c

Pistlar:

16. september 2016 kl. 15:01

Eyja Bryngeirsdóttir (eyjab.blog.is)

Fyrstu tölur

Í dag fór ég í vigtun og mælingu hjá Lilju í Sporthúsinu og svo tók Marta María viðtal við mig. Ég var nú ekkert gríðalega ánægð með tölurnar sem komu úr mælingunum (þær verða ekki opinberaðar hér eins og er) en þá er bara enn meiri ástæða til þess að spýta í lófana og taka sig á. Það er svo merkilegt að ég veit alveg hvað er gott fyrir mig og hvað ég á að gera til þess að líða betur en samt geri ég það einhvernvegin ekki. Það er svo auðvelt að plata sjálfan sig og hugsa æi ég byrja bara á morgun eða ég hef ekki tíma og svo framveigis, svo áður en maður hefur snúið sér við hafa kílóin hlaðist utan á mann.

Hugurinn er líka svo skrítið fyrirbæri. Það var svo flottur fyrirlesturinn sem við fórum á hjá Anítu Sig þar sem hún talar um hugann og hvernig hann vill allt aðra hluti en til dæmis sálin, hvernig hann hræðist breytingar og vill alltaf vera á sama stað í sömu holunni. Þetta er svo rétt finnst mér.

Ég er í tímum í Sporthúsinu og sæki þar lokað námseið sem heitir Lífstílsbreyting Lilju. Mér finnst svo frábært hvað það er léttur andi í hópnum og hvað mér líður vel í tímunum. Það var mjög gott að taka á því aftur eftir langa pásu og finna fyrir harðsperrununum.

Eigið yndislega helgi 

Eyja Bryngeirsdóttir

Eyja Bryngeirsdóttir

Stelpukona með flott markmið og stóra drauma Meira