Pistlar:

20. desember 2024 kl. 12:13

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Vetrarsólstöður 2024

trees-7682615_1280Það verður nýr vendipunktur í orkuflæðinu þann 21. desember, því þá verða Vetrarsólstöður klukkan 09:21 hér á landi. Vetrar- og sumarsólstöður, svo og jafndægur á vori og hausti er mikilvægir tímapunktar, því þeir virka eins og bakgrunnur fyrir næstu þrjá mánuði sem á eftir fylgja. Við fögnum endurkomu „ljóssins“ á Vetrarsólstöðum, því nú fer smátt og smátt að birta aftur. Þessi árstími hefur því alltaf verið mikilvægur fagnaðartími á norðurhveli jarðar.

Slæðan milli vídda er þynnri á þessum tímapunktum og geta okkar til að nema upplýsingar frá hærri sviðum er auðveldari. Við erum að auka andlegt næmi okkar, en við Vetrarsólstöður fer Sólin inn í Steingeitina. Steingeitin vill gjarnan byggja upp til langs tíma svo það verður mjög áhugavert að sjá hvaða skilaboð felast í þessum Vetrarsólstöðum núna, því líklegt er að 2025 verði ótrúlega viðburðaríkt, kraftmikið og sögulegt ár.  

MIKILVÆGUR VALPUNKTUR

VetrarsólstKortið fyrir Vetrarsólstöðurnar er um margt áhugavert, en við erum með T-spennuafstöðu á milli Sólar á núll gráðu í Steingeit, Norðurnóðunnar á 2 gráðum í Hrút og Suðurnóðunnar (almennt aldrei teiknuð inn á kort er er í 180 gráðu afstöðu við Norðurnóðuna) á 2 gráðum í Vog. Allar þessar afstöður eru á Öxli Alheimsins – sem kallast svo þegar plánetur eru í Kardinála merkjum á milli 0-2 gráður, en Kardinála stjörnumerkin eru Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit. Þessar Vetrarsólstöður marka því mikilvægan vendipunkt hjá mannkyninu.

Valið snýst eins og oft hefur komið fram í stjörnuspekiskýringum liðinna ára á milli þess hvort við veljum að lifa í kærleika eða í ótta. Þar sem Norðurnóðan, sem er örlagaleið okkar sameiginlegu sálarheildar, er í Hrútnum snýst þessi afstaða um fullveldi eða sjálfræði okkar. Neptúnus er í samstöðu við Norðurnóðuna, svo þetta tengist í raun andlegu fullveldi okkar eða því að vera andlegur stríðsmaður eins og sumir orða það.

Suðurnóðan er í Vog og því erum við að læra að hætta að vera meðvirk, bara til að þóknast öðrum. Skuggahlið Vogarinnar (Suðurnóðan) er að þora ekki að rugga bátnum, heldur fylgja meirihlutanum, á meðan Hrúturinn (Norðurnóðan) er mjög beinskeyttur og hreinskilinn og talar út frá og stendur á skoðunum sínum.

NORÐURNÓÐAN OG MANWE

Þar sem Norðurnóðan er í samstöðu við Neptúnus erum við hvött til að standa sem andlegir stríðsmenn vörð um fullveldi okkar.  Norðurnóðan er einnig í samstöðu við dvergplánetuna Manwe (ekki teiknuð á kortið) sem er á innan við 6 mínútum frá henni, en í mýtunni sköpuðu Manwe og kona hans Varda Alheiminn. Það að Manwe sé á Öxli Alheimsins í samstöðu við Norðurnóðuna á Vetrarsólstöðum er í raun tákn um stórt nýtt upphaf. Þema þess er sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu og frekari aðgreining tímalína á milli þeirra sem lifa í kærleika og þeirra sem lifa í ótta.

Það tekur Manwe 288 ár að fara einn hring um sporbaug sinn og því er plánetan ekki oft í samstöðu við Norðurnóðuna. Plútó er líka á núll gráðu í Vatnsbera, en hann fór inn í það merki þann 19. nóvember og verður þar fram í janúar árið 2044. Vatnsberinn er mjög tengdur vetrarbrautaverum í geimnum og þar sem við erum ein af þeim verum sem búa í Galaxýinu er áhugavert hversu mörg geimskip hafa sést undanfarið, hvort sem þau eru raunveruleg eða psyop.

SATÚRNUS OG JÚPITER

Þann 21. desember árið 2020 varð það sem kallað var „hin mikla samstaða“ milli Satúrnusar og Júpiters á núll gráðu í Vatnsbera, sem kom af stað 140-150 ára hringferli með endurteknum samstöðum þessara pláneta í loftmerkjum – því Vatnsberinn er loftmerki, ekki vatnsmerki. Þar sem Plútó er nú á sömu gráðu og þessar pláentur voru á árið 2020, er verið að endurvirkja afstöðu þeirra, en þær tengjast þemum eins og frelsi, mannréttindum, borgaralegum réttindum og því að völdin fari að færast yfir til fólksins. Einnig byltingu í tækninýjungum, hraðri þróun í gervigreind, aukinni tengingu við aðrar Vetrarbrautir og nýjum uppgötvunum á sviði heilsu og heilbrigðismála.

 Á þessum Vetrarsólstöðum erum við líka með öfluga T-spennuafstöðu á milli Júpiters á 14 gráðum í Tvíburum, Satúrnusar á 13 gráðum í Fiskum og Tunglsins á 13 gráðum í Meyju, en þetta eru allt breytileg merki. Í raun er þarna um tvöfaldan þríhyring að ræða, því það er líka T-spennuafstaða við Merkúr í Bogmanni – og þessir tvöföldu þríhyrningar mynda ferning í kortinu.

SNÍKJUDÝR OG BAKTERÍUR

Þessi afstaða er mjög merkileg í alþjóðlegum skilningi og áhugaverð vegna þess að í fyrsta lagi er Tunglið í Meyju mjög oft tengt almennri líkamlegri heilsu, einkum þó þörmum okkar og örsmáum hlutum sem geta haft truflandi á hrif á heilsuna eins og bakteríum og sníkjudýrum. Tunglið er hér í samstöðu við dvergplánetuna Orcus, sem er nefnd eftir Etrúískum guði sem refsaði þeim sem brutu helg lög með því að fara með þá niður í undirheimana og fá þá til að sjá villu síns vegar og taka út sína refsingu.

Júpíter er að stækka það sem þetta snýst um með því að sprengja það í loft upp, því Júpíter í Tvíburum er að þenja út allar staðreyndir og upplýsingar – að öllum líkindum á samfélagsmiðlunum.  Satúrnus er svo í Fiskunum en þar tengist hann blóðinu og ónæmiskerfinu, svo þetta virkar sem nokkurs konar raunveruleikaskoðun.

„BULLIÐ ENDAR HÉR“

Satúrnus er í 120 gráðu afstöðu við plánetuna Nessus (ekki teiknaður inn á kortið), sem er á 17 gráðum í Krabba. Eitt af stóru þemunum í tengslum við goðsögn hans tengist eitrun og gaslýsingu, en jafnframt því að „bullið endar hér“. Satúrnus virkar sem raunveruleikatékk á staðreyndirnar, svo þetta verður mjög áhugavert tímabil. Þessi 90 gráðu spennuafstaða milli Satúrnusar og Júpiters, er fyrsta sterka afstaðan milli plánetanna frá því á Vetrarsólstöðum þann 21. desember 2020 – og því sem var að gerast þá.

Eins og þú manst kannski þá var verið að setja fyrstu bóluefnin á markað þann mánuð og um svipað leyti var haldinn stór fundur um hættulega farsótt sem gæti orðið alþjóðlegt heilsufarsáhyggjuefni. Afstaðan milli þessara tveggja pláneta verður nákvæm upp á gráðu á aðfangadagskvöld, þann 24. desember – svo þetta verður áhugaverður tími.

DÓMGREIND OG SANNLEIKUR

Meyjan er mjög táknræn fyrir dómgreind, en Júpiter tengist sannleikanum og getur verið mjög sértækur um sannleikann og smáatriðin. Við þurfum að meta hvað er rétt og hvað sé rangt og þurfum væntanlega að treysta á innsæið líka þegar að því mati kemur, því bæði Tvíburunum og Meyjunni er stjórnað af Merkúr. Júpiter er sterkur þáttur í þessari afstöðu því hann er í 180 gráðu spennuandstöðu við Merkúr sem er á 8 gráðum í Bogmanni. Þessi málefni tengist því öll sannleikanum og ákveðinni þráhyggju við að komast til botns í málum og koma sannleikanum upp á yfirborðið.

MARS OG PLÚTÓ

Mars á 4 gráðum í Ljóni er í 180 gráðu spennuandstöðu við Plútó á núll gráðu í Vatnsberanum. Hann var það líka þann 3. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þessi afstaða getur tengst reiði og auknum áköfum tilfinningum. Hún verður aftur nákvæm þann 3. janúar 2025 og getur þá tengst reiði eða hrárri valdbeitingu í einhverju stríðstengdu, því plánetan Mars er táknræn fyrir stríðsguðinn sem hún er nefnd eftir. 

Við verðum að sjá hvað kemur í ljós, en þessi orka er mjög sterk. Sólin er líka í samstöðu við dvergplánetuna Ixion, sem er á 5 gráðum í Steingeit. Plánetan Ixion er líka í sinni lægri birtingu tengd einhvers konar frumreiði eða yfirgangi, því Ixion tekur það sem hann ásælist án þess að skeyta nokkru um þarfir annarra. Æðri birtingin á Ixion er hins vegar sú að hann gefur okkur styrk til að stíga út fyrir okkar venjulega félagslega umhverfi og finna einfalda leið til gleði, svo við veljum eins og alltaf hvaða birtingu við sýnum.

JÚPITER, VENUS OG CHARICLO

Júpiter á 14 gráðum í Tvíburum er í 120 gráðu samhljóma afstöðu við Venus á 16 gráðum og Chariclo á 14 gráðum (ekki á kortinu) í Vatnsbera. Júpíter er að efla þessa Venusarorku, sem er auðvitað alltaf tengd ást og kærleika. Þar sem Venus er í Vatnsbera, má líka líta á þessa afstöðu sem einhvers konar eflingu á alheimskærleika.

Chariclo var í goðsögninni eiginkona Chiron, en hún er nokkurs konar „ljósmóðir“ sálnanna og er til staðar þegar líkamarnir skipta um tilveru frá lífi til dauða, svo og við meðvitundarbreytingar hjá okkur mannfólkinu. Hún heldur einfaldlega hinu helga rými fyrir okkur með tilveru sinni og orka hennar er ótrúlegan heilandi. Það getur því orðið heilun á heimsvísu með þessari orku – því við verðum að verða „breytingin sem við viljum sjá verða í heiminum“ eins og Ghandi sagði.

MAGNAÐ ÁR FRAMUNDAN

Gott er að hafa í huga að dagurinn fyrir Vetrarsólstöður (20.12.24) er sérstaklega orkumikill, vegna þess að samkvæmt kenningum og mælingum líf-jarðfræðingsins Rory Duff, verða allar orkulínur jarðar mjög öflugar þann dag og umbreytingarorkan er því mikil.

Stutt er í að við fögnum nýju ári, en gera má ráð fyrir að árið 2025 verði mögulega það stærsta og magnaðasta sem við höfum upplifað hingað til á ævi okkar.

ATH: STJÖRNUKORTIN mín eru ólík öðrum, því í þeim koma dvergpláneturnar fram, en þær eru plánetur framtíðarinnar. Kortin eru á tilboði með 30% afslætti til aðfangadags. SMELLTU HÉR til að panta jólagjöf fyrir þig eða þá sem þér þykir vænt um.

Heimildir: Útdráttur úr skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory

Myndir: Stjörnukort fyrir Vetrarsólstöðurnar - mynd Siobhan McNamara frá Pixabay

7. desember 2024 kl. 14:55

Mars á ferð aftur á bak

Þann 7. desember 2024 breytir Mars um stefnu á sex gráðum í Ljóni til að fara aftur á bak. Mars verður í þessu aftur á bak ferli í næstum þrjá mánuði, því hann breytir ekki um stefnu til að fara beint áfram fyrr en 24. febrúar 2025, þá á sautján gráðum í Krabba. Mars fer aðeins aftur á bak um sporbaug sinn á tveggja ára fresti, svo þegar það gerist er það töluvert mikið mál. Þetta aftur á bak meira
mynd
29. nóvember 2024 kl. 4:18

Létt yfir nýju Tungli í Bogmanni

Merkúr er á ferð aftur á bak þessa dagana og verður það fram til 15. desember. Merkúr stjórnar samskiptum okkar, hugsunum, ferðalögum og samningum. Við komum því til með að nýta tímann fram til 15. desember til að endurmeta hugmyndir okkar og skoðanir. Meðan Merkúr er á ferð aftur á bak má eiga von á það gæti misskilnings í samskiptum manna á milli, svo við verðum að fylgja málum vel eftir og meira
mynd
1. nóvember 2024 kl. 7:36

Magnaðar plánetuafstöður í nóvember

Nóvember árið 2024 markast af einni mikilvægustu umbreytingu ársins – eða öllu heldur áratugarins: Plútó fer inn í Vatnsberann. Það er erfitt að undirstrika nægilega vel hversu mikilvæg þessi breyting er. Tilfærsla Plútós úr Steingeit yfir í Vatnsbera markar djúpstæð umskipti - frá hefð og uppbyggingu yfir í nýtt tímabil nýsköpunar og sameiginlegra hugsjóna. Þegar Plútó fer inn í nýtt meira
mynd
22. október 2024 kl. 7:15

Sólin í Sporðdreka

Einn fyrsti erlendi stjörnuspekingurinn sem ég kynntist persónulega var Maya Del Mar heitin, sem lést árið 2006. Kynni okkar hófust í kringum 1996 í gegnum netsamskipti. Hún kom svo með hóp fólks víða að úr heiminum til Íslands árið 1999 og ég tók að mér að vera leiðsögumaður þeirra. Þegar maðurinn minn féll frá árið 2004, veitti hún mér mikinn andlegan stuðning og ég bar alla tíð mikla virðingu meira
mynd
11. október 2024 kl. 20:04

Plútó breytir um stefnu

Í stjörnuspekinni telst 11. október vera sögulegur dagur, því í dag stöðvast Plútó til að snúa við á tuttugustu og níundu gráðunni í Steingeit og fara beint áfram. Framundan eru síðustu vikur Plútó í Steingeitinni – og líkur eru á að þær verði bæði kraftmiklar og umbreytingasamar. Þegar plánetur stöðvast verður orka þeirra hvað öflugust og nú þegar Plútó stöðvast er hann á örlagagráðunni meira
mynd
2. október 2024 kl. 9:41

Sólmyrkvi í dag og áhrif plánetanna í október

Síðdegis í dag eða klukkan 18:49 kveiknar nýtt Tungl í Vog og því fylgir hringlaga Sólmyrkvi á 10 gráðum í Vog. Við þennan öfluga Sólmyrkva erum við að ýta á ENDURRÆSINGAR hnappinn. Eins og alltaf á nýju Tungli eru Sól og Tungl í samstöðu, en ekki bara það, heldur eru báðar pláenturnar í samstöðu annars vegar við Suðurnóðuna sem er á 6 gráðum í Vog (ekki teiknuð inn á kortið) en hún alltaf í 180 meira
28. september 2024 kl. 21:15

Verður kannabis verkjastillandi efni framtíðarinnar?

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kannabis eða afurða úr hamplöntunni í Ísrael. Fari aðrar þjóðir eftir niðurstöðum rannsókna þeirra eru allar líkur á að kannabislyf geti komið í stað sterkra ópíóðalyfja og annarra slævandi verkjalyfja í framtíðinni og gefið eldra fólki betra og verkjaminna líf á þessu æviskeiði. Þar í landi er áætlað að um 100.000 einstaklingar hafi heimild til að meira
mynd
26. september 2024 kl. 8:19

Stór þríhyrningur - hið kosmíska Já!

Stórir þríhyrningar eru hagstæðustu afstöðurnar í stjörnuspekinni, afstöður sem allir elska. Dagana 25. og 26. september mynda þrjár plánetur, allar í jarðarmerkjum, stóran þríhyrning, en þær eru Úranus á 27 gráðum í Nauti, Plútó á 29 gráðum í Steingeit og Merkúr á 28 gráðum í Meyju. Afstaðan er góð en mun verða enn betri þegar Úranus fer inn í Tvíbuarana á næsta ári og Plútó inn í Vatnsberann meira
mynd
16. september 2024 kl. 7:00

Tunglmyrkvi og fullt Ofurtungl

Væntanlega hafa flestir notið þess að orkan um helgina var sérlega vinsamleg öllum félagslegum samskiptum vegna afstöðu á milli Júpiters og Venusar, en Venus var þá á 20 gráðum í sínu eigin merki, sem er Vogin og Júpiter á 20 gráðum í Tvíburum. Skoðið í hvaða húsi þessar plánetur lentu í fæðingarkortum ykkar, vegna þess að afstöðinni fylgir oft velgengni af einhverju tagi. Kortið sem fylgir þessum meira
3. september 2024 kl. 12:46

Nýtt Tungl í Meyju í dag

Nýja Tunglið í Meyju kveiknaði klukkan 01:55 síðastliðna nótt á 11 gráðum í Meyju. Eins og alltaf á nýju Tungli þá eru Sól og Tungl í samstöðu. Að auki er dvergplánetan Orcus í samstöðu við Sólina og Tunglið, en orkan sem fylgir þeirri plánetu er refsing fyrir þá sem svikið hafa eiða eða loforð við aðra. Nýja Tunglið er mikið umbreytingartungl, því það er í raun undanfari Tunglmyrkva á næsta fulla meira
3. september 2024 kl. 10:27

Ekki á Facebook - Ekki til!

Sennilega eru fáar þjóðir sem nota Facebook jafn mikið og Íslendingar gera. Samskipti manna á milli fara í miklum mæli fram í gegnum Messenger og það er ekki lengur spurt um síma hjá fólki, hvað þá netfang, heldur sagt “Finn ég þig ekki á Facebook?” Þegar maður dettur út af Facebook hættir maður því að vera til. Ég kynntist þessu all harkalega í mars á þessu ári, þegar Facebook meira
mynd
27. ágúst 2024 kl. 10:23

Líkaminn geymir allt

Um það leyti sem ég stofnaði verslunina Betra Líf árið 1989 trónaði bókin HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR (á frummálinu You Can Heal Your Life) eftir Louise L. Hay efst á meðsölulistum um víða veröld. Bókin var aðgengileg og auðlesin og er að mínu mati ein besta sjálfshjálparbók allra tíma. Aftast í bókinni var að finna Listann, en hann hafði Louise gefið út í litlu hefti sem kallaðist Bláa bókin. Það hefti meira
mynd
19. ágúst 2024 kl. 9:30

Væntu hins óvænta

Tunglið verður fullt í dag, þann 19. ágúst klukkan 18:26 í merki Vatnsberans. Einstök afstaða plánetanna þennan dag gerir það að verkum að stjörnuspekingar um allan heim hafa keppst við að vara við orkunni í kringum þetta fulla Tungl, þar sem líklegt er að óvæntir atburðir tengist þessum degi og næstu dögum. Það er ekki einungis vegna þess að þetta fulla Tungl er í hinu uppreisnargjarna og meira
mynd
26. júlí 2024 kl. 11:22

HEILANDI HELGI

Þann 27. júlí breytir Chiron (Kíron) um stefnu á tuttugu og þremur gráðum í Hrút til að fara afturábak. Plánetan Chiron sem er nefnd eftir grískum guði, sem var kentár, að hálfu maður og að hálfu hestur, ver að meðaltali 4-5 mánuðum ár hvert í að fara afturábak um sporbaug sinn. Chiron er táknrænn fyrir hinn særða heilara, þann sem hefur fengið stór sár snemma á ævinni, en nær að heila þau. En meira
12. júlí 2024 kl. 12:56

ÞRENNT SEM BREYTIR LÍFINU

Eins og svo margir aðrir heillaðist ég af Louise L. Hay, þegar bókin hennar Heal Your Life (íslenska heitið varð Hjálpaðu sjálfum þér) kom út. Hún varð að nokkurs konar handbók hjá mér sem ég nýti mér reglulega enn þann dag í dag. Ég hef gjarnan vísað til hennar sem einföldustu og bestu sjálfshjálparbókar allra tíma. Louise var nefnilega ekki að flækja hlutina. „ÞETTA ER BARA HUGSUN OG meira
mynd
20. september 2023 kl. 8:13

Hugleiðsluganga fyrir heiminn

Þann 23. september næstkomandi stendur Dr. Joe Dispenza fyrir Hugleiðslugöngu fyrir Heiminn um allan heim. Gangan sem ég hef tekið að mér að skipuleggja verður á Víðistaðatúni og hefst kl. 14:00. Gott er að mæta upp úr  kl. 13:30 ef einhver þarfnast aðstoðar við að hlaða niður hugleiðslunni. Ég er ein af þeim sem ákvað að kynna gönguna hér á landi og sækja um leyfi fyrir henni á meira
mynd
15. nóvember 2022 kl. 10:35

Stjörnuspekin og framtíðin

Langt er orðið síðan ég skrifaði síðast pistil hér á Smartlandinu, enda hef ég verið frekar upptekin í sumar við önnur verkefni. Ég hellti mér á kaf í stjörnuspekina og hef verið mjög upptekin í að fylgjast með því hversu nákvæmlega hún spáir fyrir um þær umbreytingar sem eru að verða í heiminum. Ég hef ekki bara látið duga að endurvekja gamla þekkingu, en ég fór fyrst á námskeið í stjörnuspeki meira
30. desember 2021 kl. 22:23

Innsýn í árið 2022

Undanfarið eitt og hálft ár hef ég unnið mikið með stjörnuspekiskýringar breska stjörnuspekingsins Pam Gregory í tengslum við námskeið mitt STJÖRNUSKIN. Pam telst vera ein af betri stjörnuspekingum í heiminum í dag, enda starfað við fagið í meira en 40 ár. Í þessari grein er ég með stutta samantekt á því sem við megum eiga von á að komi til með að gerast á komandi ári, út frá stjörnuspekiskýringum meira
27. desember 2021 kl. 16:19

Endurnýjunarhæfileiki líkamans

Eitt það dásamlegasta við líkama okkar er geta hans til að endurnýja og gera við sjálfan sig. Manstu eftir öllum skurðunum og skrámunum sem þú fékkst sem barn, ryðgaða naglanum sem þú steigst á og fór upp í gegnum sólana á skónum og upp í il. Fótbrotið sem þú fékkst þegar þú hjólaðir á steingirðingu og svo ótal margt annað sem líkaminn endurnýjaði og gerði við. Hjá okkur sem börnum var líkaminn meira
mynd
20. desember 2021 kl. 13:56

Fyrirgefningin veitir frelsi

Fyrir mörgum árum síðan gáfum við, ég og maðurinn minn heitinn, út bókina FYRIRGEFNINGIN er heimsins fremsti heilari eftir Gerald G. Jampolsky. Bókin er löngu uppseld, en fyrirgefningin gengur aldrei úr gildi. Í kringum jól rifjast oft upp hjá fólki gamlar og erfiðar minningar tengdar jólahaldi úr æsku. Margir eru enn að láta þessar minningar skemma fyrir sér ánægjuna í kringum þessa hátíð meira
mynd
8. nóvember 2021 kl. 15:08

17 leiðir til að öðlast innri frið

  Við megum vænta mikils titrings í pólitík, í Jörðinni og samfélögum heims í þessum mánuði. Framundan eru kannski mestu breytingar sem við eigum eftir að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Þá er gott að vera í innra jafnvægi og halda innri ró sinni.  Eftirfarandi listi er settur saman af Alex Elle og ég rakst á hann á Facebook. Langaði að deila honum með ykkur, því á honum eru mörg hollráð. meira
14. október 2021 kl. 17:06

Ljósið og kærleikurinn

Mjög miklar breytingar eru að eiga sér í stað í heiminum þar sem Jörðin og við sem á henni búum erum að fara í gegnum mikið umbreytingarferli. Tíðnin á og í Jörðinni er að hækka og þessi hækkun kemur til með að hafa áhrif á alla, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki. Þessi tíðnihækkun tengist því að við erum að fara úr þriðju víddar orkutíðni og upp í fimmtu víddar orkutíðni, sem er mun meira
8. október 2021 kl. 9:46

Hvatningalistinn góði

Í byrjun janúar á þessu ári hélt ég námskeið undir heitinu MARKMIÐ 2021, þar sem ég fór í gegnum nýjar leiðir til að vinna að markmiðum og markmiðasetningu. Tíðni orkunnar í heiminum hefur breyst svo mikið frá því á Vetrarsólstöðum þann 21. desember 2020, að við þurfum að beita nýjum aðferðum á svo mörgum sviðum, meðal annars við að ná árangri með markmið okkar. Eitt af því sem ég deildi með meira
mynd
7. september 2021 kl. 15:42

Veist þú hvað Moringa er?

VEIST ÞÚ HVAÐ MORINGA ER? Það ekki út af engu sem ég spyr. Þetta er nefnilega lítt þekkt náttúruvara hér á landi og sjálf kynntist ég henni ekki fyrr en fyrir rúmum tveimur árum síðan.  Þá var ég stödd í Akshardham hofinu í Nýju-Delhi á Indlandi. Leiðin út úr hofinu lá í gegnum verslun sem þar er rekin, þar sem meðal annars eru seld alls konar jurtalyf, krem og bætiefni. Indverskur vinur minn meira
mynd
27. júní 2021 kl. 23:58

Veistu hvað er í förðunarvörunum þínum?

Í þessari grein af vefsíðunni Alliance for Natural Health er fjallað um rannsókn á ýmsum hættulegum efnum sem geta verið í förðunarvörum. Förðunarvöruiðnaðurinn veltir um 20 trilljón dollurum árlega, en fyrirtækin sem framleiða förðunarvörur veita ekki endilega upplýsingar um þá staðreynd að stórt hlutfall af vörunum er framleitt með PFAS eða „eilífðarefnum“, sem geta valdið alls konar meira
12. mars 2021 kl. 12:12

Covid spurningar án svara

Það eru margir sem velta vöngum yfir ýmsum reglum, lokunum og hömlum í kringum COVID-19. Þær virðast oft ekki vera á rökum reistar og því varð þessi listi til. Ég fékk hann sendan frá vini mínum, en veit ekki hver setti hann upprunalega saman. Ég birti hann hér, því sjálf hef ég spurt mig allra þessara spurninga oftar en einu sinni. Hugsanlega hefur þú líka gert það og komist að sömu niðurstöðu og meira
1. mars 2021 kl. 9:26

Hver dagur er einstakur

Stundum er gott að vera minntur á að við erum einstök hvert og eitt okkar og það er svo sannarlega frábært þegar við lærum að elska okkur sjálf. Kærleikur í eigin garð á ekkert skylt við sjálfselskar og eigingjarnar tilfinningar, heldur þá virðingu og þá ást sem við sýnum okkur sjálfum, meðal annars með því hvernig við komum fram gagnvart eigin líkama, útliti okkar og umhverfi. FYRIR SÉRSTAKT meira
24. febrúar 2021 kl. 16:38

Hjartaheilsa kvenna

Ég var að lesa svo áhugaverða grein eftir bandaríska lækninn Dr. Christiane Northrup, en auk starfa sinna sem læknir hefur hún meðal annars skrifað bækurnar Women‘s Bodies, Women‘s Wisdom og Goddesses Never Age. Ég ákvað því að deila efni þessarar greinar hennar með ykkur, þar sem hún fjallar um hjartaheilsu kvenna. HJARTAVANDAMÁL KARLA OG KVENNA EKKI EINS Dr. Northrup segir að meira
5. janúar 2021 kl. 9:04

Athugasemdir við bóluefnið frá Pfizer

„Eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur.“ – Franklin D. Roosvelt fyrrum Bandaríkjaforseti Nýlega voru hafnar bólusetningar hér á landi með bóluefni frá Pfizer-BioNTech, sem er í raun ekki bóluefni í eiginlegum skilningi, heldur genabreytandi efni (breytir erfðaefni líkamans). Eftir að landsmenn hafa hlustað á áróður dag eftir dag bæði úr raunveruleikaþætti þríeykisins meira
22. desember 2020 kl. 9:01

13 DAGAR JÓLA

Jóladagarnir eru þrettán hér á landi frá Aðfangadegi og fram á Þrettándann. Ég ákvað því að setja niður þrettán ráð sem gott er nýta sér um þessa jólahátíð. Þau eru ekki endilega ætluð fyrir hvern dag fyrir sig – því flest þeirra er gott að nýta alla daga. 1-EINFALDLEIKINN Það er gott að draga aðeins úr kröfum um fullkomnleika þessi jólin og beina frekar sjónum að því að hafa það kósý og meira
6. október 2020 kl. 16:24

Vírus sem kann að telja

Mér finnst afar áhugavert að fylgjast með áhrifum frá orku plánetanna í kringum Jörðina á líf okkar. Í þýðingu minni á skýringum stjörnuspekingsins Pam Gregory (www.pamgregory.com) á orkunni í kringum fullt tungl fimmtudaginn 1. október, sem hlusta má á HÉR kom fram að Plútó myndi fara beint áfram sunnudaginn 4. október. Pam sagði að öðru hvoru megin við þann dag gætum við átt von á því að meira
mynd
24. september 2020 kl. 14:52

Skaðlegasta sætuefnið

Eins og ég hef áður fjallað um er sykur víða falinn í fæðunni okkar. Oft eru innihaldslýsingar skráðar með svo miklu dvergaletri að við eigum erfitt með að lesa þær eða þá að við eru almennt ekki vön því að lesa þær. En þótt sykur sé skaðlegur, er skaðlegasta sætuefnið á markaðnum samt frúktósaríkt maíssíróp eða high fructose corn syrup. SÆTARA EN GLÚKÓSI OG SÚKRÓSI Frúktósi er náttúrulegur sykur meira
18. september 2020 kl. 9:02

Bætiefni gegn sykurpúkanum

Nú stendur yfir átakið SYKURLAUS SEPTEMBER á Smartlandinu, þar sem hvatt er til þess að taka allan viðbættan sykur út mataræðinu. Stundum dugar hvatning ekki til og illa gengur að losa sig undan þeirri fíkn sem sykurneyslan veldur. Þá er gott að grípa til náttúruvöru, sem getur stutt þig í að losna við sykur úr líkamanum. BÆTIEFNI SEM DREGUR ÚR SYKURLÖNGUN Ef þér finnst þú ekki vera að sigrast á meira
14. september 2020 kl. 9:12

15 áhugaverðar staðreyndir um sykur

Sykur er að finna um allt og í fleiri fæðutegundum og drykkjum en flesta grunar. Sykurreyr hefur verið ræktaður frá fornu fari og er enn notaður til að bragðbæta svo ótal margt. Þótt þú sért í SYKURLAUSUM SEPTEMBER þessa stundina er gaman að kynna sér aðeins sögu sykurs.  1 – EITT SINN VAR LITIÐ Á SYKUR SEM KRYDD – EN EKKI SÆTUEFNI Þegar sykur koma fyrst til Bretlands á tólftu meira
mynd
11. september 2020 kl. 10:18

Sykur veldur liðvandamálum

Fæstir gera sér grein fyrir því að sykur er efstur á lista yfir þá matvöru sem veldur bólgum í vöðvum og liðum. Ótal rannsóknir benda til þess að unnar sykurvörur losi um bólgumyndandi efni í líkamanum, sem leiði til bólginna liða nánast um allan líkamann.  LIÐVERKIR OG BÓLGUR Oft er rætt um bólgur í tengslum við heilsuna, enda eru bólgur yfirleitt fyrirrennari alvarlegri sjúkdóma í meira
5. ágúst 2020 kl. 18:21

7 leiðir til að styrkja ónæmiskerfið

Nú er mikið rætt um annan faraldur af Covid-19, sem virðist þó ekki vera jafn skæður og sá fyrri, því hvorki er fjallað um margar sjúkrahúsinnlagnir né fólk í öndunarvélum, sem er frábært. Ég fjallaði fyrr á þessu ári um nokkrar leiðir sem geta stuðlað að öflugra ónæmiskerfi, því það er ein besta vörnin gegn öllum veikindum. Í þessari grein tek ég saman nokkrar nýjar og gamlar ráðleggingar um meira
23. júní 2020 kl. 9:13

6 ástæður til að nota kollagen

Kollagen er eitt helsta prótínið í líkama þínum. Það er meðal annars aðalefnið í bandvef líkamans og er að finna í sinum, liðböndum, húð og vöðvum. Kollagen stuðlar líka að að uppbyggingu húðarinnar og styrkir beinin. Á síðustu árum hefur kollagen orðið vinsælt sem bætiefni og er hægt að fá það í töflum, hylkjum og dufti. Við framleiðslu er kollagenið vatnsrofið (hydrolyzyed), en við það brotnar meira
2. júní 2020 kl. 10:31

Streita skaðar heilsuna

Hefurðu spáð í það hversu mikil áhrif streita hefur á heilsuna þína? Eða hversu oft þú segir: „Ég er svo stressuð/stressaður“? Það er eðlilegt að finna fyrir streitu, en óeðlilegt að ná ekki að slaka á inn á milli og losa sig við streituna. Verst er þó að vita að viðvarandi streita hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfi okkar. Undir miklu streituálagi eigum við því erfitt með að ná bata á meira
29. maí 2020 kl. 14:13

Hvítlaukur og óreganó styrkja ónæmiskerfið

Ákveðnar jurtir hafa frá alda öðli verið notaðar til lækninga vegna bakteríudrepandi eiginleika sinna. Þær hafa líka verið hluti af mataræði fólks, til dæmis í kringum Miðjarðarhafið, álíka lengi enda er í dag talað um Miðjarðarhafsmataræðið sem það heilsusamlegasta, meðal annars vegna þess að þar er mikið notað af hvítlauk og óreganó.  Í þessum pistli fjalla ég um eiginleika bæði hvítlauks meira
26. maí 2020 kl. 13:48

Hvað veistu um Vagus-taugina?

Ég hef fjallað um tenginguna milli þarma (ristils og smáþarma) og heila i gegnum Vagus-taugina á HREINT MATARÆÐI námskeiðum mínum, aðallega til að skýra út fyrir fólki að það séu bein tenging þar á milli. En hvaða taug er þessi Vagus-taug og hvaða áhrif hefur hún? Hún er lengsta taug ósjálfráða taugakerfisins í mannslíkamanum, en taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi og úttaugakerfi.  meira
21. maí 2020 kl. 8:37

Vörn gegn bitmýi

Um leið og allur gróður lifnar við, lifna skordýrin líka við. Í fyrra var það lúsmýið sem truflaði fólk mest og olli víða miklum bitfaraldri. En hvort sem þú ert á svæði sem lúsmýið var á í fyrra og þess er hugsanlega að vænta á ný, eða ætlar að stunda útiveru eða veiðar þar sem mikið er af mýi, þá er frábært að verja sig með BUG BAN. BUG BAN Í ÚÐABRÚSA BUG BAN úðabrúsinn er nettur og auðvelt að meira
mynd
11. maí 2020 kl. 9:36

Orkan og tíminn

„Ég hef bara ekki tíma...“. Flest þekkjum við þessa setningu og sjálf hef ég oft óskað eftir fleiri klukkustundum í sólarhringinn. En kannski snýst þetta ekki svo mikið um tímann sem við höfum, heldur hvernig við veljum að nota þann tíma sem við höfum og hversu mikla orku við höfum. Sú orka sem við búum yfir og hvernig við nýtum hana leiðir oft til þess að við höfum meiri tíma &ndash meira
7. maí 2020 kl. 12:42

Styrking fyrir hormónakerfið og skjaldkirtilinn

Þegar kemur að því að styrkja hormónakerfi líkamans og starfsemi skjaldkirtils eftir náttúrulegum leiðum er Potassium Iodine bætiefnið einn besti valkosturinn. Iodine (joð) er líkamanum mikilvægt til að skjaldkirtillinn geti starfað eðlilega. Sé of lítið af því í líkamanum verður skjaldkirtillinn vanvirkur, en sé of mikið af því getur það verið ein ástæða fyrir ofvirkni í honum. HVERS VEGNA ER meira
17. apríl 2020 kl. 10:36

Timi til að sinna heilsunni

Ef það hefur einhvern tímann verið rétti tíminn til að sinna heilsunni, þá er það núna. Öflugasta vörnin gegn hvers kyns sjúkdómum er sterkt ónæmiskerfi og því er mikilvægt að styrkja það á allan hátt mögulegan. Í gær fékk ég fréttabréf frá tveimur bandarískum læknum sem báðir stunda heildrænar lækningar. Annar þeirra er Alejandro Junger sem er höfundur HREINT MATARÆÐI bókarinnar. Hinn er Dr. Tom meira
15. apríl 2020 kl. 13:19

Adam og Eve eru góðir félagar

Síðustu vikur hef ég fjallað um ýmis bætiefni sem styrkt geta ónæmiskerfið. Sterkt ónæmiskerfi er í raun öflugasta vörnin gegn árásum inn í líkamann. Því öflugra sem það er, þeim mun betur á ónæmiskerfið með að ráðast gegn óvinainnrásum og vernda heilsu okkar. MARGIR STUÐNINGSAÐILAR Í hverjum skammti af fjölvítamíni eru mörg bætiefni, sem hafa styrkjandi áhrif á líkamann. Undanfarið hef ég hlustað meira
8. apríl 2020 kl. 20:37

3 heilsuráð fyrir páskana

Þrátt fyrir alla heimavistina og bann við sumarbústaðaferðum eru allar líkur á að flestir ætli að gera vel við sig í mat og drykk um páskana. Til að lágmarka álag þess á líkamann tók ég saman þrjú heilsuráð, sem hægt er að nýta sér um páskana. #1 - MELTING OG NIÐURBROT FÆÐUNNAR Upp úr fertugu dregur mikið úr framleiðslu á þeim meltingarensímum sem eiga að hjálpa okkur að brjóta niður fæðuna svo meira
29. mars 2020 kl. 12:49

Tengslanetið og heimavistin

Við finnum það á þessum dögum sóttkvíar eða heimavistar hversu mikilvægt tengslanetið okkar er. Skyndilega verða samskipti við börn, systkini, ættingja og vini dagleg. Allir vilja vita  hvernig heilsufarið er, hvort viðkomandi sé ekki örugglega að halda sig heima ef hann er einkennalaus og hvort heimavistin sé nokkuð að fara með geðheilsuna.  Boð um aðstoð koma víða að og allir sýna meira
26. mars 2020 kl. 9:36

Ónæmiskerfið þarf að vera öflugt

Ég fylgist daglega með ótal bloggpóstum frá bandarískum og breskum náttúrulæknum og læknum sem stunda heildrænar lækningar (functional medicine). Einn af þeim er náttúrulæknirinn Dr. Sharon Stills, en fyrir rétt um tíu árum síðan leitaði ég einmitt til hennar eftir aðstoð. Hún hjálpaði mér að rétta við ónæmiskerfi mitt, sem var við núllið og ná heilsu á ný, eftir ýmis áföll og útbruna í meira
11. mars 2020 kl. 11:34

Eiturefni hafa áhrif á greind barna

Ég er með Facebook hóp sem heitir HEILSA OG LÍFSGÆÐI, sem opinn er öllum sem hafa áhuga á að efla heilsuna eftir náttúrulegum leiðum. Ég gerði smá könnun í hópnum um daginn og þá kom í ljós að margir hafa áhuga á að vita meira um áhrif eiturefna í umhverfinu á heilsuna.  Í framhaldi af þeim áhuga ákvað eru hér upplýsingar úr rannsókn sem unnin var af vísindamönnum við læknadeild Langone meira
6. mars 2020 kl. 9:07

Náttúrulegar vírusvarnir

Alls staðar er verið að fjalla um kórónaveiruna og hvernig best sé að verjast henni. Ég hef fylgst með ráðum frá ýmsum heildrænum læknum í Bandaríkjunum og skrifað eina grein – SJÁ HÉR – og hef sjálf fylgt ráðunum í henni.  Besta vörnin er að styrkja ónæmiskerfi líkamans og það er hægt að gera með því að auka bætiefnainntöku og temja sér ákveðinn lífsstíl meðan þessi meira
2. mars 2020 kl. 7:28

Astaxanthin þegar sól fer að hækka á lofti

Ég hef oft áður skrifað um Astaxanthin, en þegar kemur fram á þennan árstíma er gott að rifja upp hversu mikilvægt þetta bætiefni er fyrir húðina. Um leið og sól hækkar á lofti fara flestir að verja meiri tíma utandyra. Því er gott að byrja á næstu vikum að taka inn Astaxanthin til að verja húðina fyrir geislum sólarinnar. Ég hef notað Astaxanthin reglulega í tæp fimmtán ár og það er ekki síður meira
24. febrúar 2020 kl. 10:36

Góðir hlutir sem gerðir eru aftur og aftur...

Fólk kvartar gjarnan yfir endurtekningum eða því að þurfa að gera aftur og aftur sömu hlutina ef það er að gera breytingar hjá sér. Staðreyndin er samt sú að frábær árangur næst þegar við veljum að gera góða hluti aftur og aftur. „ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN“ Þessi ágæti málsháttur segir allt. Hlauparar ná árangri með því að hlaupa dag eftir dag, til að ná betri tækni og betri tíma. meira
mynd
10. febrúar 2020 kl. 9:59

Þarmarnir ekki eins og Las Vegas

Til er orðatiltæki í Bandaríkjunum sem segir: „Það sem gerist í Vegas fer ekki út fyrir Vegas.“ Þegar ítalski meltingarsérfræðingurinn Alessio Fasano, sem nú starfar við MassGeneral-barnasjúkrahúsið í Boston og kennir barnalækningar við læknadeild Harvard, heldur fyrirlestra segir hann hins vegar gjarnan: „Hið sama á ekki við um þarmana og Vegas, því það sem gerist í þörmunum fer meira
7. febrúar 2020 kl. 8:15

Strákar! Þessi grein er fyrir ykkur

Fyrir réttum þrjátíu árum fór ég að halda ýmis konar heilsu- og sjálfsræktarnámskeið. Þátttakendur voru aðallega konur, en þegar á leið fór einn og einn karlmaður að slæðast með. Sjaldan voru þeir þó fleiri en einn til þrír á hverju námskeiði. Undanfarin fimm ár hef ég haldið stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn. Samsetning þátttakenda er enn sú saman og var fyrir 30 árum. meira
4. febrúar 2020 kl. 12:38

Svona léttirðu á vöðva- og liðverkjum

Slitgigtin er talin algeng meðal þeirra sem eru fjörutíu ára og eldri. Hún myndast smátt og smátt við brjóskeyðingu og hefur helst áhrif á liðamót eins og úlnliði, hendur og fingur, mjaðmir og hné. Bætiefnablandan Glucosamine & Chondroitin með MSM frá NOW, inniheldur þau þrjú efni, sem þekktust eru fyrir að stuðla að heilbigðum liðamótum og endurnýjun brjósks og virkar því sérlega vel gegn meira
31. janúar 2020 kl. 10:50

Eru veirusýkingar hættulegri ef seleníum skortir?

Eftir að kórónaveiran kom upp í Kína birtist eftirfarandi grein á vefsíðunni liverdoctor.com. Ég hef lengi fylgst með Dr. Sandra Cabot og það birtast yfirleitt mjög áhugaverðar greinar á síðunni hennar. Í þessari grein er fjallað um seleníumskort og minna viðnám gegn veirusýkingum eins og kórónavírusnum. Greinin birtist 23. janúar – en vegna hraðrar útbreiðslu veirusýkingarinnar hefur meira
20. janúar 2020 kl. 14:18

Skortur á D-vítamíni algengur

Umfjöllun um skort á D-vítamíni kemur reglulega upp eftir áramót, þegar dimmustu dagar ársins ganga yfir. Að vetri til er það skortur á sólarljósi, sem veldur því að líkaminn framleiðir ekki nægilega mikið af D-vítamín. Að sumri til er það hins vegar sú staðreynd að fólk notar mikið sólarvörn. Sólarvörn gerir það að verkum að húðin getur ekki framleitt þetta nauðsynlega bætiefni. SKORTUR MEÐAL meira
12. janúar 2020 kl. 13:45

Hægðatregða er heilsufarsvandamál

Hægðavandamálin tengjast yfirleitt hægðatregðu, allt upp í það að fólk er ekki að hafa hægðir nema einu sinni í viku. Af fenginni eign reynslu er maður ekki heilsuhraustur ef maður þjáist af hægðatregðu. HÆGÐIR ERU ÚRGANGUR Þegar við borðum fer fæðan í gegnum meltingarveginn þar sem hún brotnar niður svo líkaminn geti tekið upp næringu úr henni þegar hún kemur í smáþarmana. Úrgangurinn fer svo út meira
6. janúar 2020 kl. 12:34

Styrktu big í skammdeginu

Í dag er þrettándinn og síðasti jólasveinninn á leið til fjalla. Víða eru álfabrennur og jólin „brennd út“ með þeim. Eftir þrettándann hverfur líka allt jólaskrautið sem lýst hefur upp jólahátíðina. Þegar öll jólaljósin hverfa verður skammdegismyrkrið áþreifanlegra. Þá sækir oft að fólki þunglyndi, en með burnirót má vinna bug á því. RHODIOLA ER VÖRN GEGN ÞUNGLYNDI  Rhodiola frá meira
3. janúar 2020 kl. 14:10

Árið sem draumarnir rætast

ÁRIÐ SEM DRAUMARNIR RÆTAST Mér finnst upphaf að nýju ári alltaf svo spennandi. Yfirleitt eru 365 dagar framundan, en árið 2020 eru þeir 366 vegna hlaupaárs. Þessi aukadagur á örugglega eftir að koma sér vel hjá manneskju eins og mér sem er alltaf að óska eftir 36 tímum í sólarhringinn. Ég fylgist reglulega með vefsíðunni www.numerologist.com og fæ fréttir af því hvað tölurnar þýða og hvaða orka meira
1. janúar 2020 kl. 22:11

MARKMIÐ FYRIR 2020

Allt frá árinu 1989 hef ég sett mér skrifleg markmið. Sum hafa auðveldlega ræst, önnur ekki. Það eru helst þessi óraunhæfu sem ekki hafa ræst, en ég hef líka lært af því. Ég hvet þig til að setja þér markmið fyrir árið 2020. Sumir setja sér bara markmið fyrir vinnuna eða persónuleg markmið varðandi heilsuna. Markmið eins og að „Lifa lífinu lifandi“ telst ekki skýrt markmið og hver meira
16. desember 2019 kl. 9:19

7 ráð fyrir meltinguna um jólin

Ekki eru liðin nema svona 60-70 ár síðan margir fengu ekki að borða fylli sína nema á jólum. Vinnufólk og fátækt fólk átti þar aðallega í hlut. Nú til dags fá flestir að borða fylli sína á hverjum degi og ganga því ekki svangir um. Hins vegar ríkir enn sú hefði eða sá vani að borða mikið á jólum. Fjölskyldur hittast í hverju jólaboðinu á fætur öðru og borða veislumat tvisvar á dag. Bara það eitt meira
mynd
9. desember 2019 kl. 10:24

Arfurinn frá formæðrum okkar

Ég hef nýlokið lestri á mjög merkilegri bók eftir Bjarna Harðarson bókaútgefanda og eiganda Bókakaffisins á Selfossi. Þetta er fyrsta skáldsaga hans og heitir SVO SKAL DANSA. Hann byggir bókina að hluta á æviskeiði formæðra sinna, en þar sem litlar heimildir eru til um fátækar konur á árunum 1856-1952, notar hann það litla sem til er sem grunn að skáldsögu sinni. Þetta er bók sem ég hvet allar meira
28. nóvember 2019 kl. 14:44

Nokkur ráð tengd mat um jólin

Vikurnar fyrir og eftir jól eru á margan hátt erfiðar fyrir þá sem eru á sérfæði, eru með fæðuóþol eða sykur- eða matarfíkn, svo eitthvað sé nefnt. Því er mikilvægt að ákveða fyrirfram hvernig best er að takast á við þetta tímabil, án þess að missa tök á mataræðinu með tilheyrandi skaða fyrir heilsuna. Hér eru nokkur ráð sem gefa þér hugmynd um hvernig gott er að fara nokkurn veginn skaðlaust í meira
19. nóvember 2019 kl. 8:57

Hreint um jólin

Ég er ekki lengur sú ofurhreingerningarkona sem ég eitt sinn var, þótt ég hafi verið alin upp við hefðbundnar jólahreingerningar sem barn og unglingur. Þá var bókstaflega allt tekið í gegn, skipt um pappír í eldhússkápahillunum, því þær voru hvorki plastlagðar né lakkaðar og gólf, veggir og loft þvegið um allt hús. Nú málar fólk frekar en stunda svona hreingerningar. Hins vegar segi ég oft að ég meira
mynd
11. nóvember 2019 kl. 8:10

Svefn er mikilvægur fyrir heilsuna

Svefnvandamál eru mun alvarlegri fyrir heilsufar líkamans en flestir gera sér grein fyrir. Svefninn er nefnilega ein af grunnstoðum góðrar heilsu, ef ekki aðalundirstaða hennar. Við vitum öll að við þurfum að sofa en fáir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægur svefninn er andlegri og líkamlegri heilsu okkar. Meðan við hvílum okkur nýtir líkaminn nefnilega tímann í alls konar innri vinnu og meira
mynd
28. október 2019 kl. 9:51

Tíðahvörfin og kynlífið

Eitt það tímabil sem allar konur fara í gegnum er tíðahvörf. Einstaklingsbundið er hversu lengi það stendur, en það getur náð yfir nokkuð mörg ár. Tíðahvörf eru ekki sjúkdómur, heldur óumflýjanlegt ferli á æviskeiði kvenna, tengt líffræðilegri klukku kvenlíkamans.  Algengast er að konur fari í gegnum tíðahvarfatímabilið á aldrinum 45-58 ára, en meðalaldur kvenna við tíðahvörf er í kringum 51 meira
14. október 2019 kl. 9:19

9 ástæður til að taka B-12

B-12 er eitt af þessum mikilvægu bætiefnum, sem líkaminn þarf á að halda en getur ekki framleitt sjálfur. B-12 er aðallega að finna í dýraafurðum, en þar sem það er þar í svo litlu mæli, er mikilvægt að taka það reglulega inn sem bætiefni. Í þessari grein fjalla ég um níu heilsuverndandi ástæður, fyrir því að taka inn B-12. Einnig fjalla ég um ellefu einkenni um B-12 vítamínskort, en almennt er meira
mynd
1. október 2019 kl. 15:57

Sjö ástæður til að nota trefjar

Psyllium er heiti á uppleysanlegum trefjum sem unnar eru úr hýði psyllium (plantago ovata) fræsins. Þess vegna kallast bætiefni sem unnin eru úr fræjunum Psyllinum Husk, þar sem husk þýðir hýði. Plantan (plantago ovata) vex aðallega á Indlandi og rekur uppruna sinn til Asíu, en finnst þó um allan heim. Í Bandaríkjunum er hún meðal annars ræktuð í suð-vestur ríkjunum. Þar sem psyllium husk meira
3. september 2019 kl. 10:58

Örveruflóra þarma og heilsufar okkar

Þarmar okkar eru búsvæði milljón milljóna af örverum, þar á meðal baktería, vísusa, gerilveira, sveppa, frumvera og þráðorma. Áhrifamestar eru bakteríur sem tilheyra Firmicutesog Bacteriodetesættunum. Þetta örverusamfélag í iðrum okkar kallast örverulífmengi eða örveruflóra þarmanna. Örveruflóran skipar svo mikilvægt hlutverk í heilsu okkar að læknar og náttúrulæknar eru farnir að líta á hana sem meira
19. ágúst 2019 kl. 9:51

Heilsa og lífsstíll er val

Þegar við veljum að gera breytingar á lífsstíl okkar er eðlilegt að eitthvað gamalt detti út af listanum, hvort sem það er matur, hreyfingarleysi eða svefnlitlar nætur. Ég nefni þetta þrennt, því í raun eru matur, hreyfing og svefn undarstaðan að góðri heilsu og betri lífsgæðum. Þegar kemur að vali eru engin boð og bönn. Bara einfalt val um hvað þú ætlar að gera og hvað þú ætlar ekki að gera. meira
16. ágúst 2019 kl. 10:48

Rauðrófur efla heilsuna

Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann. Rauðrófuduftið frá NOW SPORTS er unnið úr óerfðabreyttum rauðrófum, sem eru þurrkaðar. Hver skammtur af BEET ROOT POWDER, sem er 1 msk, jafngildir því 2 ½ rauðrófum. meira
9. ágúst 2019 kl. 9:21

Er þinn líkami enn í kaskó?

Ég hef oft í ræðu og riti líkt líkamanum við bíl, sem sál okkar eða andi ekur í gegnum lífið. Þegar við deyjum verður bíllinneftir, en andinn hverfur á annað tilverustig. Þar sem fæst okkar hafa lífvörð sem passar upp á okkar, þarf hver og einn að hugsa um sinn bíl,til að hann haldist í góðu standi eins lengi og við erum á lífi. Við kaup á nýjum bíl (þessum sem við keyrum um göturnar) velja meira
30. júlí 2019 kl. 9:55

AÐ LIFA Í NÚINU

Ég segi gjarnan við erlenda vini mína að þeir læri að lifa í núinu ef þeir koma til Íslands. Í mínum huga er einföld skýring á því og hefur ekkert með núvitundarnámskeið að gera. Þjóðin hefur í aldir alda lært að grípa tækifærin þegar þau gefast. Það hefur verið farið á sjó þegar gefur og tún slegin þegar þurrt er. Þegar ég rak hótel á Hellnum voru gestirnir oft að spyrja ráða um ferðir á meira
12. júlí 2019 kl. 11:20

10 ráð til að vernda heilsuna

Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina. 1 – Farðu árlega í læknisskoðun hjá heimilislækninum, svo meiri líkur séu á að alvarlegir sjúkdómar uppgötvist á því stigi að hægt sé að lækna þá. 2 – Nærðu ónæmikerfi þitt vel, því það er besta meira
18. júní 2019 kl. 15:43

L-Glutamine styrkir þarmaveggina

Ein mest lesna greinin mín ber fyrirsögnina 9 MERKI UM AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ LEKA ÞARMA. Í henni fjalla ég um það hvaða einkenni það eru, sem gefa til kynna að þarmarnir séu lekir. Við erum því miður ekki með rennilás að framan, til að geta kíkt inn, svo við verðum að treysta á ytri einkenni. Sú þekking að þarmarnir ráði miklu um ónæmiskerfi okkar er ekki ný af nálinni, því fyrir 2400 árum síðan meira
mynd
13. maí 2019 kl. 15:07

Joðskortur og leiðir til að bæta hann

Í framhaldi af umræðu um joðskort í fjölmiðlum síðustu daga, hafa margir leitað til mín og spurt hvort mjólkurvörur séu það eina sem gott sé við joðskorti. Ég er með mjólkuróþol svo ég leita aldrei eftir joði í þeim. Ég tek hins vegar inn þaratöflur og borða þarasnakk til að viðhalda joðbirgðum líkamans – auk þess sem ég borða þorsk. En til að afla nánari upplýsinga um hvað aðrir segja um meira
22. apríl 2019 kl. 9:43

Dagur Jarðar 2019

Í dag er DAGUR JARÐAR. Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 22. apríl formlega sem alþjóðlegan dag tileinkaðan Jörðinni árið 1990. Það væri samt frábært ef við hugsuðum um alla daga sem DAGA JARÐAR, því Jörðin er hnötturinn sem við lifum og hrærumst á. Við köllum hana stundum Móður Jörð, en komum á engan hátt fram við hana sem slíka. Umgengni okkar og ágangur á gæði Jarðar hefur engan saðningspunkt. meira
16. apríl 2019 kl. 17:52

5 góð ráð fyrir meltinguna

Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri.  #1 - GÓÐGERLAR Taktu inn góðgerla, ef þú ert ekki þegar að gera það. Góðgerlar (probiotics) eru örverur sem stuðla að betra jafnvægi meira
10. apríl 2019 kl. 15:13

Á ferð um Indland með glútenóþol

Ég er nýkomin heim úr ferð til Indlands, sem fararstjóri í ferð Bændaferða þangað. Ferðaþjónustan þar er með slagorðið „Incredible India“ og landið stóð svo sannarlega undir því að vera ótrúlegt, koma sífellt á óvart og við sem í ferðinni vorum lærðum svo ótal margt um Indland, sem við vissum ekki fyrir. FERÐALÖG KREFJAST UNDIRBÚNINGS Allar ferðir sem ég fer í krefjasta ákveðins meira
18. febrúar 2019 kl. 15:09

Ginkgo Biloba við mígreni

Ég hef áður skrifað um Ginkgo Biloba, en það er endalaust hægt að fjalla um þetta frábæra jurtaefni. Í hefðbundnum kínverskum lækningum hefur Ginkgo Biloba verið notað í þúsundir ára til að meðhöndla höfuðverki og mígreni. Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu meira
19. janúar 2019 kl. 11:20

Eitt ráð þetta árið fyrir heilsuna

Ég er svo hjartanlega sammála Dr. Mercola, sem í einni af janúargreinum sínum segir að ef við gerum bara eitt þetta árið til að vernda eigin heilsu og annarra í fjölskyldunni ætti það að vera að kaupa lífrænt ræktaðar matvörur. Með því að velja lífrænt ræktaðar matvörur verðum við síður fyrir skaðlegum áhrifum af meindýraeitri sem fylgir oft fæðu úr hefðbundinni ræktun.   Rannsóknir hafa meira
10. janúar 2019 kl. 12:50

Grænt og orkuríkt í janúar

 Ef það er einhvern tímann þörf á orkuríkri fæðu, þá er það í janúar og febrúar, þegar dagar eru stuttir og myrkrið mikið. Þá er snjallt að taka inn Green PhytoFoods frá NOW, sem í er blaðgræna (chlorophyll) í duftformi, sem einnig inniheldur chlorella, hveitigras og spírulína, blöndu af vítamínum, steinefnum, trefjum, ensímum og öðrum jurtum. Í mínum huga er þetta nauðsynleg viðbót í bústið meira
mynd
30. desember 2018 kl. 14:23

365 tækifæri

Önnur tengdadóttir mín sendi mér í gær teiknimyndina sem fylgir greininni. Skilaboðin á henni urðu kveikjan að þessari grein. Ég veit að hvert ár felur í sér ótal tækifæri en oft hef ég horft á stærri myndina og hugsað um þau markmið sem ég ætla að vinna að í hverjum ársfjórðungi eða árinu í heild. Því var svo gott að fá áminningu um að tækifærin sem við öll eigum eru 365, því hver dagur felur í meira
23. desember 2018 kl. 10:55

Eftirminnilegir jólasveinar

Síðustu vikur hafa jólasveinar verið á flakki víða í borg og bæ og næstu nótt kemur Kertasníkir til byggða. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og einhverra hluta vegna fór ég að rifja upp þá jólasveina sem eru mér eftirminnilegastir. Ég komst að því að þeir eru þrír sem skipa sérstakan sess, allir tengdir Kertasníki og mig langar að deila sögunni af þeim með ykkur. FYRSTI JÓLASVEINNINN Manst þú meira
14. desember 2018 kl. 18:24

Meltingarensím þegar álagið er mikið

Jólamatur og hvers kyns kræsingar eru ekki lengur bara í boði yfir jólahátíðina sjálfa. Veisluhöldin hefjast með tilboðum frá veitingahúsum og á vinnstöðum löngu fyrir jólin sjálf. Meltingarkerfið er því oft undir miklu álagi. Þá getur meltingarensímblanda eins og Digest Ultimate frá NOW komið sér vel. Prófanir hafa sýnt að þessi ensímblanda heldur gildi sínum í gegnum pH (sýruumhverfi) gildi meira
4. nóvember 2018 kl. 11:48

Styrking fyrir húð, hár og neglur

Hverju tekur þú fyrst eftir þegar þú hittir fólk? Sumir taka eftir augunum, aðrir eftir hárinu eða hvernig húðin er og þegar við réttum fram hendur í samskiptum við fólk, taka margir eftir nöglunum. Bætiefnaframleiðendur taka líka eftir þessu, því nú streyma á markaðinn ný bætiefni fyrir húð, hár og neglur. Eitt það allra nýjasta er frá NOW Solutions og heitir einfaldlega Hair, Skin & Nails. Í meira
23. september 2018 kl. 15:59

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Ég fæ oft þessa spurningu frá þátttakendum á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum mínum. Í raun er ekki til nein regla um hvenær best er að taka þau, svo ég ráðlegg fólki yfirleitt að taka þau á morgnana og svo aftur með kvöldmatnum. Sé hins vegar verið að taka inn mikið af bætiefnum er gott að dreifa þeim yfir daginn og taka þá einn skammt í hádeginu líka. Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða meira
15. september 2018 kl. 15:31

Léttist um 10 kíló á átján dögum.

Ég er búin að halda HREINT MATARÆÐI námskeið fyrir rúmlega 1.200 manns, en það er alltaf ánægjulet þegar frábær árangur næst. Hann náðist svo sannarlega hjá einni konu, sem langar að deila reynslu sinni undir nafnleynd með öðrum. Hreinsikúrinn samanstendur af þremur undirbúningsdögum og þremur vikum á hreinu fæðu, þar sem borða má ákveðnar fæðutegundir og sleppa öðrum. Á 18. degi meira
8. september 2018 kl. 10:27

Er lifrin þreytt eftir sumarið?

Eftir ferðalög sumarsins, grillveislur, hvítvínsglös og bjór sem oft fylgja bæjarhátíðum landsmanna, svo og skyndibitafæðið í vegasjoppunum er líklegt að lifrin sé orðin þreytt. Sé hún undir miklu álagi í langan tíma við að halda blóðinu í líkamanum hreinu, getur það leitt til annarra heilsufarsvandamála eins og ofnæmis, höfuðverkja og síþreytu. Þá þarf hún á stuðningi og góðum bætiefnum að halda meira
30. ágúst 2018 kl. 16:33

Veistu hvað breytist við tíðahvörf?

Konur hætta ekki bara að hafa blæðingar og missa getuna til að eignast börn við tíðahvörf. Það er svo ótal margt annað sem breytist þegar estrogen-framleiðslan minnkar. Sú minnkun hefur áhrif á aðra starfsemi líkamans, meðal annars á starfsemi heilans. Vísindamenn víða um heim hafa leitt að því líkum að við tíðahvörf byrji oft breytingar á heila, sem síðar meir geti leitt til Alzheimer’s meira
26. ágúst 2018 kl. 9:16

Ekki spyrja - ekki segja frá

Ég ætla að halda aðeins áfram að fjalla um áhrif glýfósats á umhverfi og fólk, því um fátt er meira fjallað meðal áhugafólks um heilbrigðan lífsstíl og lækna sem stunda heildrænar lækningar en nýlegar niðurstöður sem sýna glýfósat í ýmsu kornmeti. En glýfósat stoppar ekki þar, því það heldur áfram út í fæðuna okkar. Við rannsóknir hjá Munich Environmental Institute fannst meðal annars glýfósat í meira
17. ágúst 2018 kl. 10:26

Áhrif Roundup og glýfósats á heilsuna okkar

Loks hefur dómstóll í Bandaríkjunum skorið úr um það að glýfósat í Roundup® sé krabbameinsvaldandi efni og gert Monsanto að greiða ótrúlega háar skaðabætur til garðyrkjumanns, sem hefur starfað með efnið í földa ára. Skaðsemi glýfósats hefur þó lengi verið til umfjöllunar og líklegt er að það sé og verði enn í fæðu okkar til fjölda ára, því þótt reglugerðir um magn þess í matvælum séu öflugar meira
9. ágúst 2018 kl. 16:49

Omega-3 fyrir góða heilsu

Fjölómettaðar Omega-3 fitusýrur eru sérlega mikilvægar fyrir líkamann og fá næringarefni hafa verið jafnmikið rannsökuð og þær. Þar sem líkaminn getur ekki framleitt þessar nauðsynlegu fitusýrur, þurfum við að fá þær úr fæðunni eða með því að taka þær inn sem bætiefni. Omega-3 fitusýrurnar eru aðallega unnar úr feitum kaldsjávarfiski, sem annað hvort er þá gott að borða eða taka inn bætiefni sem meira
14. júlí 2018 kl. 12:14

Er Clipper í þínum bolla?

Ég spyr bara vegna þess að það er nánast alltaf í mínum bolla, hvort sem um er að ræða te eða frábæra instant kaffið frá þeim sem ég hef notað í fjölda ára. En aðeins aftur að teinu, sem er ekki lengur bara te í bolla, með mjólk og sykri, eins og það var einu sinni. Tedrykkja og teframleiðsla hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Sumar af þeim breytingum má rekja aftur til meira
21. maí 2018 kl. 12:40

Ekki sexý en hefur mikið notagildi

Heitið er ekki sérstaklega sexý, enda dettur flestum í hug hægðalosandi áhrif laxerolíunnar þegar minnst er á hana. Fæstur vita nefnilega að laxerolían hefur öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum. Talið er að Egyptar til forna hafi verið þeir fyrstu til að byrja að nota olíuna og þar hafa meira
12. maí 2018 kl. 12:02

Fæturnir elska þetta

Fætur og fótleggir bera okkur ekki bara áfram í lífinu, heldur “standa undir okkur” alla ævi. Við leggjum ýmislegt á þá, ekki bara með líkamlegum þunga, heldur einnig áhyggjum og tilfinningalegum áföllum. Því er ekki að undra þótt þeir verði stundum þreyttir og þurfi á umhyggju að halda til að geta sinnt hlutverki sínu sem best. Þrátt fyrir það gleymist oft að sinna þeim, húðin verður meira
mynd
22. apríl 2018 kl. 9:38

DAGUR JARÐAR 2018

Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 22. apríl formlega sem alþjóðlegan DAG JARÐAR árið 1990, en hreyfing í Bandaríkjunum hafði þá þegar staðið fyrir DEGI JARÐAR þann mánaðardag frá árinu 1970. Í fjörutíu og átta ár hefur fólk því í litlum eða stórum hópum með ýmsum átökum vakið athygli á því að eitthvað þurfi að gera fyrir Jörðina til að mannlíf og dýralíf geti þrifist þar áfram. Hið alþjóðlega átak meira
17. apríl 2018 kl. 17:11

Sólbrúnt sumar með Astaxanthin

Það styttist í Sumardaginn fyrsta, hitastigið er farið að hækka og sólin að skína skærar. Þá er nauðsynlegt að undirbúa húðina vel svo hægt sé að verða sólbrúnn, án þess að skaða hana. Ég hef áður skrifað um Astaxanthin frá NOW og frábæra eiginleika þessa bætiefnis til að vernda húðina okkar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar – en sjá jafnframt til þess að hún verði brún og flott þegar sólin meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira