Fulla Tunglið í Sporðdrekanum þann 12. maí markar þetta „ekki verður aftur snúið“ augnablik. Við höfum valið, hvort sem það er meðvitað eða ekki, og frá og með þessum tímapunkti liggur leiðin bara fram á við.
Við lifum áhugaverðum stjörnuspekilegum tímum, því við erum stödd milli tveggja heima. Löngum kafla er að ljúka. Satúrnus hangir enn í Fiskunum á tuttugustu og níundu gráðunni, tilbúinn til að renna inn í Hrútinn von bráðar. Úranus er aftast í Nautinu. Júpíter mun brátt færa sig inn í nýtt merki - en er sem stendur enn í Tvíburunum.
Við getum á vissan hátt skynjað hvað framundan er. Plútó hefur skipt um merki, því hann fór inn í Vatnsberinn í nóvember. Neptúnus er nýlega kominn inn í Hrútinn. Við erum því komin á fullt inn í þennan nýja Plútó-Neptúnus kafla lífs okkar.
En það er samt ýmislegt sem þarf að leysa, átta sig á og sleppa tökum á. Hér, á mótum tveggja heima – á milli þess gamla og hins nýja – kemur fullt Tungl í Sporðdrekanum til með að lýsa upp tilfinningalega dýpt þessara umskipta.
“Because the times they are a-changin” eins og Bob Dylan söng. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hvort sem við erum tilbúin eða ekki. Þá verður ekki aftur snúið núna.
Þegar nýtt Tungli kviknar í Tvíburunum síðar í þessum mánuði verður Satúrnus þegar kominn inn í Hrútinn, þar sem hann fetar í fótspor Neptúnusar – og með því verður ýtt á ENDURSTILLA hnappinn. Við erum þó ekki komin þangað ennþá. Það er enn “eitthvað” sem þarf að gerast. “Eitthvað” sem þarf að koma í ljós. “Eitthvað” sem þarf að vinna úr.
AFSTÖÐURNAR VIÐ FULLT TUNGL Í SPORÐDREKA
Fullt Tungl í Sporðdreka á 26 gráðum er í 180 gráðu spennuafstöðu við Úranus (á 26 gráðum í Nauti) og í 90 gráðu spennuafstöðu við Satúrnus (á 28 gráðum Fiskum). Fullt Tungl virkjar goðsagnakenndar erkitýpur föður og sonar, Úranusar og Satúrnusar.
Þetta eru tvær mjög áhugaverðar plánetur vegna þess að á yfirborðinu gætu þær ekki verið ólíkari, en ef við skoðum málið nánar, snúast báðar um sama kjarnann: breytingar á uppbyggingu. Eini munurinn er að nálgun þeirra er mismunandi.
Satúrnus vill halda okkur inni í hringnum - bókstaflega og myndrænt - með öllu sem fylgir uppbyggingu, áreiðanlegum mörkum og reglum. Úranus vill frelsa okkur – svo við getum hætt okkur út fyrir hringinn. Þegar þetta tvennt víxlverkast verða beytingar á uppbyggingu hluta. Það er einkum tvær atburðarásir sem leiða til umbreytinga:
Í fyrri atburðarásinni – þeim sem Satúrnus drífur áfram - lendum við í núningi. Eitthvað virkar ekki lengur, okkur tekst ekki að ná árangri með aga og svo að lokum, eftir ýmsar raunir og þrengingar, finnum við frelsi okkar (Úranus) með því að breyta því hvernig við gerum hlutina.
Í síðari atburðarásinni – þessu fulla Tungl í Sporðdrekanum - fáum við fyrst þrumur og eldingar frá Úranusi, svo allan hristingin, og loks hrynur Turninn (eins og í Tarot). En eftir að Úranus sýnir okkur hinn óhefðbundna veruleika – og áfallið á hugann - lendum við á miklu betri stað en við vorum á áður. Allt fellur á sinn stað. Líf okkar aðlagast strax breytingunum, líkt og við værum einhvers staðar, á dýpri plani, þegar búin að skipuleggja þær.
Hversu oft – hefur Úranus þurft að ýta við okkur – til að við slítum sambandi sem hefur runnið sitt skeið, hættum í ófullnægjandi starfi eða slítum niðurdrepandi vinsambandi – sem við hefðum EKKI þorað bara með styrk Satúrnusar – reynst vera það besta sem fyrir okkur hefur komið?
Gjöf þessa fulla Tungls í Sporðdrekanum er auðmýktin sem fylgir því að viðurkenna að ef til vill hafi skilningur okkar verið takmarkaður, að við höfum ekki haft öll svörin - og að leyfa svo friðinum sem fylgir þeim skilningi að endurskipuleggja innri heim okkar. Þegar við þurfum ekki að sanna fyrir öðrum að við höfum haft rétt fyrir okkur... tekið egóið út úr aðstæðunum... getum við í raun séð hlutina eins og þeir eru.
Hið ótrúlega er að þegar við komumst á þetta stig opnast okkur heill heimur tækifæra. Tækifæra sem voru alltaf til staðar – en við vorum blind á þau, of föst í eigin sögu langt fram yfir gildistíma hennar.
Heimildir: Astro Butterfly
Mynd: Shutterstock.com