er svo heppin að vera mamma, hlutverk sem ég þráði að sinna allt frá frá því að ég var lítil stelpa í mömmó.  Ég elska börnin mín og vil þeim allt það besta í lífinu. Þegar ég varð móðir í fyrsta sinn þá byrjaði ég hlutverkið með ákveðinn misskilning í farteskinu. Ég hélt ég þyrfti að vera fullkomin mamma. Ég vildi standa mig vel, ég vildi vernda barnið mitt. En þegar á leið þá meira
23. maí 2019 kl. 14:01

Ég öskraði úr mér lungun...

Undanfarna daga hefur myndast mikill spenningur í bænum sem ég bý í. Fólk hefur klætt sig í vínrauð föt, hengt upp fána, keyrt um með fána og verið tilbúin í slaginn. Þú ert eflaust farin að átta þig á hvað ég er að tala um. Já, baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í Handbolta. Selfoss átti von á Haukum í heimsókn. Heimaleikur í Hleðsluhöllinni. Þvílík spenna. Þvílík stemning í bænum. Leikurinn var meira
16. maí 2019 kl. 12:51

Er hægt að einfalda lífið?

Fyrir nokkrum árum fóru við hjónin með börnin okkar fjögur í ferðalag til Flórída. Yngsta barnið okkar var nokkra mánaða og ég var frekar stressuð yfir því að fara í langt ferðalag með svona mörg börn. Mér finnst reyndar hlægilegt til þess að hugsa í dag í ljósi þess að við erum nýkomin frá Ástralíu með alla fjölskylduna. En maður slípast til með árunum og lífið verður einfaldara í huganum. Á meira
30. apríl 2019 kl. 13:09

Er BRJÁLAÐ að gera?

Ég sá auglýsingu frá Virk starfsendurhæfingarsjóði um daginn þar sem skotið er hressilega á okkur íslendinga og þessa frægu setningu. Brjálað að gera! Virk fór af stað með verkefni með yfirskriftinni “Brjálað að gera” til þess að vekja athygli á því hvað fólk er oft undir miklu álagi í einkalífinu og á vinnustaðnum.   Í gegnum tíðina hefur það þótt vera meira
23. apríl 2019 kl. 11:24

Fimm skref í átt að Einfaldari þvottarútínu!

Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn. Mér fannst þvotturinn vera endalaus (sama hvað við vorum mörg). Fyrir ári síðan lærði ég nýja aðferð sem hefur gert það að verkum að mér finnst ég ekki lengur vera að drukkna í þvotti.   Við búum í meira
10. apríl 2019 kl. 13:53

Á sundi með plaströrum, plastumbúðum og gullfiskum

Ég hef oft heyrt að plast sé slæmt fyrir jörðina og hef markvisst reynt að minnka plastnotkun. Ég er þó langt frá því að vera búin að fullkomna það enda vön að nota plast í allskonar stærðum og gerðum árum saman. Ég áttaði mig í raun ekki á því hversu slæmt plast er fyrir umhverfið okkar fyrr en ég fór að synda í sjónum á Balí. Í kringum mig flutu plastpokar og plastumbúðir og út um allt voru meira
3. apríl 2019 kl. 2:21

Menningarsjokk á Balí!

Fyrir tveimur dögum síðan lentum við fjölskyldan á Balí. Ég er búin að hlakka til að koma til Balí lengi en vissi ekki við hverju átti að búast. Fyrsta upplifun mín af Balí var mjög góð. Flugvöllurinn var snyrtilegur og fólkið var vingjarnlegt. Þegar við gengum út af flugvellinum fann ég sömu lykt og á Indlandi og í Afríku. Blanda af hita, raka og mengun.  Börnin urðu mjög hissa þegar þau meira
mynd
27. mars 2019 kl. 11:23

Ævintýri enn gerast

Það er svo auðvelt að vera búin að undirbúa ferðalagið sem maður er á svo vel að maður fer algjörlega eftir GPS tækinu, gleymir að njóta augnabliksins og vera opin fyrir nýjum ævintýrum. Nú erum við  fjölskyldan (6 manns) á mánaðar ferðlagi. Þessa dagana erum við stödd í Ástralíu. Við erum búin að gera ótrúlega margt skemmtilegt., Þar á meðal að fara í brúðkaup vina okkar, gefa kengúrum að meira
mynd
20. mars 2019 kl. 13:22

Ekki gera þessi mistök þegar þú ferðast með börn!

Það er ótrúlega gaman að ferðast. Við hjónin elskum að ferðast með börnin okkar. Nú erum við komin til Ástralíu sem þýðir að dóttir okkar hefur komið til 6 heimsálfa og synir okkar til 5. Við lítum á ferðalög sem góða fjárfestingu. Góðan tíma sem fer í minningabankann. En þó svo við höfum mjög gaman af því að ferðast með fjölskylduna þá í sannleika sagt er það ekki alltaf dans á rósum. Það eru meira
12. mars 2019 kl. 14:36

Minni farangur en mörg börn

Við fjölskyldan höfum ferðast mjög mikið í gegnum árin og oftar en ekki með allt of mikinn farangur. Síðastliðin ár höfum við hinsvegar gert tilraunir til þess að ferðast á einfaldari hátt.   Mér finnst mun einfaldara að ferðast með lítinn farangur þegar ég er ein á ferð en þegar kemur að því að ferðast með fjögur börn þá er það aðeins meira mál. Ég hef oft sagt við manninn minn að mér meira
mynd
5. mars 2019 kl. 7:24

Að ferðast meira fyrir minna!

Eitt af mínum aðal áhugamálum er að ferðast. Ég elska að fara til nýrra landa og kynna mér staðhætti, njóta mannlífsins og veðurfarsins.   Við hjónin höfum ferðast mikið með börnin okkar og hafa þau komið til margra landa. Það er sannarlega ekki “ókeypis” að ferðast með stóra fjölskyldu en það er hægt ef vel er haldið á spöðunum. Okkur finnst best að ferðast á eigin vegum og bóka meira
27. febrúar 2019 kl. 10:12

Alltaf óreiða í barnaherberginu?

Barnaherbergið er allt í drasli. Leikföng út um allt og börnin vilja helst leika sér frammi. Kannastu við þetta? Ég hef svo oft lent í þessu og hef gripið til fjölbreyttra aðferða þegar kemur að því að halda barnaherberginu í horfi. Ég hef geymt leikföng á háaloftinu og skipt þeim reglulega út fyrir önnur sem eru inni í herbergi. Ég hef keypt nýjar geymsluhirslur fyrir herbergið. Ég hef hótað að meira
mynd
19. febrúar 2019 kl. 23:32

Er herbergið allt í drasli?

Þegar ég gisti á hóteli þá upplifi ég oftar en ekki mikla ró inni í herberginu sjálfu. Það skiptir ekki máli hvernig hönnunin eða litirnir eru heldur felst róin í því að hafa ekki of mikið magn af hlutum í rýminu. Hver hlutur á sinn stað og það er ekki óþarflega mikið af skrautmunum.   Það vill oft vera þannig að hjónaherbergið er sá hluti heimilisins sem minnst meira
mynd
12. febrúar 2019 kl. 10:56

Ég fékk nóg af draslinu

Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) þá fékk ég nóg af magni hlut á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem “á” að fylgja stórri fjölskyldu. Mér fannst ég ekki gera neitt annað meira
Gunna Stella

Gunna Stella

Gunna Stella starfar sem Heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari. Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona sem er búsett á Selfossi.  Gunna Stella sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum  að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til þess að einfalda lífið, heilsuna og heimilið. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, lestur, gæðastundir með vinum og fjölskyldu og góður nærandi matur. Nánari upplýsingar má finna á www.einfaldaralif.is og á Instagram:gunnastella

 

Meira