Pistlar:

2. desember 2016 kl. 7:17

Eyja Bryngeirsdóttir (eyjab.blog.is)

Augnmeðferð, dekur og jólaát

Nú er sko heldur betur komin tími á nýja færslu frá konunni, það er orðið aðeins of langt síðan síðast. En það hefur verið nóg að gera svo sem,skólinn, leikfimin, matarræðið já og yndislega fjölskyldan mín sem styður svo vel við bakið á mér í þessu öllu saman.

Í vikunni fórum við Smartlandsskvísurnar til hennar Mæju í Misú í augnmeðferð og dekur. Þetta var dásamlegt og þvílík aflsöppun fyrir mig  þar sem dagarnir hafa verið langir og streita og stress hafa verið alsráðandi sökum próflesturs og verkefnaskila. En ég náði fullkominni afslöppun um leið og ég lagðist í stólinn hjá Mæju og þessar 90 mínútur liðu eins og hendi væri veifað. Þannig að núna er ég alveg ofboðslega fín um augun og lesbaugarnir alveg að hverfa. Ég mæli 100% með henni Mæju og fer sko pottþétt þangað aftur. Við fengum líka rosa flotta gjafapakkningu sem inniheldur handáburð, andlitskrem, fótakrem og frábært krem fyrir appelsínuhúð, eitthvað sem kroppurinn þarfnast eftir þessi átök hjá Lilju.

Svo er ég aðeins farin að huga að jólaátinu. Er farin að skipuleggja mig aðeins og er búin að ákveða svona nokkurnvegin hvernig hátíðarátið verður á mínu heimili. Mér finnst það nauðsynlegt þar sem ég ætla ekki að detta í gamla farið yfir hátíðina og háma í mig mat og kökur. Ég er búin að finna uppskrift af köku sem ég ætla að baka handa mér og tilvonandi eiginmanninum, þar sem hann er að sjálfsögðu á sama mataræði og ég, hún virkar rosalega góð og holl á pappírnum.

Nú fara þessar 12 vikur senn að klárast og ég hugsa með þakklæti og gleði um þennan tíma. Ég er svo þakklát fyrir að ég skildi vera valin til þess að taka þátt í þessu frábæra verkefni og ég veit ekki hvernig ég væri í skrokknum eftir alla þessa setu við lærdóminn ef ég hefði ekki Lilju mína til þess að píska mig áfram, toga mig og teygja. Svo er bara að kaupa sér kort í Sporthúsinu og halda áfram.

Eigið yndislega helgi

5. nóvember 2016 kl. 22:45

Alltaf nóg að gera

Í vikunni fórum við leikfimisvinkonurnar út að borða á Baazar Oddson sem er frábær staður sem opnaði í sumar. Þar var sko heldur betur gert vel við okkur og maturinn var frábær. Við hittum hópinn sem var í lífstílsbreytingu smartlands og sporthússins í fyrra og þær sögðu okkur frá sínum árangri og hvernig gengi hjá þeim í dag. Það var mjög gaman að hitta þessar hressu stelpur og sjá hvað þeim meira
28. október 2016 kl. 12:52

Fíll í rólu

Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið dregin út í að taka þátt í Lífstílsbreytingu Smartlands og Sporthúsins. Þvílík heppni. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan væri í dag ef ég hefði ekki verið svona heppin. Það er til dæmsi brjálað að gera í mastersnáminu mínu og stundum sit ég í 10 klukkutíma í skólanum að læra og líkaminn orðin stirður og stífur. Ég get bara rétt ímyndað mér hvernig meira
19. október 2016 kl. 14:11

Nýjar tölur :)

Ég er dugleg og ég er frábær já og ég er líka sexý. Vigtun og mælingar í gær og ég er svona líka ánægð með áragnurinn hjá mér. Á fjórum vikum hef ég losað mig við 4,3 kílógrömm, 28 sentimetra og 5,8 % af fitu, duglega ég. Ég er alveg búin að vinna fyrir þessu og vissi alveg að það væri einhver árangur en þetta var framar björtustu vonum þar sem vikan og helgin eru búnar að vera annasamar, brjálað meira
10. október 2016 kl. 7:56

Frábær vika

Þá er komin mánudagur og framundan er mjög stór vika vegna þess að á fimmtudaginn er fyrsta vigtunin. Ég er bæði spennt og kvíðin fyrir því, hugsanir eins og: Hvað ef það mælist enginn árangur hjá mér og ég stend bara í stað, læðast að manni. Það væri skelfilegt. Á fimmtudaginn eru fjórar vikur síðan ég breytti um lífsstíl og ég hef gert allt eins og mér er sagt, eða svona næstum því allt svo ég meira
7. október 2016 kl. 7:30

Lífið er yndislegt

Þá er vika 4 hafin og lífið er bara yndislegt. Það er meira en nóg að gera og tíminn flýgur áfram. Lilja pískar okkur út í Sporthúsinu þar sem við skvísurnar mætum á æfingar 4 sinnum í viku. Ég er búin að vera með svo miklar harðsperrur í rassinum núna í nokkra daga að ég á erfitt með að ganga upp stigana hér heima og það er ekkert grín því ég bý upp á 5 hæð í lyftulausu húsi. En það er sko alveg meira
25. september 2016 kl. 9:49

Skýrari hugsun

Nú er vika tvö hálfnuð og lífið er bara nokkuð ljúft. Þessir dagar hafa verið aðveldari en ég bjóst við og ég hlakka bara til þess að takast á við þetta verkefni. Auðvitað hafa harðsperrurnar verið að drepa mig, það mikið að ég hef átt erfitt með daglegar athafnir og líkaminn er búin að vera ansi þreyttur en ég veit af fyrri reynslu að þetta gengur yfir.Lilja heldur áfram að píska okkur út í meira
16. september 2016 kl. 15:01

Fyrstu tölur

Í dag fór ég í vigtun og mælingu hjá Lilju í Sporthúsinu og svo tók Marta María viðtal við mig. Ég var nú ekkert gríðalega ánægð með tölurnar sem komu úr mælingunum (þær verða ekki opinberaðar hér eins og er) en þá er bara enn meiri ástæða til þess að spýta í lófana og taka sig á. Það er svo merkilegt að ég veit alveg hvað er gott fyrir mig og hvað ég á að gera til þess að líða betur en samt geri meira
14. september 2016 kl. 11:28

Nýr lífstíll

Jæja það er ekki laust við að ég sé með fiðrildi í maganum og þau nokkur :) Í dag fer ég heldur betur út fyrir þægindarammann,ég var dregin út til þess að taka þátt í áskorun Sporthússins og Smartlands sem heitir nýr lífstíll og ég þáði það með þökkum.  Í gær hitti ég Lilju einkaþjálfara í Sporthúsinu, Mörtu Maríu og þrjá aðra snillinga sem ætla að fara þetta ferðalag með mér og vá hvað mér meira
Eyja Bryngeirsdóttir

Eyja Bryngeirsdóttir

Stelpukona með flott markmið og stóra drauma Meira